Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:32 Blikar fagna hér fyrsta marki Íslandsmótsins í gær sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði. Þarna má sjá að minnsta kosti eina græna nögl. Vísir/Pawel Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni. Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira