Innlent

Guð­mundur Árni sækist eftir endur­kjöri

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segist til í slaginn. 
Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segist til í slaginn.  Vísir/Vilhem

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður.

Guðmundur Árni staðfestir í samtali við mbl.is að hann sækist eftir endurkjöri. Guðmundur Árni hætti við framboð í þingkosningunum síðast vetur vegna veikinda en segir í samtali við mbl.is að hann sé „stálhraustur“ og „til í slaginn“.

Guðmundur var sjálfkjörinn á síðasta landsfundi árið 2022. Ekki hefur verið greint frá öðrum framboðum til varaformanns í aðdraganda landsfundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×