Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. apríl 2025 19:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þrennu og spilaði stórkostlega. vísir / anton brink Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar. Þrenna frá Karólínu Leu jafnaði leikinn eftir að stelpurnar okkur gáfu tvö mörk í upphafi beggja hálfleika og annað fremur ódýrt. Ísland spilaði svo manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en tókst ekki að setja sigurmarkið. Komu Íslandi á óvart í upphafi Sviss kom Íslandi á óvart í upphafi leiks. Þorsteinn þjálfari hafði orð á því á blaðamannafundi að svissneska liðið væri ekki svo beinskeytt og vildi skapa sér færi með spili í gegnum miðjuna. Þær svissnesku negldu svo bara löngum bolta fram á fyrstu mínútu, Géraldine Reuteler slapp ein í gegn og kláraði færið gegn Cecilíu Rán sem stóð eins og límd við marklínuna. Sundurspiluðu íslensku vörnina Sviss sýndi síðan spilamennskuna í gegnum miðjuna á fimmtándu mínútu, sundurspilaði íslensku vörnina og Reuteler slapp aftur ein í gegn, sólaði Cecilíu en sem betur fer fyrir Ísland renndi Sædís Rún sér og bjargaði boltanum á línu. Heppnin var hins vegar ekki með Íslandi tveimur mínútum síðar, þegar frekar slök stungusending slapp einhvern veginn í gegnum bæði Berglindi á miðjunni og Ingibjörgu miðvörð. Aftur var Reuteler þá sloppin inn fyrir, hún lagði boltann svo út á Smilla Vallotto sem kláraði auðvelt færi og kom Sviss tveimur mörkum yfir. Tvöföld breyting í fyrri hálfleik Sviss hélt áfram að sýna fína spilkafla og skapa sér færi, meðan Ísland gerði það alls ekki. Svo slæmt var ástandið orðið að eftir rúmlega hálftíma leik ákvað Þorsteinn þjálfari að gera tvöfalda breytingu. Berglind Rós, sem var vinstra megin á miðjunni, og Sædís Rún, vinstri bakvörður, voru teknar af velli. Dagný Brynjarsdóttir og Áslaug Munda voru settar inn til að hafa betri gætur á Reuteler. Minnkuðu muninn fyrir hálfleik Undir lok fyrri hálfleiks fór Ísland loksins að skapa sér marktækifæri, Hlín Eiríksdóttir komst í fínt færi en skaut í varnarmann, Alexandra Jóhannsdóttir fiskaði svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað skömmu síðar. Alexandra fiskaði aukaspyrnuna sem Karólína skoraði úr. Karólína Lea stillti sér upp og skaut lúmsku skoti í nærhornið, sem skoppaði fyrir framan markmanninn og lak í gegnum hendur hennar í netið. Sjálfsmark eftir tuttugu sekúndur í seinni hálfleik Ísland fór því með bjartari von og aðeins einu marki undir inn í hálfleikinn, en tók aðeins tuttugu sekúndur að kasta því frá sér í seinni hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir aftur í sætin þegar Áslaug Munda gaf misheppnaða sendingu til baka á Cecilíu og boltinn endaði í íslenska netinu. Karólína með þrennu Ísland var hins vegar ekki lengi að minnka muninn, aðeins fimm mínútum síðar vann Sveindís Jane boltann af varnarmanni og var fljót að koma honum á Karólínu sem kláraði vel með föstu skoti í nærhornið. Ísland hélt áfram að sækja, í leit að jöfnunarmarki sem skilaði sér skömmu síðar. Sveindís Jane átti þá langt innkast sem Ingibjörg fyrirliði flikkaði áfram, Karólína stökk upp, stangaði boltann í netið til að fullkomna þrennuna og jafnaði leikinn fyrir Ísland. vísir / anton brink Þrennunni fagnað.vísir / anton Hættulegasti sóknarmaður Sviss rekinn út af Þær svissnesku voru bandbrjálaðar eftir að hafa misst frá sér tveggja marka forystu, brunuðu í sókn og væru næstum því búnar að komast aftur yfir, það tókst ekki og þær misstu sinn hættulegasta sóknarmann af velli skömmu síðar. Géraldine Reuteler, sem var komin með mark og stoðsendingu, fékk þá sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í vítateig Íslands. Fyrra spjaldið fékk hún fyrir að brjóta á Alexöndru fyrir aukaspyrnuna sem Karólína skoraði úr. Tókst ekki að setja sigurmarkið Síðustu tuttugu mínúturnar spilaði Ísland því manni fleiri og með ellefu gegn tíu tókst að skapa heilan helling af færum. Meðal annars átti Karólína frábært skot fyrir fernu, sem svissneski markmaðurinn náði rétt svo að verja. En Íslandi tókst ekki að setja sigurmarkið og 3-3 jafntefli varð niðurstaðan. Ísland reyndi að setja sigurmarkið. En jafntefli varð niðurstaðan. Svekkjandi að setja ekki sigurmarkið.vísir / anton Vilja halda sér uppi í A-deild Ísland er nú með þrjú stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni. Ísland er í þriðja sæti riðilsins og Sviss neðst með tvö stig. Neðsta liðið fellur, þriðja sætið fer í umspil við lið úr B-deildinni upp á sæti í A-deildinni en efstu tvö liðin halda sér uppi. Frakkland er á toppnum með fullt hús stiga, Noregur í öðru sæti með fjögur stig. Ísland heimsækir Noreg og tekur svo á móti Frakklandi í lokaleikjunum sem fara fram 30. maí og 3. júní. Viðtöl „Ég hélt hún væri rangstæð“ „Ótrúlega svekkjandi. Þrjú mörk eiga að duga okkur til að vinna leiki svo eitt stig er mjög svekkjandi“ sagði markmaðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir eftir leik. Hún hugsaði um að hlaupa út á móti sóknarmanninum í fyrsta markinu en hélt kyrru fyrir á línunni. „Já ég hugsaði um það en svo ákvað ég bara að droppa frekar. Ég hélt hún væri rangstæð en hún var greinilega réttstæð. Þetta var 50/50, ég tók þessa ákvörðun og stend með henni.“ Þriðja markið skrifaði Cecilía á misskilning milli hennar og Áslaugar. „Bara misskilningur um staðsetningu og mistök gerast í fótbolta. Við bara settum hausinn upp og héldum áfram ég er ótrúlega stolt af liðinu að hafa haldið áfram, það þarf sterkan haus í það.“ „Aldrei áður gert skiptingu í fyrri hálfleik“ Þorsteinn tók Berglindi og Sædísi út af í fyrri hálfleik. vísir / anton brink „Þetta var skrítinn leikur. Við vorum léleg fyrsta hálftímann, út og suður og náðum ekki neinni tengingu í varnarleiknum sem gerði það erfitt að sækja. Heilt yfir var fyrsti hálftíminn lélegur hjá okkur og ég neyddist til að gera breytingu, ég hef aldrei áður gert skiptingu í fyrri hálfleik. Þannig að þetta er bara það sem ég varð að gera fannst mér. Við komum síðan af krafti út í seinni hálfleik. Auðvitað skorum við skrautlegt sjálfsmark, en mér finnst við díla vel við það“ Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eftir leik. Þorsteinn talaði um á blaðamannafundi í gær að svissneska liðið vildi spila sig upp í gegnum miðjuna til að skapa sér færi en svo kom bara langur bolti fram á fyrstu mínútu sem virtist koma Íslandi á óvart og leiddi til þess að liðið lenti undir. „Við töluðum alveg um að djúpu hlaupin hjá þeim kæmu, þetta var ekki beint langur bolti heldur spiluðu þær bara beint upp miðjuna af því það kemur djúpt hlaup milli hafsents og bakvarðar. Þær tala ekki saman um hver á að taka miðjumanninn og hvort hann sé að koma. Við ræddum það alveg, að þetta þyrfti að varast. Maður gefur ekki allt upp á blaðamannafundi sem maður er að spá í.“ Stig skilaði sér þó fyrir Ísland, þökk sé þrennu Karólínu Leu. „Hún var frábær í dag, bara virkilega góð. Skorar þrjú glæsileg mörk og gerði þetta virkilega vel. Góður leikur fyrir hana og gott að sjá hana skora aftur fyrir okkur, hún gerði þetta virkilega vel allan tímann“ sagði Þorsteinn um hennar frammistöðu. Að lokum sagðist hann ánægður með hvernig íslenska liðið brást við mótlæti og breytti sínu skipulagi til hins betra. „Við héldum áfram þó við værum 3-1 undir eftir bara 46 mínútur, að fá mark strax í andlitið er alltaf erfitt en mér fannst liðið takast mjög vel á við það. Gerðu það bara virkilega vel og við hefðum alveg getað skorað sigurmarkið í lokin.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta
Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar. Þrenna frá Karólínu Leu jafnaði leikinn eftir að stelpurnar okkur gáfu tvö mörk í upphafi beggja hálfleika og annað fremur ódýrt. Ísland spilaði svo manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en tókst ekki að setja sigurmarkið. Komu Íslandi á óvart í upphafi Sviss kom Íslandi á óvart í upphafi leiks. Þorsteinn þjálfari hafði orð á því á blaðamannafundi að svissneska liðið væri ekki svo beinskeytt og vildi skapa sér færi með spili í gegnum miðjuna. Þær svissnesku negldu svo bara löngum bolta fram á fyrstu mínútu, Géraldine Reuteler slapp ein í gegn og kláraði færið gegn Cecilíu Rán sem stóð eins og límd við marklínuna. Sundurspiluðu íslensku vörnina Sviss sýndi síðan spilamennskuna í gegnum miðjuna á fimmtándu mínútu, sundurspilaði íslensku vörnina og Reuteler slapp aftur ein í gegn, sólaði Cecilíu en sem betur fer fyrir Ísland renndi Sædís Rún sér og bjargaði boltanum á línu. Heppnin var hins vegar ekki með Íslandi tveimur mínútum síðar, þegar frekar slök stungusending slapp einhvern veginn í gegnum bæði Berglindi á miðjunni og Ingibjörgu miðvörð. Aftur var Reuteler þá sloppin inn fyrir, hún lagði boltann svo út á Smilla Vallotto sem kláraði auðvelt færi og kom Sviss tveimur mörkum yfir. Tvöföld breyting í fyrri hálfleik Sviss hélt áfram að sýna fína spilkafla og skapa sér færi, meðan Ísland gerði það alls ekki. Svo slæmt var ástandið orðið að eftir rúmlega hálftíma leik ákvað Þorsteinn þjálfari að gera tvöfalda breytingu. Berglind Rós, sem var vinstra megin á miðjunni, og Sædís Rún, vinstri bakvörður, voru teknar af velli. Dagný Brynjarsdóttir og Áslaug Munda voru settar inn til að hafa betri gætur á Reuteler. Minnkuðu muninn fyrir hálfleik Undir lok fyrri hálfleiks fór Ísland loksins að skapa sér marktækifæri, Hlín Eiríksdóttir komst í fínt færi en skaut í varnarmann, Alexandra Jóhannsdóttir fiskaði svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað skömmu síðar. Alexandra fiskaði aukaspyrnuna sem Karólína skoraði úr. Karólína Lea stillti sér upp og skaut lúmsku skoti í nærhornið, sem skoppaði fyrir framan markmanninn og lak í gegnum hendur hennar í netið. Sjálfsmark eftir tuttugu sekúndur í seinni hálfleik Ísland fór því með bjartari von og aðeins einu marki undir inn í hálfleikinn, en tók aðeins tuttugu sekúndur að kasta því frá sér í seinni hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir aftur í sætin þegar Áslaug Munda gaf misheppnaða sendingu til baka á Cecilíu og boltinn endaði í íslenska netinu. Karólína með þrennu Ísland var hins vegar ekki lengi að minnka muninn, aðeins fimm mínútum síðar vann Sveindís Jane boltann af varnarmanni og var fljót að koma honum á Karólínu sem kláraði vel með föstu skoti í nærhornið. Ísland hélt áfram að sækja, í leit að jöfnunarmarki sem skilaði sér skömmu síðar. Sveindís Jane átti þá langt innkast sem Ingibjörg fyrirliði flikkaði áfram, Karólína stökk upp, stangaði boltann í netið til að fullkomna þrennuna og jafnaði leikinn fyrir Ísland. vísir / anton brink Þrennunni fagnað.vísir / anton Hættulegasti sóknarmaður Sviss rekinn út af Þær svissnesku voru bandbrjálaðar eftir að hafa misst frá sér tveggja marka forystu, brunuðu í sókn og væru næstum því búnar að komast aftur yfir, það tókst ekki og þær misstu sinn hættulegasta sóknarmann af velli skömmu síðar. Géraldine Reuteler, sem var komin með mark og stoðsendingu, fékk þá sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í vítateig Íslands. Fyrra spjaldið fékk hún fyrir að brjóta á Alexöndru fyrir aukaspyrnuna sem Karólína skoraði úr. Tókst ekki að setja sigurmarkið Síðustu tuttugu mínúturnar spilaði Ísland því manni fleiri og með ellefu gegn tíu tókst að skapa heilan helling af færum. Meðal annars átti Karólína frábært skot fyrir fernu, sem svissneski markmaðurinn náði rétt svo að verja. En Íslandi tókst ekki að setja sigurmarkið og 3-3 jafntefli varð niðurstaðan. Ísland reyndi að setja sigurmarkið. En jafntefli varð niðurstaðan. Svekkjandi að setja ekki sigurmarkið.vísir / anton Vilja halda sér uppi í A-deild Ísland er nú með þrjú stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni. Ísland er í þriðja sæti riðilsins og Sviss neðst með tvö stig. Neðsta liðið fellur, þriðja sætið fer í umspil við lið úr B-deildinni upp á sæti í A-deildinni en efstu tvö liðin halda sér uppi. Frakkland er á toppnum með fullt hús stiga, Noregur í öðru sæti með fjögur stig. Ísland heimsækir Noreg og tekur svo á móti Frakklandi í lokaleikjunum sem fara fram 30. maí og 3. júní. Viðtöl „Ég hélt hún væri rangstæð“ „Ótrúlega svekkjandi. Þrjú mörk eiga að duga okkur til að vinna leiki svo eitt stig er mjög svekkjandi“ sagði markmaðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir eftir leik. Hún hugsaði um að hlaupa út á móti sóknarmanninum í fyrsta markinu en hélt kyrru fyrir á línunni. „Já ég hugsaði um það en svo ákvað ég bara að droppa frekar. Ég hélt hún væri rangstæð en hún var greinilega réttstæð. Þetta var 50/50, ég tók þessa ákvörðun og stend með henni.“ Þriðja markið skrifaði Cecilía á misskilning milli hennar og Áslaugar. „Bara misskilningur um staðsetningu og mistök gerast í fótbolta. Við bara settum hausinn upp og héldum áfram ég er ótrúlega stolt af liðinu að hafa haldið áfram, það þarf sterkan haus í það.“ „Aldrei áður gert skiptingu í fyrri hálfleik“ Þorsteinn tók Berglindi og Sædísi út af í fyrri hálfleik. vísir / anton brink „Þetta var skrítinn leikur. Við vorum léleg fyrsta hálftímann, út og suður og náðum ekki neinni tengingu í varnarleiknum sem gerði það erfitt að sækja. Heilt yfir var fyrsti hálftíminn lélegur hjá okkur og ég neyddist til að gera breytingu, ég hef aldrei áður gert skiptingu í fyrri hálfleik. Þannig að þetta er bara það sem ég varð að gera fannst mér. Við komum síðan af krafti út í seinni hálfleik. Auðvitað skorum við skrautlegt sjálfsmark, en mér finnst við díla vel við það“ Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eftir leik. Þorsteinn talaði um á blaðamannafundi í gær að svissneska liðið vildi spila sig upp í gegnum miðjuna til að skapa sér færi en svo kom bara langur bolti fram á fyrstu mínútu sem virtist koma Íslandi á óvart og leiddi til þess að liðið lenti undir. „Við töluðum alveg um að djúpu hlaupin hjá þeim kæmu, þetta var ekki beint langur bolti heldur spiluðu þær bara beint upp miðjuna af því það kemur djúpt hlaup milli hafsents og bakvarðar. Þær tala ekki saman um hver á að taka miðjumanninn og hvort hann sé að koma. Við ræddum það alveg, að þetta þyrfti að varast. Maður gefur ekki allt upp á blaðamannafundi sem maður er að spá í.“ Stig skilaði sér þó fyrir Ísland, þökk sé þrennu Karólínu Leu. „Hún var frábær í dag, bara virkilega góð. Skorar þrjú glæsileg mörk og gerði þetta virkilega vel. Góður leikur fyrir hana og gott að sjá hana skora aftur fyrir okkur, hún gerði þetta virkilega vel allan tímann“ sagði Þorsteinn um hennar frammistöðu. Að lokum sagðist hann ánægður með hvernig íslenska liðið brást við mótlæti og breytti sínu skipulagi til hins betra. „Við héldum áfram þó við værum 3-1 undir eftir bara 46 mínútur, að fá mark strax í andlitið er alltaf erfitt en mér fannst liðið takast mjög vel á við það. Gerðu það bara virkilega vel og við hefðum alveg getað skorað sigurmarkið í lokin.“