Innlent

Katrín vill leiða fram­kvæmda­stjórn Sam­fylkingarinnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Katrín gengdi tveimur ráðherraembættum frá 2009 til 2013.
Katrín gengdi tveimur ráðherraembættum frá 2009 til 2013.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina.

Frá þessu greinir hún í færslu á Facebook.

„Elsku vinir, nú er orðið ansi langt síðan ég tilkynnti síðast um framboð í embætti innan stjórnmálahreyfingar. Hef þó ætíð stutt gott fólk og notið þess að vera í bakvarðasveit, síðast sem kosningastjóri Samfylkingarinnar í þingkosningunum í haust. Ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi sem fram fer um helgina,“ segir í færslu Katrínar.

„Ég er afar stolt af árangri míns fólks í síðustu þingkosningum og enn stoltari af verkglöðum fulltrúum okkar í ríkisstjórn og á þingi. Því er verk að vinna við að styrkja flokksstofnanir okkar enn frekar og efla grasrótarstarf á sama tíma og við styðjum við okkar fólk sem nú sinnir vandasömum verkum í ríkisstjórn og í sveitarstjórnum um land allt. Ég ætla ekki að lofa því að ég muni flytja fjöll, hljóti ég kosningu, en ég lofa því að ég muni gera mitt allra besta.“

Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar frá 2003 til 2016. Hún gegndi embætti iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og svo embætti efnahagsráðherra frá 2012 til 2013.

Síðan var hún fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í fjár­málaþjónustu frá 2016 til 2022. Í byrjun árs var greint frá því að Katrín væri gengin til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×