Lyon tekur á móti United í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. Onana var brattur í viðtali fyrir leikinn og sagði að United væri með mun sterkara lið en Lyon.
Við það var Matic, sem lék með United á árunum 2017-22 og gekk í raðir Lyon í fyrra, ekki sáttur og svaraði Onana fullum hálsi.
„Ég ber virðingu fyrir öllum. En þegar þú ert einn versti markvörður í sögu Manchester United verðurðu að passa hvað þú segir,“ sagði Matic.
Onana dró í land í færslu á Twitter og sagðist ekki hafa ætlað að sýna Lyon vanvirðingu.
I would never be disrespectful to another club. We know that tomorrow will be a difficult game against a strong opponent.
— Andre Onana (@AndreyOnana) April 9, 2025
We focus on preparing a performance to make our fans proud.
At least I’ve lifted trophies with the greatest club in the world. Some can’t say the same. pic.twitter.com/3easLRIz3d
United keypti Onana frá Inter fyrir rúmar 47 milljónir punda sumarið 2023. Frammistaða hans með Rauðu djöflunum hefur verið misjöfn en hann varð bikarmeistari með þeim á síðasta tímabili.
Leikur Lyon og United hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.