Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 08:02 Tone og Gjert Ingebrigtsen eiga sjö börn. Hann er sakaður um að hafa beitt tvö þeirra, Jakob og Ingrid, ofbeldi. Tone hefur staðið þétt við bakið á sínum manni. Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur.
Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira