Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 11:31 Hér má sjá hluta af frábærum fótboltamönnum sem enn leika sér saman í fótbolta. Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Enda er krikket ekki partur af menningu okkar, á meðan það nálgast því að vera trúarbrögð á Indlandi þaðan sem Kohli kemur. Börn og fullorðnir hittast og spila krikket, horfa á krikket og tala misgáfulega um krikket allan daginn en það hafa flestir skoðun á einhverju sem tengist krikket á Indlandi. Krikket er ekki bara lífstíll þar í landi heldur mikilvægur partur af lífinu sjálfu og menningunni sem mótar þjóðina. Í Dóminíska Lýðveldinu leika börn sér í hafnabolta og dreyma um að spila í MLB og í Suður Kóreu er nær ómögulegt að ná frama í atvinnulífinu án þess að kunna golf. Hrært í öfluga súpu Undanfarna tvo áratugi hafa sprottið upp glæsilegar knattspyrnuakademíur víða um Kína og Bandaríkin þar sem þjálfarar með reynslu úr stórliðum á Spáni, Hollandi og Englandi framkvæma skipulagðar æfingar eftir útpældri aðferðafræði. Þar er allt til alls til að hræra upp í öfluga súpu. Dýrir þjálfarar, fullt af krökkum, nóg af peningum og góð aðstaða. En eitthvað hefur samt vantað upp á. Foreldrar í Kína leggja mesta áherslu á að börn þeirra leggi hart að sér í skóla og í Bandaríkjunum eru fyrirmyndir knattspyrnukrakka oftar en ekki úr NFL eða NBA. Þjóðarsálin skiptir máli Staða íþróttarinnar í þjóðarsálinni getur skipt miklu máli upp á að til verði afreksfólk. Það hefur áhrif á áherslur yfirvalda. Hvert fjármagn og athygli beinist og hvaða minni verða partur af sameiginlegri sögu samfélagsins. Í tíu ár starfaði ég samtals sem þjálfari og yfirþjálfari við knattspyrnudeild Breiðabliks. Rétt áður en ég yfirgaf félagið stýrði ég minni síðustu æfingu í Fífunni og var að ganga frá þegar ég sá hóp af 15-18 ára drengjum leika sér saman í fótbolta. Ég hugsaði til þess að margir þeirra og aðrir félagar þeirra hefðu verið meira og minna að leika sér í fótbolta allan tímann sem ég hafði unnið þarna. Þannig að ég sagði þeim að ég yrði nú að fá að taka eina mynd af þeim til minningar um þá. Þeir eru partur af hópi drengja sem spiluðu í yngri flokkum Breiðabliks og HK fæddir 1998-2004 þar sem 27 leikmenn hafa komist á atvinnumannasamning (þegar þetta er skrifað er 21 leikmaður enn erlendis). Af hverju verða til gullnámur á Akranesi og í Kópavogi? Þegar maður sýnir erlendum aðilum sem vinna í hæfileikamótun þessa tölu eiga þeir bágt með að trúa henni. Því þótt sumir komi heim er nógu erfitt að komast á samning í atvinnumennsku í vinsælustu íþrótt í heimi. Hvað veldur því að til verða gullnámur á borð við knattspyrnuna í Kópavogi og Akranesi sem skilaði einnig langt umfram stærð á sama tímabili? Svarið er svo flókið að það er ómögulegt að benda á eina uppskrift. Það þarf nógu góða aðstöðu til að æfa, nógu góða þjálfara til að leiðbeina, nógu góð lið til að keppa við, nógu mikinn foreldrastuðning, næg tækifæri til að spila og nógu öflugt sviðsljós til að sjást. Allir þessir leikmenn hafa sína einstöku sögu en eins og Kristoffer Henriksen hefur bent á með kenningum sínum um heildræna umhverfisnálgun í hæfileikamótun getur afreksfólk komið hvaðan sem er, en þegar margir koma frá sama stað er eitthvað í umhverfinu ákjósanlegt fyrir árangur. Vinátta og leikgleði En hvað þessa drengi varðar, og út af nálægðinni við þá, langar mig til að benda á þrjá vanmetna þætti þegar rætt er um hæfileikamótun. Vináttu, leikgleði og innri áhugahvöt. Eins og kom fram í síðasta pistli getur kviknað eldur innra með ungum krökkum. Ef þau upplifa það að þau séu að ná framförum, að þau fái að stunda íþróttir með vinum sínum og að þau fái að stýra ferðinni sjálf (sjálfsákvörðunarkenningin). Það sem þessir drengir hafa kennt mér er að vinátta og félagslegar tengingar hafa mikil áhrif á gleðina sem ungmenni fá úr íþróttum og svo innri áhugahvötina sem hvetur þau áfram. Þarna er klárt orsakasamband og það eru margar vel fjármagnaðar úrvalsakademíur erlendis sem skila ekki nærri því jafn miklu og Kópavogur og Akranes til afreksknattspyrnu. Aðrar áherslur í Bandaríkjunum Enda ekki furða þegar maður fær að stíga þar inn. Í bandarískri akademíu leitaði til mín 17 ára drengur sem sagðist vera farinn að hata fótbolta og langaði að hætta. Hann fengi sjaldan tíma til að hitta vini sína, kærustu og ekki einu sinni að fara á lokaball (prom). Þjálfarinn sagði hann ekki hafa hausinn í þetta, kvaddi hann og hélt svo áfram að stýra liðinu sínu í tveimur tveggja tíma æfingum á dag, fimm daga vikunnar og leik um helgi. Allt of oft eru afreksumhverfi hönnuð út frá þörfum þjálfara og veruleika fullorðins afreksíþróttafólks en ekki barna og unglinga. Leiðinlegar æfingar Kollegi sem hefur undanfarin ár starfað við stórar enskar akademíur horfir á æfingar hjá 14-16 ára drengjum og spyr sjálfan sig „hvað höfum við gert þeim?“ Ofurskipulagðar drillur, reglulegar mælingar og mikil leiðsögn geta orðið leiðingjarnar fyrir fullorðið afreksfólk. Þær slökkva hins vegar elda í börnum og unglingum. Enda er lágt hlutfall uppalinna leikmanna í ensku úrvalsdeildinni slíkt að hægt er að velta því fyrir sér til hvers liðin þar eru með akademíur yfirhöfuð? Finnst bara svo gaman í fótbolta Aftur að myndinni sem ég tók af ungu drengjunum í Fífunni. Þar voru þeir að leika sér saman í litlu horni á meðan aðrir flokkar voru með æfingatíma. Þetta gerðu þeir lengi og ítrekað í mörg ár án þess að fullorðnir væru að segja þeim til. Þeir voru til í að stíga inn í æfingar ef þjálfarar báðu um það. Skipti þá engu máli hvort það væri með eldri, yngri eða stúlkum. Þeim fannst bara svo gaman í fótbolta að þeir voru ekki þarna til að æfa heldur byggðist sjálfsmynd þeirra á því að vera fótboltamenn. Þeir mættu á meistaraflokksleiki og leiki vina sinna í öðrum flokkum eða félögum, þeir spiluðu knattspyrnuleiki í tölvunni og horfðu á beinar útsendingar í gríð og erg. Þeir voru að elta eldri drengi í félögum sínum og fyrirmyndir í landsliðinu og erlendum liðum. Þessi samvera og áhugi jók á eldinn í stað þess að slökkva hann. Þættir sem skipta máli Líklega er vandfundinn hópur sem hefur fengið jafn lítið af formlegum afreksæfingum, en meira af frjálsum leik, en þessi. Og svo 4-5 æfingar í viku undir stjórn þjálfara sem höfðu lítil tök á að skipta sér að þeim að öðru leiti en að gefa næga leiðsögn og hvatningu. Nokkrum árum seinna var ég að kenna hópi ungra þjálfara hjá KSÍ á laugardagsmorgni og sýndi þeim myndina. Þá voru margir drengjanna þegar orðnir atvinnumenn erlendis eða leikmenn í efstu deild. Ég hvatti þjálfarana til að huga að þessum þáttum. Leikgleði, vináttu og frjálsum leik. Seinna um daginn fórum við út í Fífuna til að sinna verklegri kennslu á námskeiðinu og hverjir ætli hafi verið þar seinni part á laugardegi nema stór hópur af þessum drengjum. Margir orðnir vel þekktir leikmenn en enn þá saman. Enn þá vinir að leika sér í fótbolta. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Willum Þór Willumsson - 1998 - Breiðablik / BATE Borisov / Go Ahead Eagles / Birmingham / A landslið Alfons Sampsted - 1998 - Breiðablik / Norrköping / Bodö/Glimt / Twente / Birmingham / A landslið Adam Ægir Pálsson - 1998 - Breiðablik (FH) / Perugia Jón Dagur Þorsteinsson - 1998 - HK / Fulham / Vendsyssel / AGF / Leuven / Hertha Berlin / A landslið Sveinn Aron Guðjohnsen - 1998 - HK / Ravenna / Hansa Rostock / Spezia / Elfsborg / A landslið Birkir Valur Jónsson - 1998 - HK / Spartak Tvrna Davíð Ingvarsson - 1999 - Breiðablik (FH) / Kolding Kolbeinn Þórðarson - 2000 - Breiðablik / HK / Lommell / IFK Gautaborg / A landslið Ágúst Eðvald Hlynsson - 2000 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Bröndby / Kolding / Aab Logi Tómasson - 2000 - HK (Víkingur) / Stromgodset / An landslið Brynjólfur Andersen Willumsson - 2000 - Breiðablik / Kristiansund / Groningen / A landslið Þorleifur Úlfarsson - 2000 - Breiðablik / Houston Dynamo / Debrecen Patrik Gunnarsson - 2000 - Breiðablik / Brentford / Viking Stavanger / Kortrijk / A landslið Elías Rafn Ólafsson - 2000 - Breiðablik / FC Midtjylland / A landslið Andri Lucas Guðjohnsen - 2001 - HK / Real Madrid / Lyngby / Gent / A landslið Stefán Ingi Sigurðarson - 2001 - Breiðablik / Patro Eisden / Sandefjord Nikola Djuric - 2001 - Breiðablik (Hvöt) / FC Midtjylland Ólafur Guðmundsson - 2002 - Breiðablik / Aalesund Adam Ingi Benediktsson - 2002 - HK / IFK Gautaborg / Östersunds Andri Fannar Baldursson - 2002 - Breiðablik / Bologna / FCK / Nijmegen / Elfsborg / A landslið Valgeir Valgeirsson - 2002 - HK / Brentford / Örebro Kristian Hlynsson - 2003 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Ajax / A landslið Daniel Dejan Djuric - 2003 - Breiðablik (Hvöt) / Istra / FC Midtjylland Anton Logi Lúðvíksson - 2003 - Breiðablik / Spal / Haugasund Ari Sigurpálsson - 2003 - HK / Bologna / Elfsborg Hlynur Freyr Karlsson - 2004 - Breiðablik / Bologna/ Haugasund / Brommapojkarna Gísli Gottskálk Þórðarson - 2004 - Breiðablik / Bologna / Lech Poznan Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Enda er krikket ekki partur af menningu okkar, á meðan það nálgast því að vera trúarbrögð á Indlandi þaðan sem Kohli kemur. Börn og fullorðnir hittast og spila krikket, horfa á krikket og tala misgáfulega um krikket allan daginn en það hafa flestir skoðun á einhverju sem tengist krikket á Indlandi. Krikket er ekki bara lífstíll þar í landi heldur mikilvægur partur af lífinu sjálfu og menningunni sem mótar þjóðina. Í Dóminíska Lýðveldinu leika börn sér í hafnabolta og dreyma um að spila í MLB og í Suður Kóreu er nær ómögulegt að ná frama í atvinnulífinu án þess að kunna golf. Hrært í öfluga súpu Undanfarna tvo áratugi hafa sprottið upp glæsilegar knattspyrnuakademíur víða um Kína og Bandaríkin þar sem þjálfarar með reynslu úr stórliðum á Spáni, Hollandi og Englandi framkvæma skipulagðar æfingar eftir útpældri aðferðafræði. Þar er allt til alls til að hræra upp í öfluga súpu. Dýrir þjálfarar, fullt af krökkum, nóg af peningum og góð aðstaða. En eitthvað hefur samt vantað upp á. Foreldrar í Kína leggja mesta áherslu á að börn þeirra leggi hart að sér í skóla og í Bandaríkjunum eru fyrirmyndir knattspyrnukrakka oftar en ekki úr NFL eða NBA. Þjóðarsálin skiptir máli Staða íþróttarinnar í þjóðarsálinni getur skipt miklu máli upp á að til verði afreksfólk. Það hefur áhrif á áherslur yfirvalda. Hvert fjármagn og athygli beinist og hvaða minni verða partur af sameiginlegri sögu samfélagsins. Í tíu ár starfaði ég samtals sem þjálfari og yfirþjálfari við knattspyrnudeild Breiðabliks. Rétt áður en ég yfirgaf félagið stýrði ég minni síðustu æfingu í Fífunni og var að ganga frá þegar ég sá hóp af 15-18 ára drengjum leika sér saman í fótbolta. Ég hugsaði til þess að margir þeirra og aðrir félagar þeirra hefðu verið meira og minna að leika sér í fótbolta allan tímann sem ég hafði unnið þarna. Þannig að ég sagði þeim að ég yrði nú að fá að taka eina mynd af þeim til minningar um þá. Þeir eru partur af hópi drengja sem spiluðu í yngri flokkum Breiðabliks og HK fæddir 1998-2004 þar sem 27 leikmenn hafa komist á atvinnumannasamning (þegar þetta er skrifað er 21 leikmaður enn erlendis). Af hverju verða til gullnámur á Akranesi og í Kópavogi? Þegar maður sýnir erlendum aðilum sem vinna í hæfileikamótun þessa tölu eiga þeir bágt með að trúa henni. Því þótt sumir komi heim er nógu erfitt að komast á samning í atvinnumennsku í vinsælustu íþrótt í heimi. Hvað veldur því að til verða gullnámur á borð við knattspyrnuna í Kópavogi og Akranesi sem skilaði einnig langt umfram stærð á sama tímabili? Svarið er svo flókið að það er ómögulegt að benda á eina uppskrift. Það þarf nógu góða aðstöðu til að æfa, nógu góða þjálfara til að leiðbeina, nógu góð lið til að keppa við, nógu mikinn foreldrastuðning, næg tækifæri til að spila og nógu öflugt sviðsljós til að sjást. Allir þessir leikmenn hafa sína einstöku sögu en eins og Kristoffer Henriksen hefur bent á með kenningum sínum um heildræna umhverfisnálgun í hæfileikamótun getur afreksfólk komið hvaðan sem er, en þegar margir koma frá sama stað er eitthvað í umhverfinu ákjósanlegt fyrir árangur. Vinátta og leikgleði En hvað þessa drengi varðar, og út af nálægðinni við þá, langar mig til að benda á þrjá vanmetna þætti þegar rætt er um hæfileikamótun. Vináttu, leikgleði og innri áhugahvöt. Eins og kom fram í síðasta pistli getur kviknað eldur innra með ungum krökkum. Ef þau upplifa það að þau séu að ná framförum, að þau fái að stunda íþróttir með vinum sínum og að þau fái að stýra ferðinni sjálf (sjálfsákvörðunarkenningin). Það sem þessir drengir hafa kennt mér er að vinátta og félagslegar tengingar hafa mikil áhrif á gleðina sem ungmenni fá úr íþróttum og svo innri áhugahvötina sem hvetur þau áfram. Þarna er klárt orsakasamband og það eru margar vel fjármagnaðar úrvalsakademíur erlendis sem skila ekki nærri því jafn miklu og Kópavogur og Akranes til afreksknattspyrnu. Aðrar áherslur í Bandaríkjunum Enda ekki furða þegar maður fær að stíga þar inn. Í bandarískri akademíu leitaði til mín 17 ára drengur sem sagðist vera farinn að hata fótbolta og langaði að hætta. Hann fengi sjaldan tíma til að hitta vini sína, kærustu og ekki einu sinni að fara á lokaball (prom). Þjálfarinn sagði hann ekki hafa hausinn í þetta, kvaddi hann og hélt svo áfram að stýra liðinu sínu í tveimur tveggja tíma æfingum á dag, fimm daga vikunnar og leik um helgi. Allt of oft eru afreksumhverfi hönnuð út frá þörfum þjálfara og veruleika fullorðins afreksíþróttafólks en ekki barna og unglinga. Leiðinlegar æfingar Kollegi sem hefur undanfarin ár starfað við stórar enskar akademíur horfir á æfingar hjá 14-16 ára drengjum og spyr sjálfan sig „hvað höfum við gert þeim?“ Ofurskipulagðar drillur, reglulegar mælingar og mikil leiðsögn geta orðið leiðingjarnar fyrir fullorðið afreksfólk. Þær slökkva hins vegar elda í börnum og unglingum. Enda er lágt hlutfall uppalinna leikmanna í ensku úrvalsdeildinni slíkt að hægt er að velta því fyrir sér til hvers liðin þar eru með akademíur yfirhöfuð? Finnst bara svo gaman í fótbolta Aftur að myndinni sem ég tók af ungu drengjunum í Fífunni. Þar voru þeir að leika sér saman í litlu horni á meðan aðrir flokkar voru með æfingatíma. Þetta gerðu þeir lengi og ítrekað í mörg ár án þess að fullorðnir væru að segja þeim til. Þeir voru til í að stíga inn í æfingar ef þjálfarar báðu um það. Skipti þá engu máli hvort það væri með eldri, yngri eða stúlkum. Þeim fannst bara svo gaman í fótbolta að þeir voru ekki þarna til að æfa heldur byggðist sjálfsmynd þeirra á því að vera fótboltamenn. Þeir mættu á meistaraflokksleiki og leiki vina sinna í öðrum flokkum eða félögum, þeir spiluðu knattspyrnuleiki í tölvunni og horfðu á beinar útsendingar í gríð og erg. Þeir voru að elta eldri drengi í félögum sínum og fyrirmyndir í landsliðinu og erlendum liðum. Þessi samvera og áhugi jók á eldinn í stað þess að slökkva hann. Þættir sem skipta máli Líklega er vandfundinn hópur sem hefur fengið jafn lítið af formlegum afreksæfingum, en meira af frjálsum leik, en þessi. Og svo 4-5 æfingar í viku undir stjórn þjálfara sem höfðu lítil tök á að skipta sér að þeim að öðru leiti en að gefa næga leiðsögn og hvatningu. Nokkrum árum seinna var ég að kenna hópi ungra þjálfara hjá KSÍ á laugardagsmorgni og sýndi þeim myndina. Þá voru margir drengjanna þegar orðnir atvinnumenn erlendis eða leikmenn í efstu deild. Ég hvatti þjálfarana til að huga að þessum þáttum. Leikgleði, vináttu og frjálsum leik. Seinna um daginn fórum við út í Fífuna til að sinna verklegri kennslu á námskeiðinu og hverjir ætli hafi verið þar seinni part á laugardegi nema stór hópur af þessum drengjum. Margir orðnir vel þekktir leikmenn en enn þá saman. Enn þá vinir að leika sér í fótbolta. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Willum Þór Willumsson - 1998 - Breiðablik / BATE Borisov / Go Ahead Eagles / Birmingham / A landslið Alfons Sampsted - 1998 - Breiðablik / Norrköping / Bodö/Glimt / Twente / Birmingham / A landslið Adam Ægir Pálsson - 1998 - Breiðablik (FH) / Perugia Jón Dagur Þorsteinsson - 1998 - HK / Fulham / Vendsyssel / AGF / Leuven / Hertha Berlin / A landslið Sveinn Aron Guðjohnsen - 1998 - HK / Ravenna / Hansa Rostock / Spezia / Elfsborg / A landslið Birkir Valur Jónsson - 1998 - HK / Spartak Tvrna Davíð Ingvarsson - 1999 - Breiðablik (FH) / Kolding Kolbeinn Þórðarson - 2000 - Breiðablik / HK / Lommell / IFK Gautaborg / A landslið Ágúst Eðvald Hlynsson - 2000 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Bröndby / Kolding / Aab Logi Tómasson - 2000 - HK (Víkingur) / Stromgodset / An landslið Brynjólfur Andersen Willumsson - 2000 - Breiðablik / Kristiansund / Groningen / A landslið Þorleifur Úlfarsson - 2000 - Breiðablik / Houston Dynamo / Debrecen Patrik Gunnarsson - 2000 - Breiðablik / Brentford / Viking Stavanger / Kortrijk / A landslið Elías Rafn Ólafsson - 2000 - Breiðablik / FC Midtjylland / A landslið Andri Lucas Guðjohnsen - 2001 - HK / Real Madrid / Lyngby / Gent / A landslið Stefán Ingi Sigurðarson - 2001 - Breiðablik / Patro Eisden / Sandefjord Nikola Djuric - 2001 - Breiðablik (Hvöt) / FC Midtjylland Ólafur Guðmundsson - 2002 - Breiðablik / Aalesund Adam Ingi Benediktsson - 2002 - HK / IFK Gautaborg / Östersunds Andri Fannar Baldursson - 2002 - Breiðablik / Bologna / FCK / Nijmegen / Elfsborg / A landslið Valgeir Valgeirsson - 2002 - HK / Brentford / Örebro Kristian Hlynsson - 2003 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Ajax / A landslið Daniel Dejan Djuric - 2003 - Breiðablik (Hvöt) / Istra / FC Midtjylland Anton Logi Lúðvíksson - 2003 - Breiðablik / Spal / Haugasund Ari Sigurpálsson - 2003 - HK / Bologna / Elfsborg Hlynur Freyr Karlsson - 2004 - Breiðablik / Bologna/ Haugasund / Brommapojkarna Gísli Gottskálk Þórðarson - 2004 - Breiðablik / Bologna / Lech Poznan
Willum Þór Willumsson - 1998 - Breiðablik / BATE Borisov / Go Ahead Eagles / Birmingham / A landslið Alfons Sampsted - 1998 - Breiðablik / Norrköping / Bodö/Glimt / Twente / Birmingham / A landslið Adam Ægir Pálsson - 1998 - Breiðablik (FH) / Perugia Jón Dagur Þorsteinsson - 1998 - HK / Fulham / Vendsyssel / AGF / Leuven / Hertha Berlin / A landslið Sveinn Aron Guðjohnsen - 1998 - HK / Ravenna / Hansa Rostock / Spezia / Elfsborg / A landslið Birkir Valur Jónsson - 1998 - HK / Spartak Tvrna Davíð Ingvarsson - 1999 - Breiðablik (FH) / Kolding Kolbeinn Þórðarson - 2000 - Breiðablik / HK / Lommell / IFK Gautaborg / A landslið Ágúst Eðvald Hlynsson - 2000 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Bröndby / Kolding / Aab Logi Tómasson - 2000 - HK (Víkingur) / Stromgodset / An landslið Brynjólfur Andersen Willumsson - 2000 - Breiðablik / Kristiansund / Groningen / A landslið Þorleifur Úlfarsson - 2000 - Breiðablik / Houston Dynamo / Debrecen Patrik Gunnarsson - 2000 - Breiðablik / Brentford / Viking Stavanger / Kortrijk / A landslið Elías Rafn Ólafsson - 2000 - Breiðablik / FC Midtjylland / A landslið Andri Lucas Guðjohnsen - 2001 - HK / Real Madrid / Lyngby / Gent / A landslið Stefán Ingi Sigurðarson - 2001 - Breiðablik / Patro Eisden / Sandefjord Nikola Djuric - 2001 - Breiðablik (Hvöt) / FC Midtjylland Ólafur Guðmundsson - 2002 - Breiðablik / Aalesund Adam Ingi Benediktsson - 2002 - HK / IFK Gautaborg / Östersunds Andri Fannar Baldursson - 2002 - Breiðablik / Bologna / FCK / Nijmegen / Elfsborg / A landslið Valgeir Valgeirsson - 2002 - HK / Brentford / Örebro Kristian Hlynsson - 2003 - Breiðablik (Þór Ak.) / Norwich / Ajax / A landslið Daniel Dejan Djuric - 2003 - Breiðablik (Hvöt) / Istra / FC Midtjylland Anton Logi Lúðvíksson - 2003 - Breiðablik / Spal / Haugasund Ari Sigurpálsson - 2003 - HK / Bologna / Elfsborg Hlynur Freyr Karlsson - 2004 - Breiðablik / Bologna/ Haugasund / Brommapojkarna Gísli Gottskálk Þórðarson - 2004 - Breiðablik / Bologna / Lech Poznan
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn