Fyrri leikurinn fór fram i kvöld og sænsku stelpurnar unnu 35 maka sigur, 51-16.
Sænska liðið var komið tuttugu mörkum yfir í hálfleik, 28-8. Þrátt fyrir það voru markhæstu leikmenn sænska liðsins bara með fjögur mörk í þessum ótrúlega fyrri hálfleik.
Hin sænsk-íslenska Kristín Þorleifsdóttir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og lét þar við sitja. Markahæstar hjá sænska liðinu voru þær Clara Lerby og Nathalie Hagman með sjö mörk hvor. Átta leikmenn skoruðu fjögur mörk eða fleiri.
Seinni leikur liðanna fer fram á sunnudaginn kemur.