Innlent

Enn ó­vissa á mörkuðum og Krist­rún vill flýta sér hægt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tollastríðið sem nú geisar og er þessa stundina í það minnsta, aðallega á milli Bandaríkjamanna og Kínverja. 

Við förum yfir nýjustu vendingar og heyrum í Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir að allar þessar vendingar sýni að það borgi sig að fara varlega í sakirnar. 

Einnig verður rætt við utanríkisráðherra sem sat í morgun fund í Brussel með kollegum sínum þar sem Úkraínustríðið var til umræðu. 

Og einnig segjum við frá ráðstefnu sem fram fer í dag um stöðu Íslands í hinu alþjóðlega samhengi á breyttum tímum.

Í sportpakka dagsins verður leikur gærkvöldsins á milli Íslands og Ísraels gerður upp og farið yfir úrslitin í körfuboltanum.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×