Innlent

Tveir flutninga­bílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglu hefur ekki borist tilkynning um slys á fólki.
Lögreglu hefur ekki borist tilkynning um slys á fólki. Aðsend

Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandsvegi við Lómagnúp á ellefta tímanum. Í dag. Annar bíllinn valt á hliðina.

Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tilkynning hafi borist lögreglunni klukkan 10:38 í dag. Hann segist ætla að mikill vindur hafi spilað inn í en gul veðurviðvörun er í gildi vegna norðan storms á svæðinu.

Garðar segir lögreglu á leið sinni á slysstað en að í tilkynningunni hafi ekkert komið fram um möguleg slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×