McIlroy vann loksins Mastersmótið í golfi í gær ellefu árum eftir að hann sitt síðasta risamót. Með því hefur hann unnið öll risamótin í golfinu.
McIlroy hefur haldið með Manchester United síðan hann var lítill strákur. En væri nýkrýndi Mastersmeistarinn til í að mæta í græna jakkanum á Old Trafford? Hann var spurður út í það í viðtali eftir Mastersmótið.
„Ef það myndi skila betri frammistöðu hjá þeim inn á vellinum, þá væri það ekki nokkur spurning,“ sagði Rory McIlroy. ESPN segir frá.
McIlroy er eins og fleiri stuðningsmenn United orðnir mjög þreyttir á hverju tapinu á fætur öðru.
Á sama degi og McIlroy tryggði sér græna jakkann þá steinlá Manchester United 4-1 á útivelli á móti Newcastle United. Þetta var fjórtánda deildartap liðsins á leiktíðinni.
Þessi úrslit þýða líka að þrátt fyrir að United eigi sex deildarleiki eftir á tímabilinu þá nægir þeim ekki að vinna alla leikina sem þeir eiga eftir til að koma í veg fyrir að þetta verði versta tímabil félagsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United getur nú mest náð 58 stigum en lægsta stigatala félagsins í ensku úrvalsdeildinni eru 58 stigin sem liðið fékk leiktíðina 2021 til 2022.