Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrir­liða Lyngby

Sindri Sverrisson skrifar
Marcel Römer hefur verið fyrirliði Lyngby í Danmörku um árabil.
Marcel Römer hefur verið fyrirliði Lyngby í Danmörku um árabil. lyngby-boldklub.dk

KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby.

Rømer er 33 ára gamall og hefur verið leiðtogi hjá Lyngby um árabil, meðal annars sem fyrirliði þegar Freyr Alexandersson stýrði liðinu. Rømer hefur í vetur aðeins leikið þrjá leiki í byrjunarliði í dönsku úrvalsdeildinni en áður leikið um 250 leiki í deildinni, með Lyngby, Sönderjyske, Viborg og Køge.

Í tilkynningu frá KA segir að þó að Rømer leiki iðulega á miðri miðjunni geti hann einnig leikið sem miðvörður.

Hann hóf feril sinn í HB Køge þar sem hann braut sér leið inn í meistaraflokkslið félagsins árið 2009. Þar lék hann 98 leiki uns hann gekk í raðir Viborg árið 2013. Þar lék hann í þrjú ár og gekk í kjölfarið í raðir SønderjyskE. Þar lék hann 101 leik áður en hann gekk loks í raðir Lyngby árið 2019. Þá lék Rømer 8 leiki með yngri landsliðum Danmerkur á sínum tíma og gerði í þeim eitt mark.

Næsti leikur KA er í Mjólkurbikarnum á föstudaginn þegar KFA mætir norður á Greifavöllinn. KA-menn eru með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Bestu deildinni, eftir jafntefli við KR en tap gegn Víkingi, en mæta Val á Hlíðarenda á miðvikudaginn eftir viku, í næstu umferð.


Tengdar fréttir

Fyrirliði Freys missti eiginkonu sína

Marcel Römer, fyrirliði danska knattspyrnufélagsins Lyngby, er kominn í leyfi um óákveðinn tíma eftir að eiginkona hans, Cecilie, lést á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×