Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Alþingi Flokkur fólksins Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu er einnig vísað til álita umboðasmanns Alþingis í þessum efnum frá árinu 2010 um að Alþingi taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skal við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Um þetta segir í greinargerð með frumvarpinu: „Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“ Einnig er mikilvægt að horfa til þeirra ákvæða stjórnarskrár að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá liggur fyrir Alþingi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þýðir að gæta þarf að réttindum fatlaðara þegar kemur að menntun. Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla. Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta. Þá er lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þ.m.t. til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér er t.d. átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils. Í ljósi aukins fjölbreytileika nemenda sem fara í framhaldsskóla og áherslu um inngildingu í skólastarfi, er hins vegar stefnt á að tryggja að námsframboð framhaldsskóla endurspegli fjölbreytileika og ólíkar þarfir nemenda á framhaldsskólastigi. Þetta þýðir einfaldlega að framhaldsskólastigið mun axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með þvi að tryggja viðeigandi námsleiðir. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun