Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 15:42 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Mikið hefur gengið á á milli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og stjórnar Harvard háskólans í Bandaríkjunum. Í lok mars sagðist forsetinn vera endurskoða níu milljarða dollara ríkisstyrki til Harvard, og annarra skóla, vegna gyðingaandúð á skólalóðum þeirra. Ásakanir um gyðingaandúð eru vegna mótmæla nemenda skólanna við stríð á milli Ísrael og Hamas. Trump vildi setja skólanum ákveðin skilyrði, til að mynda áttu þau að hætta taka inn nemendur með aðferðum byggðum á jöfnuði og tilkynna alla nemendur sem væri andsnúnir „bandarískum gildum.“ Einnig átti að ráða einhvern sem alríkisstjórninni þætti þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga.“ Stjórnendur skólans neituðu að fara að skilyrðunum og því frysti ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ríkisstyrk skólans. Hann samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Nú hefur ríkisstjórn Trumps hótað að banna Harvard háskólanum að taka inn nemendur af erlendu bergi brotnu. Um 27 prósent nemenda skólans eru ekki frá Bandaríkjunum. Trump hefur einnig hótað því að svipta skólann skattfrelsi sínu frá alríkisskatti. „Háskólinn mun ekki gefa upp sjálfstæði sitt eða stjórnarskrárvarin réttindi hans,“ segir Alan Garber í skilaboðum til nemenda samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Fréttastofa hefur sett sig í samband við nokkra íslenska háskólanemendur í Bandaríkjunum sem ekki treysta sér til að tjá sig opinberlega um málið í ljósi stöðunnar. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Mikið hefur gengið á á milli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og stjórnar Harvard háskólans í Bandaríkjunum. Í lok mars sagðist forsetinn vera endurskoða níu milljarða dollara ríkisstyrki til Harvard, og annarra skóla, vegna gyðingaandúð á skólalóðum þeirra. Ásakanir um gyðingaandúð eru vegna mótmæla nemenda skólanna við stríð á milli Ísrael og Hamas. Trump vildi setja skólanum ákveðin skilyrði, til að mynda áttu þau að hætta taka inn nemendur með aðferðum byggðum á jöfnuði og tilkynna alla nemendur sem væri andsnúnir „bandarískum gildum.“ Einnig átti að ráða einhvern sem alríkisstjórninni þætti þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga.“ Stjórnendur skólans neituðu að fara að skilyrðunum og því frysti ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ríkisstyrk skólans. Hann samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Nú hefur ríkisstjórn Trumps hótað að banna Harvard háskólanum að taka inn nemendur af erlendu bergi brotnu. Um 27 prósent nemenda skólans eru ekki frá Bandaríkjunum. Trump hefur einnig hótað því að svipta skólann skattfrelsi sínu frá alríkisskatti. „Háskólinn mun ekki gefa upp sjálfstæði sitt eða stjórnarskrárvarin réttindi hans,“ segir Alan Garber í skilaboðum til nemenda samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Fréttastofa hefur sett sig í samband við nokkra íslenska háskólanemendur í Bandaríkjunum sem ekki treysta sér til að tjá sig opinberlega um málið í ljósi stöðunnar.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent