Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 14:44 Starfsmenn og stjórnendur borverksins með jarðborinn Óðinn í bakgrunni. Aðsend/Aron Ingi Gestsson Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. „Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma. Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma.
Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira