Fótbolti

Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigur­mark

Sindri Sverrisson skrifar
Chloe Kelly og Lindsey Heaps fara yfir málin í Lundúnum í dag.
Chloe Kelly og Lindsey Heaps fara yfir málin í Lundúnum í dag. Getty/David Price

Lyon tók með sér 2-1 sigur úr fyrri leiknum við Arsenal, fyrir framan rúmlega 40 þúsund áhorfendur á Emirates-leikvanginum, í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í dag.

Það var hin 21 árs gamla Melchie Dumornay, landsliðskona Haítí, sem tryggði Lyon sigur í dag með marki á 82. mínútu.

Hin spænska Mariona Caldentey hafði skömmu áður jafnað metin úr vítaspyrnu fyrir Arsenal, eftir að Kadidiatou Diani kom Lyon yfir í fyrri hálfleik.

Markið frá Diani, sem kom á 17. mínútu, var reyndar upphaflega dæmt af þar sem hún þótti rangstæð en eftir skoðun á myndbandi fékk markið að standa.

Liðin mætast aftur í Frakklandi eftir tíu daga, 29. apríl, og leika þá til þrautar um sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Lissabon 24. maí. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Barcelona og Chelsea en fyrri leikur þeirra er á Spáni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×