Skýrslan sé „full af lygum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 13:57 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira