Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Ari Sverrir Magnússon skrifar 22. apríl 2025 17:16 Fram fann engar leiðir í gegnum vörn gestanna. vísir/anton Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur byrjaði af krafti en strax á fyrstu mínútum leiksins voru Fram komnar í dauðafæri þar sem Aldís Guðlaugsdóttir markmaður FH varði frábærlega frá Murielle Tiernan. Eftir þessa góðu byrjun Fram voru þó FH-ingar betri og héldu boltanum vel og komu sér í nokkur góð færi. Margrét Brynja Kristinsdóttur leikmaður FH var allt í öllu og var við það að koma FH yfir í leiknum á 23 mínútu eftir laglegan sprett upp hægri kantinn en Elaina Carmen La Macchia varði vel frá henni. Stuttu seinna sendi Margrét Brynja boltann inn fyrir vörn Fram þar sem Maya Lauren Hansen var komin ein í gegn en aftur varði Elaina Carmen La Macchia frábærlega. FH náði þó að koma boltanum framhjá Elainu Carmen á 39 mínútu leiksins þegar að Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir. FH komst þá í skyndisókn eftir slappa hornspyrnu Fram og eftir laglegan sprett upp vinstri kantinn hjá Telmu Karen Pálmadóttur þá lagði hún boltann fyrir á Elísu Lönu Sigurjónsdóttur sem setti boltann í netið. FH var því 0-1 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti en FH komst í færi strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þegar Thelma Karen Pálmadóttir átti gott skot á markið eftir fyrirgjöf Ingibjörgu Magnúsdóttur en Elaina varði aftur vel. Í raun voru fyrstu 15 mín seinni hálfleiks einstefna þar sem FH komst trekk í trekk í hættulegar sóknir en gerðu ekki nægilega vel. Á 72 mínútu leiksins dró svo til tíðinda þegar að Maya Lauren Hanses setti boltann í netið með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig eftir að hún hafði leikið vel með boltann. Maya hefði svo getað endanlega út um leikinn á þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en brást bogalistin og setti boltann framhjá markinu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Berglindar Freyju Hlynsdóttur. FH átti eina góða tilraun í viðbót þegar um 5 mínútur voru til leiksloka en þá varði Elaina Carmen enn og aftur frábærlega eftir fast skot frá Erlu Sól Vigfúsdóttur. Lokatölur voru því 0-2 og Fram leitar enn að sínum fyrstu stigum á meðan að FH eru komin með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. Atvik leiksins Það sem stóð upp úr sem atvik leiksins var klárlega varsla Elainu Carmen frá Erlu Sól undir lok leiks. Einnig má þó nefna fyrra mark FH þar sem þær keyrðu upp völlinn á mettíma eftir hornspyrnu Fram. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins Fram megin var klárlega Elaina Carmen La Macchia. Ef það hefði ekki verið fyrir Elainu í markinu hefðu Fram tapað með fleirum mörkum. Miðjan hjá FH var einnig virkilega góð og þá sérstaklega þær Margrét Brynja Kristinsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir. Hornspyrnur leiksins voru ekki góðar í dag. Það virtist ekki skipta máli hvar á vellinum hornspyrnan var eða hver var að taka hana, boltinn endaði tvisvar sinnum í hliðar netinu og í tvígang var boltinn einfaldlega settur ofan á markið. Dómarinn Bríet Bragadóttir átti fínan leik en hefði þó auðveldlega geta gefið FH aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks við markteig en sleppti því. Stemning og umgjörð Veðrið lék við leikmenn allan leikinn og stemningin á Lambhagavelli var nokkuð fín, trommusveit Fram var mætt þó nokkuð fyrir leik og hvöttu sitt lið til dáða. „Vorum bara sjálfum okkur verstar í ákvarðanatökum“ Guðni á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það var margt sem gekk vel eftir brösulega byrjun, Framarar komu sterkar inn í leikinn og við vorum bara sjálfum okkur verstar í ákvarðanatökum. Eftir að við náum að vinna úr því þá komumst við betur og betur inn í þetta og mér fannst bara strax frá fyrstu sekúndu í seinni hálfleik leikurinn vera FH megin og við höfum nánast öll völd á leiknum og unnum þetta sanngjarnt að mínu mati,“ sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH, að leik loknum. FH hefði getað skorað mun fleiri mörk í kvöld en Elaina Carmen La Macchia átti frábæran leik og varði ítrekað frábærlega. Guðni var þó ekki ósáttur með að nýta einungis 2 færi. „Við fengum svo sannarlega færi og stöður og það er bara jákvætt. En hvort það sé 2-0 eða 1-0 eða 5-0 skiptir mig engu máli. 3 stig er það sem öllu máli skiptir og bara gott, nú eru tveir útileikir búnir. Jafntefli og sigur, það er bara áfram gakk og loksins fáum við að spila á Kaplakrikavelli eftir nokkra daga.“ FH eru nú komnar með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni eftir að hafa gert jafntefli við Val í fyrstu umferð og sigur í kvöld gegn Fram. Guðni „Já algjörlega, bara gott að tengja framistöður saman. FH liðið byrjar bara á fínasta blússi og við erum bara klárar í slaginn, og vorum það þegar deildin fór af stað þannig að þetta lítur bara þokkalega út hjá FH liðinu.“ Næsti leikur FH er heimaleikur á Kaplakrikavelli gegn nýliðum FHL, sunnudaginn 27. apríl. „Fyrstu 20 eru okkar eign algjörlega“ Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári Haraldsson var svekktur með að ná ekki meiru úr leik kvöldsins. „Góður andstæðingur sem við spilum á móti, fyrstu 20 eru okkar eign algjörlega, eigum náttúrulega bara að skora en vorum klaufar. Svo tekur erfiður kafli við á 20-25 mínútu og FH eiga restina af hálfleiknum og skora gott mark. Svo í seinni hálfleik þá bara náum við okkur aldrei á strik.“ Óskar var ekki á því að það væri áhyggjuefni hve illa gekk að búa til færi í dag. „Nei, ekki áhyggjuefni. Það er mjög einfalt svar. Eina áhyggjuefnið mitt er í rauninni varðandi það er þessi síðasta sending þetta síðasta touch það vantaði í dag en ég hef séð það áður og maður veit að stelpurnar búa alveg við þeim gæðum, þannig nei hef ekki áhyggjur.“ Elaina Carmen La Mocchia átti stórleik í dag þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk. Óskar hafði aðeins eitt um hana að segja „Hún er besti markmaðurinn í deildinni.“ Besta deild kvenna Fram FH Fótbolti Íslenski boltinn
Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur byrjaði af krafti en strax á fyrstu mínútum leiksins voru Fram komnar í dauðafæri þar sem Aldís Guðlaugsdóttir markmaður FH varði frábærlega frá Murielle Tiernan. Eftir þessa góðu byrjun Fram voru þó FH-ingar betri og héldu boltanum vel og komu sér í nokkur góð færi. Margrét Brynja Kristinsdóttur leikmaður FH var allt í öllu og var við það að koma FH yfir í leiknum á 23 mínútu eftir laglegan sprett upp hægri kantinn en Elaina Carmen La Macchia varði vel frá henni. Stuttu seinna sendi Margrét Brynja boltann inn fyrir vörn Fram þar sem Maya Lauren Hansen var komin ein í gegn en aftur varði Elaina Carmen La Macchia frábærlega. FH náði þó að koma boltanum framhjá Elainu Carmen á 39 mínútu leiksins þegar að Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir. FH komst þá í skyndisókn eftir slappa hornspyrnu Fram og eftir laglegan sprett upp vinstri kantinn hjá Telmu Karen Pálmadóttur þá lagði hún boltann fyrir á Elísu Lönu Sigurjónsdóttur sem setti boltann í netið. FH var því 0-1 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti en FH komst í færi strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þegar Thelma Karen Pálmadóttir átti gott skot á markið eftir fyrirgjöf Ingibjörgu Magnúsdóttur en Elaina varði aftur vel. Í raun voru fyrstu 15 mín seinni hálfleiks einstefna þar sem FH komst trekk í trekk í hættulegar sóknir en gerðu ekki nægilega vel. Á 72 mínútu leiksins dró svo til tíðinda þegar að Maya Lauren Hanses setti boltann í netið með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig eftir að hún hafði leikið vel með boltann. Maya hefði svo getað endanlega út um leikinn á þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en brást bogalistin og setti boltann framhjá markinu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Berglindar Freyju Hlynsdóttur. FH átti eina góða tilraun í viðbót þegar um 5 mínútur voru til leiksloka en þá varði Elaina Carmen enn og aftur frábærlega eftir fast skot frá Erlu Sól Vigfúsdóttur. Lokatölur voru því 0-2 og Fram leitar enn að sínum fyrstu stigum á meðan að FH eru komin með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. Atvik leiksins Það sem stóð upp úr sem atvik leiksins var klárlega varsla Elainu Carmen frá Erlu Sól undir lok leiks. Einnig má þó nefna fyrra mark FH þar sem þær keyrðu upp völlinn á mettíma eftir hornspyrnu Fram. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins Fram megin var klárlega Elaina Carmen La Macchia. Ef það hefði ekki verið fyrir Elainu í markinu hefðu Fram tapað með fleirum mörkum. Miðjan hjá FH var einnig virkilega góð og þá sérstaklega þær Margrét Brynja Kristinsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir. Hornspyrnur leiksins voru ekki góðar í dag. Það virtist ekki skipta máli hvar á vellinum hornspyrnan var eða hver var að taka hana, boltinn endaði tvisvar sinnum í hliðar netinu og í tvígang var boltinn einfaldlega settur ofan á markið. Dómarinn Bríet Bragadóttir átti fínan leik en hefði þó auðveldlega geta gefið FH aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks við markteig en sleppti því. Stemning og umgjörð Veðrið lék við leikmenn allan leikinn og stemningin á Lambhagavelli var nokkuð fín, trommusveit Fram var mætt þó nokkuð fyrir leik og hvöttu sitt lið til dáða. „Vorum bara sjálfum okkur verstar í ákvarðanatökum“ Guðni á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það var margt sem gekk vel eftir brösulega byrjun, Framarar komu sterkar inn í leikinn og við vorum bara sjálfum okkur verstar í ákvarðanatökum. Eftir að við náum að vinna úr því þá komumst við betur og betur inn í þetta og mér fannst bara strax frá fyrstu sekúndu í seinni hálfleik leikurinn vera FH megin og við höfum nánast öll völd á leiknum og unnum þetta sanngjarnt að mínu mati,“ sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH, að leik loknum. FH hefði getað skorað mun fleiri mörk í kvöld en Elaina Carmen La Macchia átti frábæran leik og varði ítrekað frábærlega. Guðni var þó ekki ósáttur með að nýta einungis 2 færi. „Við fengum svo sannarlega færi og stöður og það er bara jákvætt. En hvort það sé 2-0 eða 1-0 eða 5-0 skiptir mig engu máli. 3 stig er það sem öllu máli skiptir og bara gott, nú eru tveir útileikir búnir. Jafntefli og sigur, það er bara áfram gakk og loksins fáum við að spila á Kaplakrikavelli eftir nokkra daga.“ FH eru nú komnar með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni eftir að hafa gert jafntefli við Val í fyrstu umferð og sigur í kvöld gegn Fram. Guðni „Já algjörlega, bara gott að tengja framistöður saman. FH liðið byrjar bara á fínasta blússi og við erum bara klárar í slaginn, og vorum það þegar deildin fór af stað þannig að þetta lítur bara þokkalega út hjá FH liðinu.“ Næsti leikur FH er heimaleikur á Kaplakrikavelli gegn nýliðum FHL, sunnudaginn 27. apríl. „Fyrstu 20 eru okkar eign algjörlega“ Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári Haraldsson var svekktur með að ná ekki meiru úr leik kvöldsins. „Góður andstæðingur sem við spilum á móti, fyrstu 20 eru okkar eign algjörlega, eigum náttúrulega bara að skora en vorum klaufar. Svo tekur erfiður kafli við á 20-25 mínútu og FH eiga restina af hálfleiknum og skora gott mark. Svo í seinni hálfleik þá bara náum við okkur aldrei á strik.“ Óskar var ekki á því að það væri áhyggjuefni hve illa gekk að búa til færi í dag. „Nei, ekki áhyggjuefni. Það er mjög einfalt svar. Eina áhyggjuefnið mitt er í rauninni varðandi það er þessi síðasta sending þetta síðasta touch það vantaði í dag en ég hef séð það áður og maður veit að stelpurnar búa alveg við þeim gæðum, þannig nei hef ekki áhyggjur.“ Elaina Carmen La Mocchia átti stórleik í dag þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk. Óskar hafði aðeins eitt um hana að segja „Hún er besti markmaðurinn í deildinni.“