„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:30 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir skellinn á móti Arsenal. Getty/Florencia Tan Jun Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira