Íslenski boltinn

Ráð­gátan leyst: Ólafur Kristjáns­son hafði rétt fyrir sér

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skjáskot úr leiknum og svo myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.
Skjáskot úr leiknum og svo myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Stöð 2 Sport / X

Stóru ráðgátunni úr leik Aftureldingar og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta hefur nú verið svarað.

Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar, velti fyrir sér hvað leikmaður Aftureldingar hefði eiginlega sett upp í sig þegar sjúkraþjálfari heimaliðsins var á vellinum að sinna einum leikmanni liðsins.

„Takið eftir þessu strákar. Hér er farið ofan í töskuna. Er þetta sem ég held að þetta sé,“ spurði Ríkharð þá Ólaf Kristjánsson og Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðinga þáttarins.

„Þrúgusykur,“ svaraði á meðan Lárus sagðist ekki vita hvað þetta væri. Nú hefur Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, staðfest að um þrúgusykur var að ræða.

Afturelding vann leikinn 1-0 og tryggði sér þar með sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni.


Tengdar fréttir

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn

Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×