Innlent

Strætó og jeppi skullu saman á Reykja­nes­braut

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Vísir

Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd.

Á myndbandinu sést þegar jeppinn skiptir um akrein til vinstri og skiptir svo nánast strax aftur um akrein og fer enn lengra til vinstri. Á akreininni lengst til vinstri var hins vegar strætisvagn á talsverðum hraða og lenti hann aftan á jeppanum.

Eftir áreksturinn gaf jeppinn í og ók í burtu.

Deilt er um það í athugasemdum hvor ökumaðurinn beri ábyrgð á óhappinu.

„Þeir sem halda að strætó sé í órétti og að gefa stefnuljós gefi leyfi til að aka í veg fyrir öðrum  .... hvernig fenguð þið bílpróf?“ segir einn og fær mörg „læk“ á athugasemdina.

„Hvað eru strætóar, rútur, vörubílar, steypubílar og flutningabílar að gera á vinstri akrein eins og í þessu tilviki? Þetta þekkist hvergi í siðmenntuðum löndum, en hér er þetta nánast frekar regla en undantekningar,“ segir annar.

Sjón er sögu ríkari og hægt er að sjá myndbandið hér að neðan. Ekki náðist í fulltrúa Strætó við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×