Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 20:04 Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, ásamt Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum þegar forsetahjónin mættu í opna húsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með sonum sínum og Höllu forseta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með sonum sínum og Höllu forseta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira