Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:00 Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar