Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Ég hugsa oft aftur til bernsku minnar. Litill drengur, sitjandi aftast í skólastofunni. Ég var ekkert sérstaklega góður námsmaður og fannst erfiðast að lesa og þegar kennarinn kallaði mig upp til að lesa upphátt, festist röddin í hálsinum og ég kom ekki upp orði. Nokkrir hlógu en kennarinn reyndi að létta stemminguna, og í minni upplifun brotnaði ég fyrir framan allan bekkinn og innra með mér heyrði ég smell í hurð sem erfitt var að opna aftur. Ég sagði við sjálfan mig „Þetta gerist ekki aftur." Foreldrar mínir unnu mikið og báru áhyggjur eins og oft er á stórum heimilum. Ég lærði snemma að lesa stemminguna og vissi hvenær best var að tala og hvenær ég ætti að hverfa inn í mínar dýpstu hugsanir. Þögnin var stundum öruggari en orðin. Sem barn var ég bæði viðkvæmur og þrjóskur, ég elskaði að syngja og dansa, og dvelja í litríkum heimi söngleikja og drauma. En á sama tíma myndaðist önnur hlið, ég varð uppreisnargjarn, þrjóskaðist gegn reglum og fór eigin leiðir. Foreldrar mínir áttu erfitt með að hemja mig og útivistarbönn voru þeirra helsta úrræði en ég fann alltaf leiðir til að komast hjá þeim. Ég laumaðist út á kvöldin, sveigði reglur og prófaði sífellt mörkin. Ein minning frá þessum árum stendur þó skýrt upp úr. Ég sat í kvikmyndahúsi með eldri strákum sem ég leit upp til. Í sakleysi mínu kallaði ég af innlifun "Passaðu þig!" þegar hetja myndarinnar lenti í hættu. Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði „haltu kjafti, auminginn þinn“ Það var eins og tíminn stöðvaðist, augun fylltust af tárum en enginn fékk að sjá þau. Þarna skelltist hurð sem hefur ómað innra með mér í áraraðir. Viðkvæmnin var lokuð inni í herbergi hugans, og slagbrandur settur fyrir. Kaldhæðni, fjarlægð og afneitun tóku við. Ég taldi mig ekki lengur særanlegan eða þannig sannfærði ég mig. Ég leit stórt á mig á skólaárunum og lét ekki segja mér fyrir verkum, mótmælti og hélt í eigin skoðanir. En undir yfirborðinu bjó ótti. Ótti við að mistakast, við að bregðast. Betra að virðast kærulaus en að reyna og falla. Smám saman fór ég að trúa því sjálfur að þetta væri einfaldlega minn eðlilegi karakter. Unglingsárin voru tími flótta, ég fann félaga sem hugsaði svipað og við grínuðumst með allt sem var raunverulegt og heiðarlegt. Svo komu drykkirnir, fyrst áfengi og svo sterkara. Á meðan áhrifin stóðu yfir fannst mér eins og hurðirnar opnuðust, eins og líf kæmi aftur í herbergi hugans. En þegar allt grín þagnaði var ég fastari en áður. Hegðun sem átti að veita mér frelsi, batt mig enn fastar. Ég valdi aðstæður sem héldu mér í sömu gömlu mynstrunum og uppreisnin sem eitt sinn verndaði mig, varð að fjötrum. Ég hélt áfram að klæðast grímunni ekki vegna styrks, heldur vegna ótta. Í gegnum lífið og með tímanum kviknaði innsýn. Ég áttaði mig á því að stærsta fangelsið var ekki heimurinn í kringum mig, heldur það sem ég ól innra með mér. Fangelsi hugans, byggt úr ótta, skömm og bældum minningum sem ég hafði ég sjálfur smíðað, múrstein fyrir múrstein. Ferðin til frelsis hófst ekki með dramatík heldur með einlægni. Með því að segja "Ég get þetta ekki lengur, viltu hjálpið mér". Að leita hjálpar og horfast í augu við sársaukann og snúa aftur inn í herbergin sem höfðu verið læst svo lengi að ég hafði gleymt þeim. Þar leyndust minningar, mistök og missir, en líka dýrmæt innsýn, tenging og styrkur. Með hverju skrefi fann ég meira rými. Þegar ég sá mynstrin skýrar, missti óttinn vald sitt. Óskapnaðurinn sem hafði vaktað hurðarnar reyndist ekki skrímsli heldur hluti af mér sem aldrei hafði fengið að tala. Í gegnum áratuga ferðalag hef ég hitt ótal manneskjur sem hafa gengið svipaðan veg. Ég sé sársaukann í augum þeirra, stífleika í líkamsstöðunni og þungann á herðum þeirra. Ég sé hann líka í ungmennum sem eru að stíga sömu skref og ég, jafnvel áður en þau hafa fengið raunverulegt tækifæri spreyta sig í lífinu. Öll þekkjum við söguna um Don Kíkóta og ég sé hana svona: Hann sem steig út fyrir ramma hversdagsleikans, barðist við vindmyllur sem hann sá sem risaeðlur og varð að hlátursefni heimsins. En fyrir mér hefur hann alltaf verið eitthvað annað og meira. Hann var maður sem þorði að fylgja hjartanu, jafnvel þótt það virtist fáránlegt. Hann var ekki að flýja raunveruleikann, heldur var hann að skapa sinn eigin sannleika sem hann gat lifað með. Ferðalagið mitt líkist hans á vissan hátt. Ég hef líka barist, ekki við vindmyllur, heldur við skugga, fortíð, sjálfsmyndir sem öðrum fannst kannski ekki raunverulegar, en fyrir mér voru þær ógnvekjandi. Ég stóð oft einn með sverðið í hönd, með hlæjandi heiminn á móti mér, en upplifði að ef ég myndi leggja það frá mér, þá væri ég ekki lengur ég. Kannski er þetta það sem lífið snýst um. Ekki að reyna að vinna allar orrusturnar, heldur að velja þær sem skipta máli. Að halda áfram að mæta í eigið líf dag eftir dag, hurð eftir hurð. Að vera, eins og Don Kíkóti, trúr þeirri sýn sem gefur manni merkingu, styrk og von. Ljósinu sem ég leitaði að fann ég ekki í öðrum, það kviknaði þegar ég hætti að flýja sjálfan mig. Og þegar ég horfi til baka, þá var stærsta skrefið það einfaldasta. Að segja það orð sem opnaði fyrstu hurðina. Hjálp! Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hugsa oft aftur til bernsku minnar. Litill drengur, sitjandi aftast í skólastofunni. Ég var ekkert sérstaklega góður námsmaður og fannst erfiðast að lesa og þegar kennarinn kallaði mig upp til að lesa upphátt, festist röddin í hálsinum og ég kom ekki upp orði. Nokkrir hlógu en kennarinn reyndi að létta stemminguna, og í minni upplifun brotnaði ég fyrir framan allan bekkinn og innra með mér heyrði ég smell í hurð sem erfitt var að opna aftur. Ég sagði við sjálfan mig „Þetta gerist ekki aftur." Foreldrar mínir unnu mikið og báru áhyggjur eins og oft er á stórum heimilum. Ég lærði snemma að lesa stemminguna og vissi hvenær best var að tala og hvenær ég ætti að hverfa inn í mínar dýpstu hugsanir. Þögnin var stundum öruggari en orðin. Sem barn var ég bæði viðkvæmur og þrjóskur, ég elskaði að syngja og dansa, og dvelja í litríkum heimi söngleikja og drauma. En á sama tíma myndaðist önnur hlið, ég varð uppreisnargjarn, þrjóskaðist gegn reglum og fór eigin leiðir. Foreldrar mínir áttu erfitt með að hemja mig og útivistarbönn voru þeirra helsta úrræði en ég fann alltaf leiðir til að komast hjá þeim. Ég laumaðist út á kvöldin, sveigði reglur og prófaði sífellt mörkin. Ein minning frá þessum árum stendur þó skýrt upp úr. Ég sat í kvikmyndahúsi með eldri strákum sem ég leit upp til. Í sakleysi mínu kallaði ég af innlifun "Passaðu þig!" þegar hetja myndarinnar lenti í hættu. Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði „haltu kjafti, auminginn þinn“ Það var eins og tíminn stöðvaðist, augun fylltust af tárum en enginn fékk að sjá þau. Þarna skelltist hurð sem hefur ómað innra með mér í áraraðir. Viðkvæmnin var lokuð inni í herbergi hugans, og slagbrandur settur fyrir. Kaldhæðni, fjarlægð og afneitun tóku við. Ég taldi mig ekki lengur særanlegan eða þannig sannfærði ég mig. Ég leit stórt á mig á skólaárunum og lét ekki segja mér fyrir verkum, mótmælti og hélt í eigin skoðanir. En undir yfirborðinu bjó ótti. Ótti við að mistakast, við að bregðast. Betra að virðast kærulaus en að reyna og falla. Smám saman fór ég að trúa því sjálfur að þetta væri einfaldlega minn eðlilegi karakter. Unglingsárin voru tími flótta, ég fann félaga sem hugsaði svipað og við grínuðumst með allt sem var raunverulegt og heiðarlegt. Svo komu drykkirnir, fyrst áfengi og svo sterkara. Á meðan áhrifin stóðu yfir fannst mér eins og hurðirnar opnuðust, eins og líf kæmi aftur í herbergi hugans. En þegar allt grín þagnaði var ég fastari en áður. Hegðun sem átti að veita mér frelsi, batt mig enn fastar. Ég valdi aðstæður sem héldu mér í sömu gömlu mynstrunum og uppreisnin sem eitt sinn verndaði mig, varð að fjötrum. Ég hélt áfram að klæðast grímunni ekki vegna styrks, heldur vegna ótta. Í gegnum lífið og með tímanum kviknaði innsýn. Ég áttaði mig á því að stærsta fangelsið var ekki heimurinn í kringum mig, heldur það sem ég ól innra með mér. Fangelsi hugans, byggt úr ótta, skömm og bældum minningum sem ég hafði ég sjálfur smíðað, múrstein fyrir múrstein. Ferðin til frelsis hófst ekki með dramatík heldur með einlægni. Með því að segja "Ég get þetta ekki lengur, viltu hjálpið mér". Að leita hjálpar og horfast í augu við sársaukann og snúa aftur inn í herbergin sem höfðu verið læst svo lengi að ég hafði gleymt þeim. Þar leyndust minningar, mistök og missir, en líka dýrmæt innsýn, tenging og styrkur. Með hverju skrefi fann ég meira rými. Þegar ég sá mynstrin skýrar, missti óttinn vald sitt. Óskapnaðurinn sem hafði vaktað hurðarnar reyndist ekki skrímsli heldur hluti af mér sem aldrei hafði fengið að tala. Í gegnum áratuga ferðalag hef ég hitt ótal manneskjur sem hafa gengið svipaðan veg. Ég sé sársaukann í augum þeirra, stífleika í líkamsstöðunni og þungann á herðum þeirra. Ég sé hann líka í ungmennum sem eru að stíga sömu skref og ég, jafnvel áður en þau hafa fengið raunverulegt tækifæri spreyta sig í lífinu. Öll þekkjum við söguna um Don Kíkóta og ég sé hana svona: Hann sem steig út fyrir ramma hversdagsleikans, barðist við vindmyllur sem hann sá sem risaeðlur og varð að hlátursefni heimsins. En fyrir mér hefur hann alltaf verið eitthvað annað og meira. Hann var maður sem þorði að fylgja hjartanu, jafnvel þótt það virtist fáránlegt. Hann var ekki að flýja raunveruleikann, heldur var hann að skapa sinn eigin sannleika sem hann gat lifað með. Ferðalagið mitt líkist hans á vissan hátt. Ég hef líka barist, ekki við vindmyllur, heldur við skugga, fortíð, sjálfsmyndir sem öðrum fannst kannski ekki raunverulegar, en fyrir mér voru þær ógnvekjandi. Ég stóð oft einn með sverðið í hönd, með hlæjandi heiminn á móti mér, en upplifði að ef ég myndi leggja það frá mér, þá væri ég ekki lengur ég. Kannski er þetta það sem lífið snýst um. Ekki að reyna að vinna allar orrusturnar, heldur að velja þær sem skipta máli. Að halda áfram að mæta í eigið líf dag eftir dag, hurð eftir hurð. Að vera, eins og Don Kíkóti, trúr þeirri sýn sem gefur manni merkingu, styrk og von. Ljósinu sem ég leitaði að fann ég ekki í öðrum, það kviknaði þegar ég hætti að flýja sjálfan mig. Og þegar ég horfi til baka, þá var stærsta skrefið það einfaldasta. Að segja það orð sem opnaði fyrstu hurðina. Hjálp! Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar