Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Samfylkingin Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar