Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2021 15:39 Landsliðsmenn Íslands þakka fyrir stuðninginn að loknu Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Það hellirigndi í París þegar Frakkar slógu út Íslendinga í átta liða úrslitum. Getty/Peter Kneffel Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. Óhætt er að segja að viðtal sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir veitti í Ríkissjónvarpinu í gær hafi vakið mikla athygli. Þar greindi hún frá því að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hún stígur fram því hún finnur til ábyrgðar og telur mögulegt að fleiri konur fylgi í kjölfarið. Þær séu líklega alltof margar sem hafi orðið fyrir barðinu á ákveðnum leikmönnum landsliðsins. Fjöldapóstur á starfsfólk KSÍ Haustið og veturinn 2017 var sú saga á vörum margra að umræddur leikmaður væri sakaður um ofbeldi gegn tveimur konum. Árásirnar áttu að hafa verið gerðar að næturlagi á skemmtistaðnum B5 sem þá var í Bankastræti og einkar vinsæll meðal ungu kynslóðarinnar. Afar illa gekk að fá staðfestingu á atburðarásinni. Lögregla veitir engar upplýsingar um rannsóknir kynferðisbrotamála og nefndir þolendur vildu ekki staðfesta árásina eða ræða við fréttastofu. Það var laugardagskvöld í september 2017 sem landsliðsmaður Íslands braut gegn tveimur stúlkum. Málið fór í sáttarferli og greiddi leikmaðurinn konuum milljónir í miskabætur.Vísir/Vilhelm Nú fjórum árum síðar kemur í ljós að tvær konur lögðu sannarlega fram kæru fyrir líkamsárás og kynferðislegt ofbeldi af hendi sama landsliðsmanns umrætt kvöld. Þessu lýsti Þórhildur Gyða í viðtalinu í gær. Leikmaðurinn hefði gripið í klof hennar og sömuleiðis tekið hana hálstaki. Þannig hefði hann líka brotið á annarri konu. Hún hafi fengið áverkavottorð daginn eftir, þær fundið styrk hvor í annarri og kært málið til lögreglu. Ekkert gerðist fyrr en hálfu ári síðar, í mars 2018, þegar faðir Þórhildar sendi fjöldapóst á starfsfólk KSÍ. Yfirskrift póstsins var Ofbeldi og landsliðið í fótbolta eiga enga samleið. Póstinn má sjá í heild að neðan: Ég varð fyrir miklum vonbrigðum um helgina þegar dóttir mín sagði mér að maðurinn sem hún kærði nýlega fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni á skemmtistað í Reykjavík hefði verið valinn aftur í íslenska landsliðð í knattspyrnu. Kæran hefur ekki verið látin niður falla að mér vitanlega. Í ljósi umræðu undanfarinna missera heima og erlendis (mee too) þykir mér vont að þetta sé það sem knattspyrnuhreyfingin hefur til málanna að leggja. Nú má vel vera að viðkomandi sé sterkur kandídat til að senda andstæðinga okkar á HM heim með skottið á milli lappanna en síðast þegar ég heyrði var enginn þeirra með píku til að rífa í og setja leik þeirra þannig úr skorðum. Sé þetta ákvörðun sem ekki verður haggað finnst mér sanngjarnt að ég segi frá því að ég keytpi 2 miða á vináttuleik Íslands og Peru .... fyrir 50.000 stk en hef engan áhuga á því að fara með son minn að sjá manninn sem réðist á systur hans leika sér með bolta. Mun ég þess vegna hafa samband við yfirvöld hér í USA og var menn þar á bæ við að mögulega hættulegur einstaklingur verði á ferð með íslenska landsliðinu hér síðar í mánuðinum. Þetta þykir mér svartur blettur á annars mögulega góðri landkynningu. Sjö starfsmenn á skrifstofu KSÍ, þeirra á meðal Guðni Bergsson formaður og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, fengu póstinn sem einnig var sendur á almennt netfang sambandsins. Ætla má að stór hluti starfsmanna á skrifstofu KSÍ, sem taldi á þeim tíma á þriðja tug, hafi vitað af tölvupóstinum. Fékk svar frá tveimur Guðnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði póstinum og sagðist líta málið mjög alvarlegum augum. Þetta er það fyrsta sem ég heyri af þessu máli og ég vil að þú vitir að ég tek því mjög alvarlega. Ég mun kanna þetta mál strax en ég bið þig vinsamlegast um að nafngreina þann leikmann sem þú ert að vísa til, að öðrum kosti liggja allir leikmenn liðsins undir grun. Við getum rætt málið frekar í kjölfarið. Í framhaldinu segir Þórhildur að Guðni hafi verið í samskiptum við foreldra hennar sem báðu hann um að halda algjöran trúnað gagnvart leikmanninum og öðrum þegar ljóst var að þau væru að ná sátt við leikmanninn. Þau samskipti voru á milli fjölskyldunnar, lögmanns leikmannsins og að lokum við leikmanninn sjálfan. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ síðan í febrúar 2017.Vísir/Daníel Þór Faðir Þórhildar lét ekki þar við sitja. Hann sendi áþekkan póst á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Þórhildur segir föður sinn hafa nafngreint leikmanninn í póstinum til forsetans. Guðni forseti hafi svarað póstinum sem sjá má í heild að neðan. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands" Guðni einlægur og leikmaðurinn spilaði ekki Þórhildur lýsti í viðtalinu á RÚV í gær að Guðni Bergsson hefði verið einlægur í samskiptum sínum við foreldra hennar. Hann hefði brugðist við með því að láta taka leikmanninn úr landsliðshópi KSÍ í því verkefni sem stóð fyrir dyrum í Bandaríkjunum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi föður Þórhildar tölvupóst. Hann sagðist standa frekar með þolendum en gerendum. Hann gæti þó ekki beitt sér sjálfur í málinu.Vísir/Vilhelm Henni hefði hins vegar brugðið að sjá að hann hefur síðan verið valinn í landsliðið, síðast í vikunni fyrir landsleikinn í næstu viku gegn Rúmeníu. „Mér finnst þetta bara komið svolítið gott. Við eigum fullt af efnilegum fótboltamönnum, öðrum en þeim sem hafa beitt ofbeldi. Af því að KSÍ getur ekki bara tekið ábyrgð og viðurkennt það þá finnst mér það enn þá meiri óþarfi að einhvern veginn nudda salti í sárið hjá hver veit hve mörgum þolendum,“ sagði Þórhildur við RÚV. Flugu utan og fengu afsökunarbeiðni frá leikmanninum Tilefni þess að Þórhildur steig fram var ekki að hún telji sig eiga eitthvað óuppgert við umræddan knattspyrnumann. Sá hafi viðurkennt brot sitt á sínum tíma og greitt henni miskabætur, upp á nokkrar milljónir króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Hún hafi þó aldrei samþykkt að þegja yfir málinu þó að það hafi verið lagt til. Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Fram kom í viðtalinu við Þórhildi á RÚV í gær að lögmaður, sem hún taldi vera á vegum KSÍ, hefði boðið henni greiðslu gegn þagnarskyldu. Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að KSÍ hafi boðið peninga gegn þagnarskyldu og áréttuðu það sérstaklega í tilkynningu í gær. Lögmaður á vegum sambandsins hafi aldrei komið að neinu slíku. Í samtali við Vísi í dag segir Þórhildur að Hörður Felix Harðarson lögmaður hafi verið sá sem fyrst var í samskiptum við hana og bauð fé gegn þagnarskyldu. Það hafi verið hennar skilningur á þeim tíma að hann væri ekki aðeins að vinna að málinu fyrir hönd leikmannsins heldur líka sambandið enda hafi hann boðið henni á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ. „Það var okkar upplifun að hann væri á vegum KSÍ,“ segir Þórhildur. Hörður Felix er starfsmaður KSÍ að því leyti að hann á sæti í dómstól KSÍ. Dómstóllinn tekur fyrir kærur í leikjum í íslenskum fótbolta og annað slíkt. Lögmaður KSÍ er Haukur Hinriksson, sem var meðal þeirra sem fékk tölvupóstinn frá föður Þórhildar. „Ég vissi alveg að Hörður væri ekki lögmaðurINN, en það kom þannig út að hann væri á vegum KSÍ,“ segir Þórhildur. Í framhaldinu hafi svo Almar Möller, sem er kollegi Harðar Felix á lögmannsstofunni Mörkin, haft samband og milligöngu um afsökunarbeiðni leikmannsins og greiðslu miskabóta. Lögmennirnir staðfesta báðir við fréttastofu að þeir hafi gætt hagsmuna leikmannsins en ekki KSÍ. Þórhildur staðfestir í samtali við Vísi að konurnar tvær hafi flogið til útlanda og hitt leikmanninn. Sá hafi beðist afsökunar og samþykkt að greiða þeim miskabætur. Í ljósi sáttarinnar hafi málið verið fellt niður hjá lögreglu. Baðst afsökunar á orðum sínum í Kastljósi Tilefni þess að Þórhildur stígur fram var viðtal sem Guðni Bergsson veitti Kastljósi á fimmtudagskvöld. Þar sagði hann að ábendingar um mál af kynferðislegum toga hefðu ekki komið með formlegum hætti inn á borð sambandsins. „Ekki, ekki í raun og veru með formlegum hætti. Við höfum ekki fengið, ekki í raun og veru kvörtun eða einhvers konar ábendingu með það að einhver tiltekinn hafi gerst sekur um kynferðisbrot,“ sagði Guðni í þættinum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í morgun.Vísir/SigurjónÓ Þórhildur sagðist hafa orðið rosalega hissa og fundist svarið vanvirðing við sig og fjölskyldu sína. Þá segir hún að KSÍ hafi líka verið meðvitað um mál hinnar stúlkunnar sem kærði leikmanninn á sama tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu lauk því máli sömuleiðis með greiðslu miskabóta. Guðni baðst í gær afsökunar á svörum sínum í Kastljósþættinum og sagði að sig hefði minnt að mál Þórhildar hefði verið ofbeldisbrot en ekki af kynferðislegum toga eins og spurt hefði verið um. „Það voru mistök og ég biðst velvirðingar á því,“ sagði Guðni. Slúðursaga staðfest fjórum árum síðar Það má því segja að saga, sem mætti kalla slúðursögu frá árinu 2017, hafi loks verið staðfest fjórum árum síðar. Ástæðan var sú að brotaþola var misboðið að lítið væri gert úr alvarlegu máli hennar. En mál hennar er enn eitt málið sem tengist íslenskum knattspyrnumönnum sem ýmist hafa flotið undir yfirborðinu eða eru komin upp á það. Stærsta málið er án nokkurs vafa mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var handtekinn í sumar grunaður um að hafa brotið gegn einstaklingi undir lögaldri. Lögreglan í Manchester hefur lítið sem ekkert viljað tjá sig um málið en Gylfi hefur ekki æft með Everton síðan málið kom upp. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið skærasta stjarna íslenska landsliðsins undanfarin sjö til átta ár. Framtíð hans er óljós í ljósi sakamál sem er til rannsóknar lögreglunnar í Manchester.Vísir/vilhelm Engin yfirlýsing hefur komið frá Gylfa, umboðsmanni hans eða fjölskyldu. Er þess beðið að rannsókn bresku lögreglunnar ljúki. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga meint samskipti Gylfa við unga konu, sem lögregla hefur til rannsóknar, að hafa átt sér stað árið 2017. Sama ár og hinn landsliðsmaðurinn braut gegn konunum tveimur á b5 og greiddi þeim milljónir króna í miskabætur. Sama ár og fyrsta bylgja #metoo skall á landinu, undir áhrifum frá Bandaríkjunum, sem varð til þess að konur úr öllum mögulegum starfstéttum sögðu persónulegar sögur af kynferðislegu ofbeldi. Sakar tvo landsliðsmenn um nauðgun Tvær af skærustu stjörnum íslenska landsliðsins sæta því ýmist rannsókn lögreglu eða hafa greitt þolendum miskabætur vegna brota sinna. Þá hafa tveir reyndir landsliðsmenn til viðbótar verið sakaðir um nauðgun án þess að vera nefndir á nafn. Kona um þrítugt, sem þá var tvítug, greindi frá því undir eigin nafni á Instagram í maí síðastliðnum að tveir íslenskir menn hafi nauðgað sér í útlöndum árið 2010. Þeir hefðu á þeim tíma verið þekktir og annar væri þjóðþekktur í dag. Um er að ræða enn eina stjörnu íslenska landsliðsins. „Ég var búin að drekka áfengi en grunar að einhver hafi sett eitthvað í glasið mitt, gæti hafa verið hvað sem er. Til að gera langa sögu stutta þá ældi ég yfir annan þeirra í leigubílnum á leiðinni á hótelið þeirra, svo aftur í rúmið á hótelinu en þeir létu það ekki stoppa sig og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum.“ Ítrekað verið spurð hvort hún vildi leggja þetta á sig Hún sagði í færslu sinni að ekki liði sá dagur, á þeim ellefu árum sem liðin væru frá atburðinum, að hann kæmi ekki upp í hug hennar. Hún hafi ætlað að kæra, ráðið lögfræðing, farið í skýrslutöku hjá lögreglu. Alls staðar hafi henni verið tjáð að málið væri erfitt þar sem brotið hefði gerst erlendis og orð þeirra tveggja væru gegn henni einni. Hún hafi ítrekað verið spurð hvort hún vildi leggja málið á sig. „Eftir margra mánaða bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega.“ Konan kemur fram undir nafni á samfélagsmiðlum en hún hefur sjálf sterka tengingu við íþróttasamfélagið á Íslandi í gegnum unnusta sinn og barnsföður sem er íþróttamaður í fremstu röð, þó í annarri íþrótt. Frásögn hennar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og sjálf deildi hún henni í hringrás sinni á Instagram í gær og „taggaði" Knattspyrnusamband Íslands með þeim skilaboðum að um væri að ræða ábendingu til KSÍ. Ekki náðist í konuna við vinnslu fréttarinnar. Fleiri sögur krauma Ótaldar eru frásagnir af landsliðsmönnum sem eiga að hafa beitt stafrænu kynferðisofbeldi með dreifingu nektarmynda, eru sakaðir um heimilisofbeldi eða að gangast ekki við börnum sínum. Sögur sem eiga það sameiginlegt með fyrrnefndum sögum að hafa flogið hátt en enginn þolandi stigið fram, enn. Þórhildur segist ekki hafa skrifað undir samkomulag um að þegja yfir brotinu á sínum tíma og verið alveg skýr að ef hún hefði einhvern tímann þörf fyrir að tala um brotið þá myndi hún gera það. Hún geri það nú vegna viðbragða KSÍ en ekki af því hún sé fórnarlamb ofbeldis landsliðsmanns í knattspyrnu. Óhætt er að segja að það sé lægð í Laugardalnum þessa dagana.Vísir/Vilheml „Vegna viðbragða KSÍ og hegðunar KSÍ í tengslum við þær ásetningar sem hafa verið að ganga á þá síðustu daga og vikur. Mér finnst ekki í lagi að koma ekki hrient fram. Mér finnst ábyrgð á mér að stoppa þetta aðeins. Við þurfum aðeins að líta til hliðar. Það hefur verið tilkynnt, þeir hafa fengið ábendingar. Ég er tilbúin að stíga fram og hver veit nema það séu fleiri, sem hafa tilkynnt, og það er verið að koma svona fram við þær líka.“ Þakklát fyrir stuðninginn Þórhildur Gyða segir í samtali við Vísi að viðbrögðin sem hún hafi fengið eftir viðtalið í gær hafi komið henni verulega á óvart. Óhætt er að segja að skilaboðum hafi rignt yfir hana á samfélagsmiðlum. „Ég var aldrei að búast við stuðningnum sem ég fékk og undirtektunum. Það kom mér verulega á óvart,“ segir Þórhildur. Jæja, ég gat bara ekki leyft þessum sirkus KSÍ að halda áfram.— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 27, 2021 Hún segir alveg hafa velt því fyrir sér áður að stíga fram. En viðtal í Kastljósi við formann KSÍ hafi orðið til þess að hún fékk nóg. Hún hafi tekið ákvörðun á stuttum tíma að segja sögu sína og sé sátt við þá ákvörðun. Aðspurð hvort hún hafi heyrt sögur af öðrum landsliðsmönnum og meintum brotum þeirra játar hún því. „Ég held að við séum alltof margar í rauninni. En ég veit svo sem ekkert hversu margar,“ segir Þórhildur Gyða. Kallar eftir afsögn stjórnarinnar í heild Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem verið hefur afar gagnrýninn í garð KSÍ, kallaði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag eftir algjörri uppstokkun hjá KSÍ. Stjórnin stigi til hliðar. Þórhildur segist vera á sömu blaðsíðu. Hún hafi þó ekki verið það fyrr en eftir nýleg viðbrögð frá forystunni. „Mér sýnist algjörlega þurfa nýtt viðhorf þarna inn,“ segir Þórhildur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á forystu KSÍ undanfarna daga. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tekið undir með Hönnu Björgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað faðir Þórhildar formann KSÍ um að halda algjörum trúnaði um málið þegar það var í sáttarferli í mars 2018. Gagnvart umræddum leikmanni og öllum öðrum. Þórhildur finnur að því að þótt málið hafi verið leyst í sátt hafi KSÍ vitað hvers vegna. „Þeir taka meðvitaða ákvörðun um að vera með ofbeldismann í landsliðinu,“ segir Þórhildur en fram kom í viðtalinu við hana í gær að áverkar á henni hefðu verið sýnilegar í tvær til þrjár vikur eftir árásina. Stjórn KSÍ kom saman á fjarfundi í hádeginu til að ræða stöðuna. Guðni Bergsson formaður KSÍ var enn við fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ þegar fréttastofa náði stuttlega af honum tali fyrir birtingu fréttarinnar. KSÍ MeToo Fréttaskýringar Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Óhætt er að segja að viðtal sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir veitti í Ríkissjónvarpinu í gær hafi vakið mikla athygli. Þar greindi hún frá því að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hún stígur fram því hún finnur til ábyrgðar og telur mögulegt að fleiri konur fylgi í kjölfarið. Þær séu líklega alltof margar sem hafi orðið fyrir barðinu á ákveðnum leikmönnum landsliðsins. Fjöldapóstur á starfsfólk KSÍ Haustið og veturinn 2017 var sú saga á vörum margra að umræddur leikmaður væri sakaður um ofbeldi gegn tveimur konum. Árásirnar áttu að hafa verið gerðar að næturlagi á skemmtistaðnum B5 sem þá var í Bankastræti og einkar vinsæll meðal ungu kynslóðarinnar. Afar illa gekk að fá staðfestingu á atburðarásinni. Lögregla veitir engar upplýsingar um rannsóknir kynferðisbrotamála og nefndir þolendur vildu ekki staðfesta árásina eða ræða við fréttastofu. Það var laugardagskvöld í september 2017 sem landsliðsmaður Íslands braut gegn tveimur stúlkum. Málið fór í sáttarferli og greiddi leikmaðurinn konuum milljónir í miskabætur.Vísir/Vilhelm Nú fjórum árum síðar kemur í ljós að tvær konur lögðu sannarlega fram kæru fyrir líkamsárás og kynferðislegt ofbeldi af hendi sama landsliðsmanns umrætt kvöld. Þessu lýsti Þórhildur Gyða í viðtalinu í gær. Leikmaðurinn hefði gripið í klof hennar og sömuleiðis tekið hana hálstaki. Þannig hefði hann líka brotið á annarri konu. Hún hafi fengið áverkavottorð daginn eftir, þær fundið styrk hvor í annarri og kært málið til lögreglu. Ekkert gerðist fyrr en hálfu ári síðar, í mars 2018, þegar faðir Þórhildar sendi fjöldapóst á starfsfólk KSÍ. Yfirskrift póstsins var Ofbeldi og landsliðið í fótbolta eiga enga samleið. Póstinn má sjá í heild að neðan: Ég varð fyrir miklum vonbrigðum um helgina þegar dóttir mín sagði mér að maðurinn sem hún kærði nýlega fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni á skemmtistað í Reykjavík hefði verið valinn aftur í íslenska landsliðð í knattspyrnu. Kæran hefur ekki verið látin niður falla að mér vitanlega. Í ljósi umræðu undanfarinna missera heima og erlendis (mee too) þykir mér vont að þetta sé það sem knattspyrnuhreyfingin hefur til málanna að leggja. Nú má vel vera að viðkomandi sé sterkur kandídat til að senda andstæðinga okkar á HM heim með skottið á milli lappanna en síðast þegar ég heyrði var enginn þeirra með píku til að rífa í og setja leik þeirra þannig úr skorðum. Sé þetta ákvörðun sem ekki verður haggað finnst mér sanngjarnt að ég segi frá því að ég keytpi 2 miða á vináttuleik Íslands og Peru .... fyrir 50.000 stk en hef engan áhuga á því að fara með son minn að sjá manninn sem réðist á systur hans leika sér með bolta. Mun ég þess vegna hafa samband við yfirvöld hér í USA og var menn þar á bæ við að mögulega hættulegur einstaklingur verði á ferð með íslenska landsliðinu hér síðar í mánuðinum. Þetta þykir mér svartur blettur á annars mögulega góðri landkynningu. Sjö starfsmenn á skrifstofu KSÍ, þeirra á meðal Guðni Bergsson formaður og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, fengu póstinn sem einnig var sendur á almennt netfang sambandsins. Ætla má að stór hluti starfsmanna á skrifstofu KSÍ, sem taldi á þeim tíma á þriðja tug, hafi vitað af tölvupóstinum. Fékk svar frá tveimur Guðnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði póstinum og sagðist líta málið mjög alvarlegum augum. Þetta er það fyrsta sem ég heyri af þessu máli og ég vil að þú vitir að ég tek því mjög alvarlega. Ég mun kanna þetta mál strax en ég bið þig vinsamlegast um að nafngreina þann leikmann sem þú ert að vísa til, að öðrum kosti liggja allir leikmenn liðsins undir grun. Við getum rætt málið frekar í kjölfarið. Í framhaldinu segir Þórhildur að Guðni hafi verið í samskiptum við foreldra hennar sem báðu hann um að halda algjöran trúnað gagnvart leikmanninum og öðrum þegar ljóst var að þau væru að ná sátt við leikmanninn. Þau samskipti voru á milli fjölskyldunnar, lögmanns leikmannsins og að lokum við leikmanninn sjálfan. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ síðan í febrúar 2017.Vísir/Daníel Þór Faðir Þórhildar lét ekki þar við sitja. Hann sendi áþekkan póst á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Þórhildur segir föður sinn hafa nafngreint leikmanninn í póstinum til forsetans. Guðni forseti hafi svarað póstinum sem sjá má í heild að neðan. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands" Guðni einlægur og leikmaðurinn spilaði ekki Þórhildur lýsti í viðtalinu á RÚV í gær að Guðni Bergsson hefði verið einlægur í samskiptum sínum við foreldra hennar. Hann hefði brugðist við með því að láta taka leikmanninn úr landsliðshópi KSÍ í því verkefni sem stóð fyrir dyrum í Bandaríkjunum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi föður Þórhildar tölvupóst. Hann sagðist standa frekar með þolendum en gerendum. Hann gæti þó ekki beitt sér sjálfur í málinu.Vísir/Vilhelm Henni hefði hins vegar brugðið að sjá að hann hefur síðan verið valinn í landsliðið, síðast í vikunni fyrir landsleikinn í næstu viku gegn Rúmeníu. „Mér finnst þetta bara komið svolítið gott. Við eigum fullt af efnilegum fótboltamönnum, öðrum en þeim sem hafa beitt ofbeldi. Af því að KSÍ getur ekki bara tekið ábyrgð og viðurkennt það þá finnst mér það enn þá meiri óþarfi að einhvern veginn nudda salti í sárið hjá hver veit hve mörgum þolendum,“ sagði Þórhildur við RÚV. Flugu utan og fengu afsökunarbeiðni frá leikmanninum Tilefni þess að Þórhildur steig fram var ekki að hún telji sig eiga eitthvað óuppgert við umræddan knattspyrnumann. Sá hafi viðurkennt brot sitt á sínum tíma og greitt henni miskabætur, upp á nokkrar milljónir króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Hún hafi þó aldrei samþykkt að þegja yfir málinu þó að það hafi verið lagt til. Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Fram kom í viðtalinu við Þórhildi á RÚV í gær að lögmaður, sem hún taldi vera á vegum KSÍ, hefði boðið henni greiðslu gegn þagnarskyldu. Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að KSÍ hafi boðið peninga gegn þagnarskyldu og áréttuðu það sérstaklega í tilkynningu í gær. Lögmaður á vegum sambandsins hafi aldrei komið að neinu slíku. Í samtali við Vísi í dag segir Þórhildur að Hörður Felix Harðarson lögmaður hafi verið sá sem fyrst var í samskiptum við hana og bauð fé gegn þagnarskyldu. Það hafi verið hennar skilningur á þeim tíma að hann væri ekki aðeins að vinna að málinu fyrir hönd leikmannsins heldur líka sambandið enda hafi hann boðið henni á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ. „Það var okkar upplifun að hann væri á vegum KSÍ,“ segir Þórhildur. Hörður Felix er starfsmaður KSÍ að því leyti að hann á sæti í dómstól KSÍ. Dómstóllinn tekur fyrir kærur í leikjum í íslenskum fótbolta og annað slíkt. Lögmaður KSÍ er Haukur Hinriksson, sem var meðal þeirra sem fékk tölvupóstinn frá föður Þórhildar. „Ég vissi alveg að Hörður væri ekki lögmaðurINN, en það kom þannig út að hann væri á vegum KSÍ,“ segir Þórhildur. Í framhaldinu hafi svo Almar Möller, sem er kollegi Harðar Felix á lögmannsstofunni Mörkin, haft samband og milligöngu um afsökunarbeiðni leikmannsins og greiðslu miskabóta. Lögmennirnir staðfesta báðir við fréttastofu að þeir hafi gætt hagsmuna leikmannsins en ekki KSÍ. Þórhildur staðfestir í samtali við Vísi að konurnar tvær hafi flogið til útlanda og hitt leikmanninn. Sá hafi beðist afsökunar og samþykkt að greiða þeim miskabætur. Í ljósi sáttarinnar hafi málið verið fellt niður hjá lögreglu. Baðst afsökunar á orðum sínum í Kastljósi Tilefni þess að Þórhildur stígur fram var viðtal sem Guðni Bergsson veitti Kastljósi á fimmtudagskvöld. Þar sagði hann að ábendingar um mál af kynferðislegum toga hefðu ekki komið með formlegum hætti inn á borð sambandsins. „Ekki, ekki í raun og veru með formlegum hætti. Við höfum ekki fengið, ekki í raun og veru kvörtun eða einhvers konar ábendingu með það að einhver tiltekinn hafi gerst sekur um kynferðisbrot,“ sagði Guðni í þættinum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í morgun.Vísir/SigurjónÓ Þórhildur sagðist hafa orðið rosalega hissa og fundist svarið vanvirðing við sig og fjölskyldu sína. Þá segir hún að KSÍ hafi líka verið meðvitað um mál hinnar stúlkunnar sem kærði leikmanninn á sama tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu lauk því máli sömuleiðis með greiðslu miskabóta. Guðni baðst í gær afsökunar á svörum sínum í Kastljósþættinum og sagði að sig hefði minnt að mál Þórhildar hefði verið ofbeldisbrot en ekki af kynferðislegum toga eins og spurt hefði verið um. „Það voru mistök og ég biðst velvirðingar á því,“ sagði Guðni. Slúðursaga staðfest fjórum árum síðar Það má því segja að saga, sem mætti kalla slúðursögu frá árinu 2017, hafi loks verið staðfest fjórum árum síðar. Ástæðan var sú að brotaþola var misboðið að lítið væri gert úr alvarlegu máli hennar. En mál hennar er enn eitt málið sem tengist íslenskum knattspyrnumönnum sem ýmist hafa flotið undir yfirborðinu eða eru komin upp á það. Stærsta málið er án nokkurs vafa mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var handtekinn í sumar grunaður um að hafa brotið gegn einstaklingi undir lögaldri. Lögreglan í Manchester hefur lítið sem ekkert viljað tjá sig um málið en Gylfi hefur ekki æft með Everton síðan málið kom upp. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið skærasta stjarna íslenska landsliðsins undanfarin sjö til átta ár. Framtíð hans er óljós í ljósi sakamál sem er til rannsóknar lögreglunnar í Manchester.Vísir/vilhelm Engin yfirlýsing hefur komið frá Gylfa, umboðsmanni hans eða fjölskyldu. Er þess beðið að rannsókn bresku lögreglunnar ljúki. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga meint samskipti Gylfa við unga konu, sem lögregla hefur til rannsóknar, að hafa átt sér stað árið 2017. Sama ár og hinn landsliðsmaðurinn braut gegn konunum tveimur á b5 og greiddi þeim milljónir króna í miskabætur. Sama ár og fyrsta bylgja #metoo skall á landinu, undir áhrifum frá Bandaríkjunum, sem varð til þess að konur úr öllum mögulegum starfstéttum sögðu persónulegar sögur af kynferðislegu ofbeldi. Sakar tvo landsliðsmenn um nauðgun Tvær af skærustu stjörnum íslenska landsliðsins sæta því ýmist rannsókn lögreglu eða hafa greitt þolendum miskabætur vegna brota sinna. Þá hafa tveir reyndir landsliðsmenn til viðbótar verið sakaðir um nauðgun án þess að vera nefndir á nafn. Kona um þrítugt, sem þá var tvítug, greindi frá því undir eigin nafni á Instagram í maí síðastliðnum að tveir íslenskir menn hafi nauðgað sér í útlöndum árið 2010. Þeir hefðu á þeim tíma verið þekktir og annar væri þjóðþekktur í dag. Um er að ræða enn eina stjörnu íslenska landsliðsins. „Ég var búin að drekka áfengi en grunar að einhver hafi sett eitthvað í glasið mitt, gæti hafa verið hvað sem er. Til að gera langa sögu stutta þá ældi ég yfir annan þeirra í leigubílnum á leiðinni á hótelið þeirra, svo aftur í rúmið á hótelinu en þeir létu það ekki stoppa sig og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum.“ Ítrekað verið spurð hvort hún vildi leggja þetta á sig Hún sagði í færslu sinni að ekki liði sá dagur, á þeim ellefu árum sem liðin væru frá atburðinum, að hann kæmi ekki upp í hug hennar. Hún hafi ætlað að kæra, ráðið lögfræðing, farið í skýrslutöku hjá lögreglu. Alls staðar hafi henni verið tjáð að málið væri erfitt þar sem brotið hefði gerst erlendis og orð þeirra tveggja væru gegn henni einni. Hún hafi ítrekað verið spurð hvort hún vildi leggja málið á sig. „Eftir margra mánaða bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega.“ Konan kemur fram undir nafni á samfélagsmiðlum en hún hefur sjálf sterka tengingu við íþróttasamfélagið á Íslandi í gegnum unnusta sinn og barnsföður sem er íþróttamaður í fremstu röð, þó í annarri íþrótt. Frásögn hennar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og sjálf deildi hún henni í hringrás sinni á Instagram í gær og „taggaði" Knattspyrnusamband Íslands með þeim skilaboðum að um væri að ræða ábendingu til KSÍ. Ekki náðist í konuna við vinnslu fréttarinnar. Fleiri sögur krauma Ótaldar eru frásagnir af landsliðsmönnum sem eiga að hafa beitt stafrænu kynferðisofbeldi með dreifingu nektarmynda, eru sakaðir um heimilisofbeldi eða að gangast ekki við börnum sínum. Sögur sem eiga það sameiginlegt með fyrrnefndum sögum að hafa flogið hátt en enginn þolandi stigið fram, enn. Þórhildur segist ekki hafa skrifað undir samkomulag um að þegja yfir brotinu á sínum tíma og verið alveg skýr að ef hún hefði einhvern tímann þörf fyrir að tala um brotið þá myndi hún gera það. Hún geri það nú vegna viðbragða KSÍ en ekki af því hún sé fórnarlamb ofbeldis landsliðsmanns í knattspyrnu. Óhætt er að segja að það sé lægð í Laugardalnum þessa dagana.Vísir/Vilheml „Vegna viðbragða KSÍ og hegðunar KSÍ í tengslum við þær ásetningar sem hafa verið að ganga á þá síðustu daga og vikur. Mér finnst ekki í lagi að koma ekki hrient fram. Mér finnst ábyrgð á mér að stoppa þetta aðeins. Við þurfum aðeins að líta til hliðar. Það hefur verið tilkynnt, þeir hafa fengið ábendingar. Ég er tilbúin að stíga fram og hver veit nema það séu fleiri, sem hafa tilkynnt, og það er verið að koma svona fram við þær líka.“ Þakklát fyrir stuðninginn Þórhildur Gyða segir í samtali við Vísi að viðbrögðin sem hún hafi fengið eftir viðtalið í gær hafi komið henni verulega á óvart. Óhætt er að segja að skilaboðum hafi rignt yfir hana á samfélagsmiðlum. „Ég var aldrei að búast við stuðningnum sem ég fékk og undirtektunum. Það kom mér verulega á óvart,“ segir Þórhildur. Jæja, ég gat bara ekki leyft þessum sirkus KSÍ að halda áfram.— Þórhildur Gyða (@torii_96) August 27, 2021 Hún segir alveg hafa velt því fyrir sér áður að stíga fram. En viðtal í Kastljósi við formann KSÍ hafi orðið til þess að hún fékk nóg. Hún hafi tekið ákvörðun á stuttum tíma að segja sögu sína og sé sátt við þá ákvörðun. Aðspurð hvort hún hafi heyrt sögur af öðrum landsliðsmönnum og meintum brotum þeirra játar hún því. „Ég held að við séum alltof margar í rauninni. En ég veit svo sem ekkert hversu margar,“ segir Þórhildur Gyða. Kallar eftir afsögn stjórnarinnar í heild Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem verið hefur afar gagnrýninn í garð KSÍ, kallaði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag eftir algjörri uppstokkun hjá KSÍ. Stjórnin stigi til hliðar. Þórhildur segist vera á sömu blaðsíðu. Hún hafi þó ekki verið það fyrr en eftir nýleg viðbrögð frá forystunni. „Mér sýnist algjörlega þurfa nýtt viðhorf þarna inn,“ segir Þórhildur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á forystu KSÍ undanfarna daga. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tekið undir með Hönnu Björgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað faðir Þórhildar formann KSÍ um að halda algjörum trúnaði um málið þegar það var í sáttarferli í mars 2018. Gagnvart umræddum leikmanni og öllum öðrum. Þórhildur finnur að því að þótt málið hafi verið leyst í sátt hafi KSÍ vitað hvers vegna. „Þeir taka meðvitaða ákvörðun um að vera með ofbeldismann í landsliðinu,“ segir Þórhildur en fram kom í viðtalinu við hana í gær að áverkar á henni hefðu verið sýnilegar í tvær til þrjár vikur eftir árásina. Stjórn KSÍ kom saman á fjarfundi í hádeginu til að ræða stöðuna. Guðni Bergsson formaður KSÍ var enn við fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ þegar fréttastofa náði stuttlega af honum tali fyrir birtingu fréttarinnar.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum um helgina þegar dóttir mín sagði mér að maðurinn sem hún kærði nýlega fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni á skemmtistað í Reykjavík hefði verið valinn aftur í íslenska landsliðð í knattspyrnu. Kæran hefur ekki verið látin niður falla að mér vitanlega. Í ljósi umræðu undanfarinna missera heima og erlendis (mee too) þykir mér vont að þetta sé það sem knattspyrnuhreyfingin hefur til málanna að leggja. Nú má vel vera að viðkomandi sé sterkur kandídat til að senda andstæðinga okkar á HM heim með skottið á milli lappanna en síðast þegar ég heyrði var enginn þeirra með píku til að rífa í og setja leik þeirra þannig úr skorðum. Sé þetta ákvörðun sem ekki verður haggað finnst mér sanngjarnt að ég segi frá því að ég keytpi 2 miða á vináttuleik Íslands og Peru .... fyrir 50.000 stk en hef engan áhuga á því að fara með son minn að sjá manninn sem réðist á systur hans leika sér með bolta. Mun ég þess vegna hafa samband við yfirvöld hér í USA og var menn þar á bæ við að mögulega hættulegur einstaklingur verði á ferð með íslenska landsliðinu hér síðar í mánuðinum. Þetta þykir mér svartur blettur á annars mögulega góðri landkynningu.
Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands"
KSÍ MeToo Fréttaskýringar Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. 26. ágúst 2021 09:31