Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 20:56 Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að núverandi stjórn Landspítalans hafi átt þátt í að skapa það erfiða ástand sem ríkt hefur lengi á bráðamóttöku spítalans og hafi sýnt að húns sé ekki hæf í að leysa vandann. Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira