Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 16:31 Zayn og Gigi eru sögð hafa hætt saman. Getty/Raymond Hall Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira