Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 10:15 Hannes Þór Halldórsson hefur fengið frábær viðbrögð fyrir sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. Facebook/Hannes Þór Halldórsson Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson leikstjóri hlaut verðlaunin Besta fyrsta mynd leikstjóra (Best Feature Film Debut). Leynilögga er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hannes leikstýrir og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þetta er mikill heiður fyrir Hannes Þór leikstjóra, Pegasus sem framleiðir myndina og alla aðstandendur. Kvikmyndin var opnunarmynd hátíðarinnar sem var haldin hátíðlega á sérstakri gala frumsýningu síðastliðin miðvikudag. Hátíðin birti þessa flottu mynd af Hannesi á leið upp á svið að taka við verðlaununum í gær. Leynilögga hefur fengið mögnuð viðbrögð bæði hér heima og erlendis.Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna fyrstu sýningarhelgina á Íslandi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Hannes segist bæði hamingjusamur og stoltur af teyminu sem kom að þessu verkefni. Búið er að tryggja dreifingu í Þýskalandi þar sem hún verður sýnd í kvikmyndahúsum bæði á íslensku með þýskum texta og talsett á þýsku. Norrænir kvikmyndadagar í Lubeck er ein elsta hefð kvikmynda hátíða í heiminum - fyrst kynnt af Lubeck Kvikmyndaklúbbnum árið 1956 og síðan tekið yfir af Hanseatic borginni í Lubeck 1971. Þetta er eina hátíðin í Þýskalandi, og Evrópu, sem er helguð kynningu á kvikmyndum frá Norður og Norðaustur Evrópu. Hannes Þór var í einlægu viðtali í Einkalífinu í síðustu viku og má horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Algjör stoð og stytta í mínu lífi Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 7. nóvember 2021 10:00 Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. 25. október 2021 11:40 Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson leikstjóri hlaut verðlaunin Besta fyrsta mynd leikstjóra (Best Feature Film Debut). Leynilögga er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hannes leikstýrir og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þetta er mikill heiður fyrir Hannes Þór leikstjóra, Pegasus sem framleiðir myndina og alla aðstandendur. Kvikmyndin var opnunarmynd hátíðarinnar sem var haldin hátíðlega á sérstakri gala frumsýningu síðastliðin miðvikudag. Hátíðin birti þessa flottu mynd af Hannesi á leið upp á svið að taka við verðlaununum í gær. Leynilögga hefur fengið mögnuð viðbrögð bæði hér heima og erlendis.Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna fyrstu sýningarhelgina á Íslandi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Hannes segist bæði hamingjusamur og stoltur af teyminu sem kom að þessu verkefni. Búið er að tryggja dreifingu í Þýskalandi þar sem hún verður sýnd í kvikmyndahúsum bæði á íslensku með þýskum texta og talsett á þýsku. Norrænir kvikmyndadagar í Lubeck er ein elsta hefð kvikmynda hátíða í heiminum - fyrst kynnt af Lubeck Kvikmyndaklúbbnum árið 1956 og síðan tekið yfir af Hanseatic borginni í Lubeck 1971. Þetta er eina hátíðin í Þýskalandi, og Evrópu, sem er helguð kynningu á kvikmyndum frá Norður og Norðaustur Evrópu. Hannes Þór var í einlægu viðtali í Einkalífinu í síðustu viku og má horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Algjör stoð og stytta í mínu lífi Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 7. nóvember 2021 10:00 Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. 25. október 2021 11:40 Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Algjör stoð og stytta í mínu lífi Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 7. nóvember 2021 10:00
Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. 25. október 2021 11:40
Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“