„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 07:23 Það er vitað að Ye á við geðræn vandamál að stríða, sérfræðingar segja það hins vegar ekki afsaka orð hans og gjörðir. Vísir/epa Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira