Fleiri fréttir

Flugmönnum kennt um dauða forsetans

Flugmálayfirvöld í Rússlandi fullyrða að flugmenn flugvélar Lech Kaczynski forseta Póllands sem fórst í apríl á síðasta ári hafi átt sökina. Þeir hafi tekið gífurlega áhættu með fyrrgreindum afleiðingum. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins, hópur þingmanna ásamt seðlabankastjóra landsins. Alls voru 96 um borð í flugvélinni komst engin lífs af.

Þjóðverjar verðlauna Travolta

Bandaríski leikarinn John Travolta hlýtur virt þýsk kvikmyndaverðlaun í ár. Um er að ræða verðlaun í flokki leikara utan Þýskalands.

Enn snjóflóðahætta á Norðurlandi

Veðurstofa Íslands ítrekar ábendingu sem send var í gær um ótrygg snjóalög á Norðurlandi. Áfram er snjóflóðahætta í landshlutanum.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir alfarið frá Þorlákshöfn á morgun. Þetta er gert í ljósi þess að veðurspá fyrir morgundaginn er afar slæm og ölduspá einnig, að því er fram kemur á vef Eimskips.

„Við sluppum vel í þetta sinn“

„Við sluppum vel í þetta sinn“ segir móðir fjórtán mánaða stúlku sem hlaut annars stigs bruna á líkamanum þegar hún hellti yfir sig sjóðandi vatni um síðustu helgi. Stúlkan dvelur enn á barnaspítala Hringsins.

Indefence getur sætt sig við nýju Icesave samningana

Indefence hópurinn getur sætt sig við nýju Icesave samningana ef hið svo kallaða Ragnars Hall ákvæði verður fellt inn í samningana. Það þýddi að taka þyrfti upp viðræður við Breta og Hollendinga á nýjan leik.

Ræðst á næstu dögum

Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við.

Nafnlausir fræðimenn fá tugi milljóna

Ríkisendurskoðun kannar nú kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Í svörum forsætisráðherra við fyrirspurn um málið kemur fram að 30 milljónir hafa verið greiddar til Háskólans en ekki er upplýst hvaða fræðamenn fengu greiðslurnar.

Neitar því að hafa skipt um skoðun um Gjástykki

Umhverfisstofnun taldi fyrir sex árum að fyrirhugaðar rannsóknir Landsvirkjunar í Gjástykki væru ekki líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Nú segir stofnunin hins vegar verulegar líkur á að þær hafi í för með sér talsverð neikvæð áhrif og hvetur til friðlýsingar.

Skólameistari íhugar málaferli vegna auglýsinga Office 1

Formaður bæjarráðs Akureyrar og tveir skólameistarar í bæjarfélaginu voru notaðir í heimildarleysi í auglýsingar Office 1 á Akureyri fyrir jól. Skólameistari MA skoðar nú lagalega stöðu sína. Markaðsstjóri Office 1 segir að um húmor hafi verið að ræða.

Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu.

Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki

Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu.

Öskjuhlíðaskóli og Safamýraskóli sameinaðir

Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila.

Óljóst um afdrif limsins - safnstjóri þögull sem gröfin

„Ég get hvorki játað né neitað þessu,“ svaraði Sigurður Hjartarson, safnstjóri Hins íslenska reðursafns, spurður hvort limur Páls Arasonar, hefði verið afhentur. Viðskiptablaðið greinir frá því á vef sínum að limurinn sé kominn í hendur Sigurðar.

Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust

„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu.

Útlenskar konur sakaðar um málamyndahjónabönd

Útlendingastofnun hefur afturkallað dvalarleyfi þriggja kvenna á þeim grundvelli að þær hafi stofnað til málamyndahjónabanda við íslenskra karla. Konurnar þrjár stefndu útlendingastofnun og íslenska ríkinu vegna ákvörðunarinnar og vilja að hún verði ógild. Fyrirtaka var í málinu í dag.

ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið

Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag.

Fuglar drápust úr ofdrykkju

Íbúum bæjarins Constanta í austanverðri Rúmeníu var brugðið þegar þeir fundu tugi dauðra starra í útjaðri bæjarins um helgina.

Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri.

Forsætisráðherra fetar sig áfram á Facebook

Stjórnmálamenn nýta sér Facebook í auknu mæli til upplýsingagjafar fyrir stuðningsmenn sína og almenning. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er þar engin undantekning. Hún hefur verið með Facebook síðu um langt skeið en segir á síðu sinni í gær að hún ætli að auka notkun hennar.

Kaupmáttur verði að aukast

Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna.

Landsdómur bíður eftir ákæruskjali

Landsdómur hefur enn ekki verið kallaður saman vegna málshöfðunar gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Skrifstofustjóri Hæstaréttar, sem heldur utan um málefni landsdóms þar til starfsmaður verður ráðinn til þess, segir að ekki hafi enn gefist tilefni til þess að kalla landsdóm saman.

Svínaflensudauðsföll í Danmörku

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa látist úr svínaflensu í Árósum í Danmörku. Hvorugur þeirra var talinn í áhættuflokki vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Býður sig fram til formanns VR

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur lýsti yfir framboði til embættis formanns VR á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í félaginu í gær. Kosningarnar verða í mars. Stefán Einar segist taka þessa ákvörðun að vandlega yfirlögðu ráði og eftir áskoranir frá félagsmönnum sem uggandi séu yfir þeirri óeiningu sem ríki innan stjórnar félagsins.

Segir tilgang friðlýsingar Gjástykkis að draga úr líkum á álveri

Oddviti sjálfstæðismanna í Norðurþingi segir tilgang ríkisstjórnarinnar með friðlýsingu Gjástykkis að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Hann segir eðlilegt að sveitarfélögin taki við rannsóknarleyfinu af Landsvirkjun og láti hefja boranir strax í sumar.

Einum of alþýðleg

Danska leyniþjónustan gnístir tönnum yfir Sólrúnu Lökke, eiginkonu Lars Lökke forsætisráðherra. Í Danmörku er talin mikil hætta á hryðjuverkaárásum.

Enn aukast álögur á borgarbúa

Eigendur húsnæðis í Reykjavík geta átt von á hærri álögum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er vegna breytinga á fráveitugjaldi. Breytingarnar hafa í för með sér að fráveitugjaldið mun hér eftir taka mið af stærð húsnæðis, eins og vatnsgjaldið, en ekki fasteignamati eins og hingað til.

Rætt um hvort jafna eigi kosningaréttinn

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands stendur í dag fyrir málstofu þar sem umræðuefnið er hvort jafna eigi kosningaréttinn í landinu að fullu. Frummælendur á málstofunni verða prófessorarnir Dr. Grétar Þór Eyþórsson við Háskólann á Akureyri og Dr. Ólafur Harðarson við Háskóla Íslands.

BSRB kynnir viðsemjendum kröfur sínar

BSRB kynnir samninganefndum ríkisisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga kröfur BSRB í kjarasamningum á fundum í BSRB húsinu í dag. Þar verður farið yfir þau sameiginlegu verkefni í kjarasamningum sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum.

Mótmæla harðlega niðurskurði til Strætó

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur mótmæltu harðlega þeim niðurskurði sem verður á fjárveitingum til Strætó á þessu ári. Sjálfstæðismenn segja að í fjárhagsáætlun borgarinnar séu framlög Reykjavíkur til Strætó bs. skorin niður um rúm 5%, sem hafi kallað á umtalsverða fargjaldahækkun og muni leiða til verulegrar skerðingar

Flóðin í Brisbane: „Staðan er orðin miklu verri en í gær“

„Staðan er orðin miklu verri en í gær. Það er orðið meira vatnsmagn í ánni og búið að loka miðborginni," segir Jón Björnsson sem búsettur er rétt utan við Brisbane í Ástralíu þar sem tólf manns hafa nú látist í flóðunum. Yfir fimmtíu manns er saknað og á fjórða þúsund hafast við í neyðarskýlum.

Friðsæl fyrirtaka níumenninganna - engin mótmæli á erlendri grundu

Fyrirtaka í máli níumenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Héraðsdóms Reykjavíkur var allt með friði og spekt en stuðningsmenn níumenninganna hafa sýnt óánægju sína á réttarhöldunum með því að fjölmenna í dómsal. Dómari hefur áður þurft að vísa mótmælendum út með aðstoð lögreglunnar.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Vegna veðurs verður ekki siglt meira á Landeyjahöfn í dag. Herjólfur leggur af stað til Þorlákshafnar klukkan þrjú og til baka til Vestmannaeyja klukkan sjö.

Læknir Jacksons dreginn fyrir rétt

Læknir poppstjörnunnar Michaels Jackson verður dreginn fyrir rétt en hann er grunaður um að hafa orðið honum að bana. Dómari í Los Angeles ákvað þetta í nótt og er læknirinn, Conrad Murrey, ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Krökkt af hval á loðnumiðunum

Mikið er um hvali, einkum hnúfubaka, norðaustur af landinu og eru þeir að gæða sér á loðnu, í kappi við loðnuskipin á miðunum þar.

Tókst að ná flutningabílnum upp á veg

Fjölmennu björgunarliði tókst undir morgun að koma dráttarbíl og vagni upp á veginn í Bakkaselsbrekku við Öxnadalsheiði, en bíllinn og vagninn ultu út af veginum þar í gærdag.

Sjá næstu 50 fréttir