Fleiri fréttir

Markaðsstjóri Facebook til Íslands

Rick Kelley markaðsstjóri Facebook í Evrópu, miðausturlöndum og Asíu kemur til íslands sem einn lykilræðumanna markaðsráðstefnunnar Reykjavik Internet Marketing Conference eða RIMC sem haldin verður í Smárabíó 11. Mars n.k.

Vinnuslys í Vestmannaeyjum: Bakari og verksmiðjustarfsmaður slösuðust

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var um að ræða slys hjá Gothaab í Nöf þar sem starfsmaður lenti með hönd í flatningsvél með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi og þurfti að sauma 10 spor í höndina til að loka sárinu.

Þakplötur fuku af Vinnslustöðinni

Að morgni 1. febrúar sl. var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi Vinnslustöðvarinnar en björgunaraðilar brugðust skjótt við og náðu að fergja þakplöturnar áður en meira tjón hlaust af.

Hefur mjög góð áhrif á lífsgæði

Blindrafélagið ætlar að hafa forgöngu um smíði á íslenskum talgervli sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum. Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á vélbúnaði, svo sem tölvum, símum, hraðbönkum og mp3-spilurum. Tækið breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er. Blindrafélagið segir verkefnið munu hafa góð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund Íslendinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu eða annarrar fötlunar.

Heimasíða ráðherra hrunin

Heimasíða Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, liggur niðri eftir gabb sem birtist á síðunni fyrr í dag. Þar var búið að birta færslu þar sem einhver tilkynnti um afsögn Árna Páls í hans nafni.

Valtýr hættir sem ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að láta af embætti þann 1. apríl næstkomandi. Hann hefur starfað hjá embættinu eftir rúmlega þrjú ár hjá embættinu. Valtýr segir í samtali við Vísi að hann sé búinn að vinna í opinberri þjónustu í 40 ár og því sé komið nóg. Hann segist þó ekki vera alveg hættur að vinna. „Ég hef gaman af því að vinna og mun gera það áfram,“ segir Valtýr í samtali við Vísi.

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins - óskað eftir tilnefningum

Fréttablaðið skorar á lesendur að senda inn tilnefningar til samfélagsverðlauna blaðsins 2011. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag, jafnt þekktir sem óþekktir einstaklingar eða félagasamtök sem hafa verið öðrum fyrirmynd með gjörðum sínum og athöfnum.

Sagður hafa slegið móðurina við brjóstagjöf: Fær dæturnar út

Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans. Móðirin flúði með stúlkurnar frá Danmörku til Íslands vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem hún segir föður stúlknanna hafa beitt sig. Þá taldi hún börnunum beinlínis stafa hætta af umgengni við föður sinn, að því er segir í dómi, og segir móðirin hann hafa beitt þau ofbeldi.

Skokkari réðist á tólf ára dreng

Tólf ára gamall drengur varð fyrir líkamsárás við Arion banka við Breiðumörk í Hveragerði um klukkan hálfátta í gærkvöldi.

Átta óku undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru átta ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sjö þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag, tveir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 17-49 ára og þrjár konur en þær eru allar í kringum tvítugt. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptur ökuleyfi og einn var á stolnum bíl.

Tíu teknir fyrir ölvunarakstur um helgina

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru níu karlar á aldrinum 21-67 ára og ein kona, 45 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Ekið á hross nærri Landeyjavegi

Ekið var á hross á Landeyjavegi nærri Hvolsvelli á sunnudagskvöldinu. Aflífa varð hrossið sem ekið var á. Fjöldi tilkynninga um lausagöngu dýra, hrossa og nautgripa kom inn til lögreglunnar á Hvolsvelli í vikunni.

Tvær bílveltur nærri Hvolsvelli

Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni til lögreglunnar á Hvolsvelli. Tildrög þeirra má rekja til snjós og hálku á vegum en mikið hefur snjóað. Eins leituðu ökumenn aðstoðar lögreglu og björgunarsveita sem lent höfðu í vandræðum eftir að hafa misst bifreiðar sínar útaf.

Líkbrennslan hitar sundlaugina

Breska sveitarfélagið Redditch leitar nú allra leiða til að spara eins og flest önnur sveitarfélög í heiminum. Ein hugmyndin hefur þó vakið athygli fyrir frumlegheit en ekki eru allir á eitt sáttir. Hún er að nýta umframorkuna sem til verður í líkbrennslu bæjarins til þess að hita upp sundlaugina sem er á næstu lóð.

Slæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum

Það er slæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli. Þar er að hvessa töluvert og töluverðri úrkomu er spáð. Því má búast við mikilli hálku og erfiðu færi.

Króaði vopnaðan ræningja af

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir tilraun til ráns, þjófnað og gripdeildir. Manninum er gefið að sök að hafa í nóvember 2009 farið inn í Háteigskjör í Reykjavík, vopnaður hnífi, ógnað starfsmanni og öskrað: „Þetta er rán, þetta er rán.“

Sjóræningjar ræna olíuskipi

Sjóræningjar hafa ráðist um borð í ítalskt olíuflutningaskip á Indlandshafi og tekið stjórnina af áhöfninni, að því er ítalski sjóherinn segir. Sjóræningjarnir skutu á skipið, sem heitir Savyna Caylin, en það var statt um 800 kílómetra undan ströndum Indlands og um 1300 kílómetra undan ströndum Sómalíu, en flestir sjóræningjar á þessum slóðum koma þaðan.

Óliðlegt hjá borginni að moka ekki eldri borgara út

„Ég hef ekki heyrt svona lagað áður og finnst þetta heldur óliðlegt hjá borginni,“ segir Sigurður Einarsson, framkvæmdarstjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en Vísir greindi frá því í morgun að maður á níræðisaldri væri fastur heima hjá sér eftir að borgin stíflaði innkeyrsluna hans eftir snjómokstur.

Fréttir af afsögn Árna Páls stórlega ýktar

„Fréttir af afsögn minni eru stórlega ýktar,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við starfsmann sinn í ráðuneytinu þegar hann tilkynnti honum að frásagnir af afsögn væru komnar á kreik.

Reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum hóflegar

Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman.

Aldrei fór ég suður verður haldin - stuð mælt í travoltum

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og velunnarar hátíðarinnar blása til opins borgarafundar í sal Edinborgarhússins á Ísafirði á fimmtudagskvöld samkvæmt fréttavef Bæjarins bestu, bb.is.

Heimasíða Árna Páls hökkuð - Segir af sér vegna óánægju

„Ég hef ákveðið að segja af mér vegna vaxandi óánægju í minn garð frá almenningi.“ Svona hljóðar yfirlýsing sem birt er á vefsíðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í dag. Engar fréttir hafa borist af því að til stæði að Árni Páll viki úr ríkisstjórn á næstunni og því verður að teljast víst að hann hafi ekki skrifað færsluna sjálfur.

Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“

Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað.

Borgarstjóri á spítala

Jón Gnarr borgarstjóri fór á spítala í dag og mun vera frá vinnu næstu viku. „Þetta er ekkert alvarlegt og bara búið að standa til lengi. Hann er búinn að vera með þrálátt kvef og þurfti að bregðast við því," segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins.

Ekkert lát á matvælahækkunum

Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO.

Þúsundir enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og krefjast þess að Hosní Mubarak forseti landsins segi af sér nú þegar. Í dag hefst þriðja vika mótmæla í landinu en mótmælendur segjast ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en forsetinn fari frá og hafa hvatt til allsherjar mótmæla í vikunni.

Hvetur til samninga við Alcoa um álver við Húsavík

Bæjarstjóri Norðurþings hvetur til þess að gengið verði til samninga við Alcoa um álver á Bakka. Búið sé að undirbúa það verkefni árum saman og tími til kominn að hefja atvinnuuppbyggingu.

Bjarni segir starfið leggjast vel í sig

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að ráða Bjarna Bjarnason jarðfræðing og verkfræðing forstjóra fyrirtækisins. Hann tekur við starfinu af Helga Þór Ingasyni, sem ráðinn var tímabundið í ágúst 2010. Bjarni tekur til starfa 1. mars. Umsækjendur um starfið voru sextíu talsins og hefur ráðningarferlið staðið frá 28. september.

Bræðslumenn á Austurlandi í verkfall

Mikill meirihluti starfsmanna í báðum fiskimjölsverksmiðjunum í Vestmannaeyjum, í verksmiðjunum sex á Austurlandi og á Akranesi samþykkti tillögu um verkfallsboðun eftir viku. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni.

Bestu íslensku vefirnir - listinn

Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir. Simon Collison afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Tjarnarbíói og voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni, en þetta er í tíunda skipti sem Íslensku Vefverðlaunin eru haldin.

Lárus ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum

Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum. Hann er sakaður um að hafa neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu og flytja sig um set þegar lögreglan stóð fyrir framan Sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi þann 4. nóvember síðastliðinn.

Nokkur þorp enn einangruð eftir að Yasi reið yfir

Fimm dögum eftir að fellibylurinn Yasi reið yfir Queensland í Ástralíu eru enn nokkur þorp og bæir sem björgunarliði hefur enn ekki tekist að komast til. Þrátt fyrir að fáir hafi slasast í veðurhamnum er eyðileggingin gríðarleg og standa björgunarliðar og hermenn í ströngu við að ryðja braki af vegum ríkisins. Áströlsk stjórnvöld hafa varað við því að eyðileggingin af völdum Yasi og flóðanna á dögunum muni koma skýrt fram í efnahagsreikningi Queensland ríkis á fyrsta ársfjórðungi.

Eigendur steinbæjar kæra borgaryfirvöld

„Í mínum huga er þetta ekki steinbær heldur rústir steinbæjar,“ segir Stefán S. Guðjónsson, talsmaður eigenda Klapparstígs 19, sem ekki fá að rífa húsið sem þar stendur til að byggja nýtt.

Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt

„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu."

Lög mögulega brotin með hakakrossspilum

Þýskir saksóknarar rannsaka nú hvort verið sé að brjóta lög þar í landi með spilum sem hafa verið gefin út þar í landi. Um er að ræða spil með myndum af helstu einræðisherrum tuttugustu aldarinnar þar sem hakakrossinn kemur fyrir.

Biðst afsökunar á ummælum um Aratúnsfjölskylduna

Tæplega þrítugur karlmaður hefur beðið Aratúnsfjölskylduna afsökunar á ummælum sem hann lét falla um frétt sem birtist á dv.is á síðasta ári. Fjölskylda, sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ, hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Þessi maður er sá eini sem hefur beðist afsökunar.

Ókeypis fræðsla um Evrópuferli

Mímir-símenntun stendur næstu fimm vikur fyrir fundaröð um samningaferli og aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrsti fundur verður í kvöld í Ofanleiti 2, þar sem formaður samninganefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, greinir frá samningaferlinu almennt séð.

Sjá næstu 50 fréttir