Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“ 8. febrúar 2011 13:00 Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað." Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað."
Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09