Erlent

Líkbrennslan hitar sundlaugina

Breska sveitarfélagið Redditch leitar nú allra leiða til að spara eins og flest önnur sveitarfélög í heiminum. Ein hugmyndin hefur þó vakið athygli fyrir frumlegheit en ekki eru allir á eitt sáttir. Hún er að nýta umframorkuna sem til verður í líkbrennslu bæjarins til þess að hita upp sundlaugina sem er á næstu lóð.

Bæjarstjórnin gerir ráð fyrir að spara tugi þúsunda punda en sumum bæjarbúum finnst hugmyndin hins vegar „sjúk, móðgandi og ónærgætin." Þrátt fyrir það er vinna hafin við að leggja raftaug frá líkbrennslunni og yfir í laugina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×