Fleiri fréttir

Króatar fá aðildardagsetningu í apríl

Viktor Orban, forsætis­ráðherra Ungverjalands, segir að í apríl fái Króatar væntan­lega að vita hvenær þeir geta gengið í Evrópusambandið.

Krefjast samráðs um sameiningaráform

Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar hafa ekki verið hafðir nægilega með í ráðum í yfirstandandi vinnu varðandi sameiningar eða samrekstur innan skólastarfs borgar­innar.

Byggðu tvö snjóhús og grófu göng á milli

Það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni undanfarna daga mörgum til ama, en öðrum til skemmtunar. Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson, sem eru allir tólf ára gamlir, nýttu snjóinn til þess að grafa göng.

Ekki merki um eitrunaráhrif í mjólk og kjöti

Frumathuganir á díóxinmengun í mjólk og kjöti í Skutulsfirði, nálægum fjörðum og á Svínafelli benda ekki til þess að eitrunaráhrif í þessum vörum séu merkjanleg. Haldinn var fundur í samstarfsnefnd um sóttvarnir í gær þar sem rætt var um nýlegar mælingar á díoxínmengun í mjólk og kjöti. Fundinn sátu fulltrúar Matvælastofnunar, Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar. Einnig komu á fundinn sérfræðingar í eiturefnafræðum.

Bræður grunaðir um að kaupa þýfi

Tveir erlendir bræður hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tugum innbrota og þjófnaðarmála.

Björgunarsveitarmenn unnu fram á nótt

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru víða við vinnu fram á nótt í verkefnum sem sköpuðust í óveðrinu sem gekk yfir landið.

Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar

Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller.

Vilja 7-8% launahækkun á þremur árum

Samtök atvinnulífsins vilja gera kjarasamninga til þriggja ára með 7-8% launahækkunum á tímabilinu. Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á fundi samtakanna um launamál og kjaraviðræður á Grand Hotel.

80 stefnuljósatrassar stöðvaðir

Lögreglan stöðvaði 80 ökumenn, sem fóru um Grandatorg í Reykjavík í gær, án þess að nota stefnuljós, en lögreglan leggur nú áherslu á að fylgjast með notkun stefnuljósa í hringtorgum.

Fundað í bræðsludeilunni á morgun

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í loðnubræðslum hafa verið boðaðir til samningafundar á morgun, en að óbreyttu hefst verkfall í loðnubræðslunum í næstu viku.

Ástkona Picassos milljarða virði

Verk eftir spænska stórmálarann Pablo Picasso seldist á uppboði hjá Sothebys í London í gær á 25 milljónir punda, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna.

Óttast að Alessia og Livia séu látnar

Fjölskylda systrana tveggja frá Sviss sem saknað hefur verið frá því faðir þeirra nam þær á brott á dögunum óttast hið versta í málinu.

Geislagleraugu í alla lögreglubíla

Sérstök sólgleraugu til varnar leysigeislum verða senn komin í alla lögreglubíla í Svíþjóð, en tilgangurinn er að verja lögregluþjóna gegn augnskaða sem getur orsakast af bláum og grænum geislum.

Fólk farið að spara einkabílinn

Almenningur virðist vera farinn að draga úr akstri einkabíla, einkum eftir að bensín- og dísilverð fór yfir 200 krónur á lítrann.

Danskur maður myrti börnin sín þrjú

Fjórutíu og fjögurra ára gamall maður skaut þrjú börn sín til bana í bænum Birkeröd á Norður-Sjálandi í Danmörku í nótt. Móðir barnanna hringdi á lögregluna um klukkan fimm í nótt en hún óttaðist um börnin sem gistu hjá föður sínum að því er haft er eftir lögreglunni á vef danska blaðsins Berlingske Tidende.

Ofbeldismaður áfram í haldi

Hæstiréttur hefur staðfest framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni, 24 ára Keflvíkingi sem grunaður er um lífshættulega líkamsárás í Hafnarstræti á nýársnótt.

Verklagi hefur þegar verið breytt

Flugmálastjórn vísar á bug aðdróttunum um að vera handbendi ákveðins flugrekanda enda leitast stofnunin við að veita heimildir í takt við alþjóðlegt verklag í flugréttindum, en veitir hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnis­laga.

Hamas hafnar kosningunum

Palestínustjórn skýrði frá því að kosningar verði haldnar, bæði á Vesturbakkanum og á Gasaströnd, hinn 9. júlí í sumar. Stjórn Hamas-samtakanna á Gasa segir að Palestínustjórnin í Ramallah hafi engan rétt til að efna til þessara kosninga.

Fái bætur fyrir tengiskostnað

Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að taka að sér að reka dómsmál fyrir húseiganda í bænum gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráðið telur að Orkuveitan, sem keypti Hitaveitu Hveragerðis fyrir nokkrum árum, eigi að kosta sérstakan búnað sem húseigendur á vissu svæði í bænum þurfa til að tengjast hitaveitunni.

Hot Springs hótel með áfengi á Heilsuhælinu

„Það er ekki nema von að menn séu hissa á því að verið sé að sækja um vínveitingaleyfi fyrir heilsustofnun,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri NLFÍ hótel sem hefur fengið leyfi til að selja vín á heilsuhælinu í Hveragerði.

Vilja kaupmáttarskerðingu bætta

Krafan um samræmda launastefnu og heildarkjarasamninga undir forystu ASÍ og SA mætir mikilli andstöðu frá forsvarsmönnum og félagsmönnum stéttarfélaga þar sem starfsfólk í útflutningsgreinum er ráðandi. „Nú eru útflutningsgreinarnar að velta sér upp úr peningum,“ segir Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Við viljum eitthvað af þessum peningum til okkar félagsmanna.“

Iðnaðarhúsnæði brann við Bolafót

Mikið tjón varð þegar iðnaðarhús við Bolafót í Njarðvík i Reykjanesbæ, gjör eyilagðist í eldi í nótt. Þar voru þrjú fyrirtæki, og kviknaði eldurinn í húsnæði eins þeirra og barst hratt um allt húsið.

Kurteisi bófinn handtekinn

Lögreglan í Seattle handtók um helgina mann sem er grunaður um rán í kjörbúð og bensínstöð í borginni.

„Loðnubrestur af mannavöldum“

Boðað hefur verið ótímabundið verkfall í nær öllum loðnubræðslum landsins frá næsta þriðjudagskvöldi. Þrjú verkalýðsfélög samþykktu verkfallsboðun í gær með meginþorra atkvæða.

Efast um „alkunna“ ályktun Hæstaréttar

Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik.

Strákar hreyfa sig meira en stelpur

Allt of fá níu og fimmtán ára börn hér á landi hreyfa sig nægjanlega lengi af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern. Drengir virðast hreyfa sig meira en stúlkur og það mælast neikvæð tengsl milli hreyfingar og holdafars íslenskra barna.

Hannes sleppur við 400 milljóna skuld að sinni

Hannes Smárason þarf ekki að sinni að standa skil á 400 milljóna króna skuld, samkvæmt sjálfskuldarábyrgð á láni Glitnis til einkahlutafélags hans. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi um þetta í gær.

Vill láta loka herstöðvum

Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir að þegar Afganar taka sjálfir við umsjón öryggismála verði nauðsynlegt að loka þeim alþjóðlegu herstöðvum, sem sinna einkum uppbyggingar- og þróunarstarfi í sveitum landsins.

Styðja Kristján og segja aðra bera ábyrgðina

Stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir fyllsta trausti á Kristjáni Gunnarssyni til að gegna formennsku í félaginu og harmar þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku í Starfsgreinasambandinu og draga sig út úr störfum fyrir ASÍ og lífeyrissjóðinn Festu.

Íslendingum fjölgar að nýju

Íslendingum fjölgaði um 822 á árinu 2010, en 1. janúar síðastliðinn voru landsmenn 318.452 talsins og hafði fjölgað um 0,3 prósent milli ára, að því er fram kemur í nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fjöldinn hefur þó ekki enn náð hámarkinu sem var árið 2009, þegar 319.368 bjuggu á landinu.

Aldrei fleiri erlendir gestir

Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því að Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð.

Fimm ára féll af tíundu hæð og slapp ómeidd

Fimm ára gömul kínversk stelpa, Ye Zixu, slapp ótrúlega vel þegar hún datt út um gluggann heima hjá sér í borginni Chongqing í Kína. Hún býr á tíundu hæð þannig að fallið niður á götu var um 33 metrar. Stelpan lenti reyndar á skyggni yfir anddyri byggingarinnar og stöðvaðist þar.

Hani stakk mann til bana

Maður sem tók þátt í ólöglegu hanaati í Kalíforníu lést á dögunum þegar haninn hans stakk hann í fótinn. Maðurinn hafði fest beitta hnífa á lappir hanans til þess að útbúa hann fyrir atið. Haninn réðst þá að manninum og stakk hann.

Nokkur útköll - engar fregnir af miklu tjóni

Björgunarsveitir hafa verið í nokkur útköll í kvöld vegna óveðursins sem gengur nú yfir. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Hveragerði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, á Kjalarnesi og Selfossi.

Obama er hættur að reykja

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er alveg hættur að reykja en hann fékk sér síðast sígarettu fyrir ári síðan. Þetta sagði eiginkona hans Michele Obama þegar hún var að kynna heilsuátak sem hún ætlar að fara af stað með.

Harpa fær flygil: Gefendur hefðu orðið jóðlandi glaðir

„Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slíkum dýrgrip og veit að Einar og Knútur hefðu orðið jóðlandi glaðir," segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vinkona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil.

Vegleg blót hjá Íslendingafélögum

„Það hefur bæst við fólk jafnt og þétt síðasta ár, á meðan ég hef verið formaður,“ segir Haraldur Karlsson, formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Starfsemi Íslendingafélaga víða um heim er í miklum blóma um þessar mundir. Haraldur segir stöðuga fjölgun vera í félaginu í Ósló, enda margir Íslendingar sem hafa flust þangað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Það ganga þó ekki allir sem flytja út í félagið.

Innbrot í Gullbúðina upplýst

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Brotin var rúða í versluninni og skartgripum og úrum sem voru í glugganum stolið.

Ávísun á hreyfingu í stað lyfseðla

Hreyfiseðlar hafa í ákveðnum tilvikum tekið við af lyfseðlum í Svíþjóð. Nú hillir einnig undir slíkt fyrirkomulag hérlendis. „Í stað þess að skrifa út lyfseðla eru skrifaðir út hreyfiseðlar sem geta verið mismunandi eftir eðli heilsufarsvandamálsins,“ segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og varaforstöðumaður streiturannsóknarstöðvar í Gautaborg.

Sjá næstu 50 fréttir