Innlent

Mannlausir bílar lentu í árekstri í rokinu

Tveir mannlausir bílar lentu í árekstri í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, þegar hvöss vindhviða feykti þeim saman á svelluðu bílastæði.

Björgunarsveitarmenn í Eyjum þurftu að sinna fimm útköllum frá því að óveðrið skall á rétt fyrir klukkan sex, en um níuleytið í gærkvöldi var það gengið niður. Björgunarsveitir voru líka kallaðar út í Hveragerði, Reykjanesbæ, á Kjalarnesi og Selfossi til að hefta fok, aðstoða vegfarendur og hemja báta í höfnum, en trilla sökk í Hafnarfjarðarhöfn og skemmmtibátur í Vestmannaeyjahöfn.

Um tíma varð að loka Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurofsa, en hann gekk niður þegar leið á kvöldið. Hvergi er vitað um slys eða meiriháttar tjón af völdum veðursins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×