Fleiri fréttir

Ungliðar skoruðu á þingmenn sína

Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að greiða atkvæði gegn Icesave frumvarpinu í auglýsingu sem þeir birta í Morgunblaðinu í dag. Segja ungir sjálfstæðismenn að þeir hafi frá upphafi beitt sér gegn því að samið verði um Icesave.

Formaður UMFN ætti að segja af sér

ormaður UMFÍ segir formann Ungmennafélags Njarðvíkur skyldugan til að segja af sér eftir að dómur taldi sannað að hann hefði áreitt konu kynferðislega. Maðurinn er í leyfi frá starfi sínu hjá Isavia þar til annað verður ákveðið.

Birgitta: Minnir á Saving Iceland

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana.

Verjandinn: Þetta er sorgarsaga

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari.

Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi

Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr.

Ákærðir fyrir barnaklám

Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn fyrir vörslu á barnaklámi. Þeir eru allir ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrsti maðurinn er ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til miðvikudagsins 16. júní 2010, haft í sinni vörslu tvö myndbönd á hörðum diski í turntölvu á heimili sínu, sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Aðstoðuðu fólk á Fjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Egilsstöðum komu fjölmörgum vegfarendum um Fjarðarheiði til hjálpar í gær og fram á kvöld, þar sem þeir sátu fastir í bílum sínum í óveðri.

Bandarískur landamæravörður myrtur í Mexíkó

Bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í gær og annar særður þegar glæpaklíka gerði árás á bíl þeirra í Mexíkó í gær. Mennirnir höfðu verið sendir til landsins til þess að aðstoða þarlend yfirvöld í baráttunni við eiturlyfjagengin sem öllu stjórna í Mexíkó.

Hnúfubakar við Sandgerði - myndir

Nokkrir hnúfubakar sáust frá Sandgerði í gær, og enn betur frá hvalaskoðunarskipinu Eldingu, sem var þar með ferðamenn.

Fundu fíkniefni í Kömbunum

Lögreglan á Selfossi hefur að líkindum varpað skugga á mikið partí einhvernsstaðar á Suðurlandsundirlendinu, þegar hún stöðvaði tvo menn á bíl á leið niður Kambana undir morgun.

Ræddu Icesave fram á nótt

Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarpið stóð langt fram á nótt, en hún hófst á fimmta tímanum í gærdag.

Dæmt í máli níumenninganna í dag

Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008.

Konungur lofar bót og betrun

Þúsundir mótmælenda flykktust inn á aðaltorgið í höfuðborg Barein í gær, á þriðja degi mótmæla sem kostað höfðu tvo menn lífið. Lögreglan hafði tekið harkalega á mótmælendum en í gær brá svo við að Hamid bin Isa al Khalifa, konungur landsins, ávarpaði þjóðina í sjónvarpi, lofaði því að dauðsföllin tvö yrðu rannsökuð og hét því að hraða umbótum í landinu, meðal annars að losa um hömlur á notkun internets og fjölmiðla.

Aukin framlög til að verja kennslustundir

Skólamál Borgaryfirvöld hafa ákveðið að auka fjárheimildir til grunnskólastarfs í borginni um 200 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár. Til greina kemur að fullnýta útsvarsheimildir til að mæta auknum kostnaði.

Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir

„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þings­ályktunar­tillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni.

Hættu við verkfall vegna samstöðubrests

Ekkert varð af verkfalli í loðnubræðslum sem hefjast átti í gærkvöldi. Ástæðurnar eru nokkrar, að sögn Sverris Mars Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls á Austurlandi.

Svandís staðfestir skipulagið eftir dóm

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fundið fyrir meiri stuðningi við sín störf frá almenningi í kjölfar dóms Hæstaréttar um skipulagsmál í Flóahreppi en nokkru sinni áður frá því í REI-málinu í borgarstjórn Reykjavíkur í lok árs 2007.

Vigdís féllst á afsökunarbeiðni Marðar

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, ætlar að fallast á opinbera afsökunarbeiðni Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar Alþingis, og sitja áfram í nefndinni.

Boðar stofnun samtaka Evrópusinnaðara miðjumanna

„Ég hef á undanförnum klukkustundum fengið ótrúleg viðbrögð frá frjálslyndu, Evrópusinnuðu miðjufólki sem leitar eftir vettvangi fyrir sig. Vettvangi sem getur tekið á virkan þátt í framgangi aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Hallur Magnússon. Unnið sé að kanna grundvöll fyrir stofnun nýrra samtaka á miðju íslenskra stjórnmála sem hafi það markmið að vinna að vænlegum aðildarsamningi að Evrópusambandinu. Hallur sagði sig úr Framsóknarflokknum í desember á síðasta ári eftir 25 ára starf. Hann var kosningastjóri flokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 2009.

Bæjarstjórnarfundur hljóðritaður

Til stendur að hljóðrita fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert. „Íbúahreyfingin væntir þess að upptökur af fundum bæjarstjórnar verði framvegis aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins,“ segir Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

Dómur í máli níumenninganna á morgun

Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á morgun. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember 2008.

Tveggja barna móðir fannst stungin til bana í garðinum

Lík breskrar konu sem hafði verið týnd frá því um jólin fannst í gær. Konan var þrítug og átti tvö börn undir fimm ára aldri með eiginmanni sínum. Líkið fannst við heimili fjölskyldunnar í bænum Holmfirth sem er norðaustur af Manchester.

Górillutvíburar komu í heiminn í Rúanda

Górillumamman Kabatwa eignaðist á dögunum tvíbura en slíkt mun vera afar sjaldgæft. Tvíburarnir litlu fæddust þriðja febrúar síðastliðinn á verndarsvæði Górilla í Rúanda. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem tvíburagórillur fæðast í landinu frá því menn fóru að fylgjast með þessum mögnuðu skepnum en síðast gerðist það árið 2004. Górillumæður eignast eitt afkvæmi á fjögurra ára fresti að meðaltali. Górillum á svæðinu hefur fjölgað töluvert á síðustu þrjátíu árum en á tímabili voru dýrin í útrýmingarhættu.

Fréttaskýring: Engin flýtiframkvæmd án veggjalda

Vaðlaheiðargögn eru flýtiframkvæmd sem ekki verður af án veggjalda. Framkvæmdin á ekki að bitna á öðrum verkefnum Vegagerðarinnar. Samfélagskostnaður vegna slysa er margfalt meiri á öðrum vegköflum en þeim sem Vaðlaheiðargöng leysa af hólmi.

Gullsmiður yfirbugaði lambúshettuklædda ræningja

Það var á föstudaginn klukkan fimm sem tveir menn með lambúshettur brutust inn í gullverslun Magnúsar Steinþórssonar. Annar mannana tók Magnús taki meðan hinn reyndi að opna skúffu fulla af peningum.

Guðlaugur Þór vill Icesave í þjóðaratkvæði

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave samninganna. Hann gefur ekki upp hvort hann ætli að greiða atkvæði með nýju samningunum.

Vanvirðing að tala um strákaklíku

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að það sé mikil vanvirðing við hana og aðrar konur í meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins að tala um að strákaklíka sé við völd í Ráðhúsinu. Þetta kom fram í máli Evu í umræðum í borgarstjórn í kvöld en þar vísaði hún til ummæla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Sóleyjar Tómasdóttur, oddviti Vinstri grænna, um strákaklíku við stjórn borgarinnar.

200 myrtir í Suður Súdan

Yfirvöld í Súdan segja að um 200 hafi verið myrtir í suðurhluta landsins í síðustu viku. Flestir hinna myrtu voru óbreyttir borgarar og voru börn þar á meðal. Sumir voru reknir út í ár af uppreisnarmönnum á svæðinu þar sem þeir drukknuðu.

Skiptibókamarkaðirnir mæta þörf

Skiptibókamarkaðir eru ekki ástæðan fyrir slæmri stöðu á markaði fyrir kennslubækur. Það segir Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1, sem er meðal þeirra bóksala sem halda úti skiptibókamarkaði allt árið um kring. Í Fréttablaðinu á laugardag voru áhyggjur bókaútgefenda tíundaðar og sagðist Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, ekki sjá fram á að geta þróað eða gefið út nýjar kennslubækur næstu ár vegna hruns í sölu. Kjartan Örn segir hins vegar að skiptibókamarkaðir verslana séu ekki orsakavaldurinn, og þeir muni alltaf verða til.

Segir krabbamein skárra en aðra erfiða sjúkdóma

„Fyrst að drengurinn minn þurfti að veikjast af svona alvarlegum sjúkdómi þá þakka ég fyrir hann fékk krabbamein en ekki einhvern annan erfiðan sjúkdóm." Þetta segir móðir lítils drengs sem glímir við hvítblæði. Hún segir ástæðuna vera sterkt félag sem heldur vel utan um félagsmenn sína og styður.

Atkvæði greidd um Icesave í upphafi þingfundar

Alþingi mun að öllu óbreyttu samþykkja Icesave frumvarpið sem lög á morgun. Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun.

„Þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar“

Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka.

Segir óþarfi að hækka útsvarið og að borgin standi vel

Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag.

Ánægð með mætingu foreldra við Ráðhúsið

„Við mættum og sýndum afstöðu okkar til niðurskurðarins með því að vera sýnileg," segir Edda Björk Þórðardóttir, formaður samtaka foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík. Samtökin, Börnin okkar, hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman í Ráðhúsið og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar á sama tíma og borgarstjórnarfundur fór fram í dag.

Björgunarsveitir aðstoða ökumenn á Fjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Ísólfi og Héraði hafa verið á Fjarðarheiði frá því um klukkan tvö í dag að aðstoða ökumenn á heiðinni. Ekkert ferðaveður er á svæðinu og hafa nokkrir bílar verið skildir eftir fastir í snjó. Allt hefur þó gengið vel og engin slys hafa orðið á fólki en björgunarsveitarmenn vilja koma því áleiðis að ekkert vit sé í að leggja á heiðina.

„Alþingi á flótta undan þjóðinni er einskis virði“

Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega meðferð Icesave frumvarpsins á Alþingi. Vinnubrögðin veki óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Að mati þingmannanna er Alþingi á flótta undan þjóðinni einskis virði.

Borgin veiti áfram verulegan afslátt á holræsaskatti

Borgarstjórn hefur ákveðið að vísa tillögu um að veita tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af eða niðurfellingu á fráveitugjaldi með sambærilegum hætti og gert hefur verið undanfarin ár til borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn lagði tillöguna fram. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi flokksins, segir borgarstjóra og borgarfulltrúa meirihlutans hafi tekið jákvætt í tillöguna og samþykkt að vísa henni til borgarráðs til frekari skoðunar.

Hætt við að hætta í umhverfisnefnd

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að taka aftur sæti í umhverfisnefnd. Þetta tilkynnti hún í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Fjöldi fólks við Ráðhúsið

Fjöldi fólks kom saman við Ráðhús Reykjavíkur nú síðdegis. Samtök foreldrafélaga leikskóla hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar. Voru skilaboð þessa efnis meðal annars send út á Facebook.

Verkfalli loðnubræðslumanna aflýst

Sameiginleg samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélag hefur í dag samþykkt að aflýsa boðuðu verkfalli í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæðinu.

Þriðja umræða Icesave hafin á þingi

Þriðja umræða um Icesave frumvarpið er hafin á Alþingi en þingmenn ræddu störf þingsins áður en til hennar kom. Afbrigði voru samþykkt svo leggja mætti fram breytingartillögu í málinu sem gerir ráð fyrir því að þjóðin greiði atkvæði um málið að lokum.

Sjá næstu 50 fréttir