Fleiri fréttir

Með öllu óboðlegt að aldraðir fari í bað einu sinni í viku

ViVe - samtök um virkari velferð segja með öllu óboðlegt að aldraðir á stofnununum séu baðaðir einu sinni í viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu í dag. Samtökin lýsa sig reiðubúin að hefja starf með hagsmunaaðilum, stjórnvöldum og öðrum að undirbúningi þess að koma á fót notendastýrðri persónulegri þjónustu við aldraða sem koma megi að miklu leyti í stað þeirrar stofnanavistar sem öldruðum stendur til boða nú. Samtökin segja nóg komið af mannréttindabrotum á öldruðu fólki.

Lög Jóhanns G. gætu verið spiluð áfram á Bylgjunni

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur bannað Bylgjunni að spila lögin sín. Hann er ósáttur við tónlistarstefnu stöðvarinnar. Framkvæmdastjóri dagskrársviðs er undrandi á þessu útspili tónlistarmannsins.

Telja FME geta verið utan Reykjavíkur

„Það er erfitt að finna rök fyrir því að Fjármálaeftirlitinu séu takmörk sett í starfsemi sinni þótt staðsetning þess sé utan tiltekinna póstnúmera í Reykjavík,“ segir bæjarráð Kópavogs, sem lýsti fyrir helgi furðu sinni á auglýsingu eftir húsnæði fyrir Fjármálaeftirlitið.

Mörður biður Vigdísi afsökunar á „harðneskjulegri fundarstjórn“

Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, hefur beðið Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins sem með honum í umhverfisnefnd, afsökunar. Mörður óskaði eftir orðinu á þingfundi fyrir stundu þar sem hann sagðist vilja ræða um fregnir morgunsins þar sem Vigdís sagðist óska þess að víkja sæti í umhverfisnefnd þar sem hún gæti ekki starfað með Merði. „Ég hef beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn í morgun," sagði Mörður í pontu. Hann vildi þó taka fram að hann telur orð Vigdísar um að hann geri upp á milli nefndarmanna vera vanhugsuð, en hún sagði Mörð koma misjafnlega fram við fulltrúa eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þá sagðist Mörður vonast til að atvik af þessu tagi raski ekki starfi þingsins og vonar að Vigdís endurskoði ákvörðun sína um að víkja úr umhverfisnefnd.

Um 12% nauðgunarmála enda með dómi

Alls voru 368 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2008. Þar af voru 68 nauðganir og 33 misneytingar. Flest atvikin, eða 71%, áttu sér stað árið sem brotið var tilkynnt, en 13% árið 2007 og 16% á árunum 1971-2006.

Bæjarábyrgð fyrir verktaka ólögleg segir í lögfræðiáliti

Mosfellsbær braut sveitarstjórnarlög með því að taka við víxlum sem greiðslu fyrir skuld verktaka og með því að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir verktakann. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæjarráð. Mosfellsbær gerði árið 2006 samstarfssamning við forvera Helgafellsbygginga ehf. um uppbyggingu í Helgafellslandi. Verktakinn átti að greiða bænum 700 þúsund krónur fyrir hverja byggða íbúð og átti að lágmarki að borga fyrir 1.020 íbúðir. Heildargreiðslan átti því að verða minnst 714 milljóir króna.

Menntamálaráðherra skrifar fræðigrein um Arnald Indriðason

Fræðigrein eftir Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra um bækur Arnaldar Indriðasonar birtist í bókinni European Crime Fictions: Scandinavian Crime Fiction sem kom út rétt fyrir síðustu mánaðamót. Katrín segist bíða spennt eftir að sjá verkið, þegar Vísir innti hana eftir viðbrögðum við ritinu. Það sé mjög hátíðlegt að sjá fræðigrein eftir sjálfa sig.

Hvattir til að sækja leikskólabörnin fyrr í dag

Foreldrar leikskólabarna eru hvattir til að mæta á samstöðufund við Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan fjögur tl að sýna samstöðu gegn frekari niðurskurði í leikskólum borgarinnar.

Björn Jörundur kynnir á Eddunni

„Ég er að byrja að teikna þetta upp,“ segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2.

25 ára afmæli Frostaskjóls fagnað

Um 500 manns fögnuðu þegr haldið var upp á 25 ára afmæli Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls í gær. Börn í þriðja og fjórða bekk í Vesturbæ voru með leik- og söngatriði og unglingar úr félagsmiðstöðinni Frosta voru með ýmis atriði.

BÍ: „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela“

„Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi."

Yfirvinnubann raskaði flugumferð

Röskun varð á fjórum áætlunarferðum Flugfélags Íslands vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra sem tók gildi klukkan átta í gærkvöldi.

Já Ísland: Fimm Evrópusamtök sameina krafta sína

Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara ÍSland og Ungir Evrópusinnar hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkinu JÁ Ísland. Markmiðið er að efla vandaða og yfirvegaða umræðu um Evrópusambandið og aðild Íslands að því.

Loðnuskip enn á veiðum

Nokkur loðnuskip stunda loðnuveiðar enn af fullum krafti þrátt fyrir boðað verkfall í loðnuverksmiðjum í kvöld, í von um að losna við aflann í þær tvær verksmiðjur, sem verkfallið nær ekki til. Það eru Loðnuskip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Samherja á Akureyri og Sídlarvinnslunnar í Neskaupstað sem halda veiðunum ótrauð áfram, en önnnur skip eru hætt.

Icesave á endaspretti í þinginu

Þriðja umræða á Alþingi um Icesave frumvarpið hefst í dag. Gert er ráð fyrir því að atkvæði verði greidd um málið fyrir helgi. Átján þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ökumenn ekki nógu sleipir á svellinu

Allnokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og fram eftir kvöldi. Flest þeirra má rekja til hálku sem myndaðist í umdæminu, ekki síst í úthverfum. Eftir því sem næst verður komist voru meiðsli á fólki minniháttar en eignatjón talsvert í einhverjum tilvikum. Þótt veðurútlitið sé nú ágætt eru ökumenn hvattir til að aka varlega enda getur hálkan verið lúmsk

Bæta 200 milljónum við rekstur grunnskóla

Til stendur að auka fjárheimildir til rekstur grunnskóla í Reykjavík um allt að 200 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár. Tillaga þessa efnis verður lögð fram í

Nær að hafa áhyggjur af fjármögnun Búðarhálsvirkjunar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nærtækara áhyggjuefni en virkjanir í neðri Þjórsá. Stjórnarandstöðuþingmaður spyr hvort umhverfisráðherra hafi sama hlutverk og landsliðsmarkmaðurinn í auglýsingunni; að vera fyrir.

Bæjarsjóður greiddi fyrir kosningaáróður

Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir það alvarlegt mál ef fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur viljandi látið bæjarsjóð greiða fyrir kynningarefni í kosningabaráttunni árið 2006. „Ég þvertek ekki fyrir að reikningurinn hafi óvart farið þangað. Það er þá mjög óheppilegt,“ segir Hafsteinn í samtali við Vísi. „En ef þetta er gert viljandi þá er það alvarlegt mál,“ segir hann.

Berlusconi stendur keikur þrátt fyrir mótmæli

Silvio Berslusconi forsætisráðherra Ítalíu lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir gríðarleg mótmæli gegn honum síðustu daga. Hann er hvattur til að segja af sér en hann hefur verið sakaður um að hafa átt samræði við vændiskonu undir lögaldri.

Tollverðir tóku stinningarlyf í Arnarfellinu

Á miðvikudagin var fann tollgæslan tæplega 300 lítra af sterku áfengi, 140 karton af sígarettum, talsvert af bjór og um 500 skammta af stinningarlyfinu Kamagra um broð í gámaflutningaskipinu Arnarfelli sem var að koma frá Evrópu.

Segjast hafa afhjúpað leyndarmál Coca-Cola

Aðstandendur vefsíðunnar Thisamericanlife.org fullyrða að þeir hafi komist yfir uppskriftina af Coca-Cola. Leyndarmálið að baki uppskriftinni hefur verið vel varðveitt frá því að Coke var fyrst sett á markað árið 1886. Fullyrt hefur verið að eina skriflega eintakið af uppskriftinni sé geymt í bankahólfi í

Twitter mál Birgittu tekið fyrir í dag

Dómari í Washington tekur í dag fyrir kröfu Birgittu Jónsdóttur þingmanns og tveggja annara stuðningsmanna Wikileaks síðunnar um að dómstólar endurskoði ákvörðun sína um að fyrirskipa Twitter-samskiptasíðunni að láta bandarískum stjórnvöldum í té upplýsingar af síðum Birgittu og félaga hennar. Lögfræðingar Birgittu segja að í tilfelli hennar vakni sérstök álitamál í ljósi þess að hún sé þingmaður á Íslandi sem noti samskiptasíðuna aðallega til þess að ræða íslensk mál.

Fengu aðstoð við Meyjarsæti

Björgunarsveit var kölluð út seint í gærkvöldi til að aðstoða ökumann og nokkra farþega, sem sátu fastir í Econoline bíl við Meyjarsæti á Uxahryggjaleið, norðan við Þingvelli.

Kínverjar setja reglur um reykingar í bíómyndum

Kínverjar hafa fyrirskipað framleiðendum kvikmynda og sjónvarpsþátta að draga úr reykingum á skjánum. Fyrirskipunin er líður í því að draga úr reykingum almennings en engin þjóð á jörðinni reykir eins mikið og sú kínverska. 300 milljón manns reykja reglulega og á hverju ári látast milljón manns úr sjúkdómum tengdum reykingum.

Átján létust í átökum í Mexíkó

Að minnsta kosti átján létust í gærkvöldi og í nótt í borginni Padilla í Mexíkó þegar tvö eiturlyfjagengi háðu blóðuga bardaga víðsvegar um borgina. Ellefu létust í úthverfum borgarinnar, þar á meðal fimm íbúar, fimm farþegar í bílum sem áttu leið hjá og farþegi í almenningsvagni.

800 ábendingar bárust vegna sameininga skóla

Um 800 ábendingar bárust frá foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna, svo og starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni, vegna undirbúnings um sameiningu stofnana í lærdómsumhverfi reykvískra barna. Ábendingargátt um verkefnið var opnuð á heimasíðu Reykjavíkurborgar í byrjun desember og er liður í samráðsferli um þetta verkefni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Gera lítið án lagaheimildar

Líklega þarf að breyta lögum til að netöryggishópur Póst- og fjarskiptastofnunar sem stofnaður verður á árinu geti sinnt hlutverki sínu. Þetta kom fram í erindi Þorleifs Jónssonar, forstöðumanns tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar á ráðstefnu um netöryggi í síðustu viku.

Eitt mesta fæðingaár Íslandssögunnar

Árið í fyrra var þriðja mesta fæðingaár Íslandssögunnar. Þá fæddust 4.907 börn á Íslandi. Þar af voru 2.523 drengir og 2.384 stúlkur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Einungis tvisvar áður hafa fleiri börn komið í heiminn á einu ári. Það var árin 2009 og 1960. Árið 2009 fæddust 5.026 börn og 4.916 árið 1960.

Hvatti Sigurjón til að senda lagið inn

„Ég hafði alltaf trú á þessu lagi, alveg frá því að Sigurjón tók það upp. En svo er þessi keppni svo hverful að maður veit aldrei. Keppendurnir í ár voru náttúrlega frábærir, keppnin því mjög tvísýn og eiginlega ekkert öruggt,“ segir Þórunn Erna Clausen.

Vilja hefja upp Evrópuumræðuna

Stofnfundur nýrra samtaka sem vilja hvetja til „málefnalegrar og upplýstrar umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu“ verður haldinn í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Eldri borgarar aðeins í bað einu sinni í viku

Á Hrafnistu, stærsta hjúkrunarheimili landsins, annar fámennt starfslið því ekki að baða íbúa nema einu sinni í viku. Þegar verst lét þurftu íbúar að bíða í hálfan mánuð eftir því að komast í bað.

Allt stefnir í verkfall í kvöld

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hefjist í kvöld. Samninganefndir bræðslumanna og Samtaka atvinnulífsins fundu ekki lausn á kjaradeilunni á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í gær.

Sakfelldir fyrir að dæla eitri í Amazon

Dómstólar í Ekvador hafa dæmt bandaríska olíurisann Chevron til greiðslu gríðarlegra skaðabóta fyrir að menga stóran hluta Amazon-skóganna í landinu. Olíufélagið unir ekki niðurstöðunni og ætlar að áfrýja dómnum en dómsmálið hefur veltst um í dómskerfinu í nær tvo áratugi. Ljúki málinu á þeim nótum sem dómur féll í gær þarf Chevron að greiða átta milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þúsund milljarða íslenskra króna.

Herinn ósáttur við mótmæli

Egypski herinn krafðist þess í gær að verkföllum og mótmælasamkomum linnti, nú þegar Hosni Mubarak væri farinn frá og herinn hefði tekið að sér stjórn landsins.

Lögreglan fann átta kíló af marijúana

Lögreglan lagði hald á átta kíló af marijúana í geymsluhúsnæði í Kópavogi í síðustu viku. Sex kíló fundust við húsleit á staðnum og tvö til viðbótar í fórum manns sem gekk þar í flasið á lögreglunni.

Svandís finnur „magnaðan stuðning“

Hart hefur verið sótt að Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, undanfarna daga eftir að hún tapaði fyrir Hæstarétti máli sem snerist um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Sjálf segist Svandís á samskiptasíðunni Facebook finna „magnaðan stuðning úr ólíklegustu áttum.“

Vilja stytta leiðina norður

Sjö þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að hafinn verði undirbúningur að gerð nýs vegar sem myndi stytta vegleiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands um allt að 14 kílómetra. Fjármögnun framkvæmda á að fara fram með töku veggjalda, en vegurinn myndi liggja um svonefnda Svínavatnsleið sem einnig hefur stundum verið kölluð Húnavallaleið.

Nefþjófarnir gefa sig fram

„Þetta var bara glens,“ segir Helgi Már Jónsson en vinir hans fjarlægðu um helgina nef af risastórum snjókarli sem stendur á Ráðhústorginu á Akureyri. Eftir að fjallað var um málið á Vísi fyrr í dag ákváðu Helgi og félagar að skila nefinu. „Nefið er komið á réttan stað,“ segir Helgi og því þurfi almenningur ekki að örvænta mikið lengur.

Icesave á lokastigi

Icesave-frumvarpið verður að lögum á Alþingi í vikunni. Þeir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem eru mótfallnir frumvarpinu telja flýtimeðferð frumvarpsins til þess gerða að koma í veg fyrir að nógu margar undirskriftir safnist til þess að forseti Íslands leggi frumvarpið fyrir þjóðina.

Eldur í blaðagámi við grunnskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í blaðagámi við Hraunvallaskóla í Vallahverfi í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði var ekki óttast að eldurinn myndi breiðast í skólabygginguna. Vel gekk að slökkva eldinn.

Sjá næstu 50 fréttir