Erlent

Bandarískur landamæravörður myrtur í Mexíkó

MYND/AP

Bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í gær og annar særður þegar glæpaklíka gerði árás á bíl þeirra í Mexíkó í gær. Mennirnir höfðu verið sendir til landsins til þess að aðstoða þarlend yfirvöld í baráttunni við eiturlyfjagengin sem öllu stjórna í Mexíkó.

Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist hart við fréttunum af drápinu en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan Bandaríkin hófu að aðstoða stjórnvöld í baráttunni við gengin sem bandarískur lögreglumaður lætur lífið. Stjórnvöld segja að árásin verði aðeins til þess að auka aðstoð Bandaríkjamanna í stríðinu sem nú geisar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×