Fleiri fréttir

Collins kveður tónlistina

Söngvarinn og leikarinn Phil Collins hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að hann hafi nú kvatt tónlistina til þess að geta betur sinnt sonum sínum tveim. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki undanfarna daga, og hann hefur nú verið staðfestur.

Lægri hámarkshraði á Miklubraut

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að hámarkshraði Miklubrautar frá Stakkahlíð að Snorrabraut verði lækkaður niður í 50 kílómetra á klukkustund.

Sjóræningjar gáfust upp

Fjórir sómalskir sjóræningjar gáfust upp fyrir bandarískum sérsveitarmönnum eftir að áhöfn skipsins sem rænt var gat lokað sig af í sérbúnum klefa og látið vita af árásinni. Skipið var olíuflutningaskip í japanskri eigu.

Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.

Óskuðu upplýsinga frá lögreglu um alla starfsmenn

Securitas braut meðalhófsreglu persónuverndarlaga með því að óska upplýsinga úr málaskrá lögreglu um alla starfsmenn í öryggisþjónustu sinni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær.

Opið í Hlíðarfjalli

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið í dag frá klukkan 10 til 19. Um ellefu gráðu frost er í fjallinu og vindur mælist fjórir metrar á sekúndu. Þá snjóar lítillega.

Hafði brotið alþjóðasamninga

Birte Rønn Hornbech var rekin úr ríkisstjórn Danmerkur í gær. Fáeinum klukkustundum síðar sagði Tina Nedergärd af sér sem menntamálaráðherra, og bar við persónulegum ástæðum.

Grímuklædd börn slá köttinn úr tunnunni

Öskudegi er fagnað í dag og má því búast við grímuklæddum börnum syngja fyrir nammi um landið allt. Víða er haldið í þann sig að slá köttinn úr tunnunni og verður það gert á Thorsplani í Hafnarfirði þar sem öskudagsskemmtun hefst klukkan eitt. Björgvin Franz Gíslason, sem krökkunum er af góðu kunnur úr Stundinni okkar, verður kynnir á skemmtuninni þar sem meðal annars verður sýnt atriði úr söngleiknum Grease og keppt um flottustu öskupokana. Þá býður Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands til vöffluveislu í tilefni af 70 ára afmæli sínu í Rauðakrosshúsinu við Thorsplanið.

Gerðu árás á jarðarför

Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Pakistan í morgun. Árásin var gerð í jarðaför í borginni Peshawar en verið var að jarða eiginkonu ættbálkaleiðtoga sem hallur er undir stjórnvöld og hefur stutt baráttuna við Talíbana í landinu.

Íslendingar vilja 16% makrílkvótans

Enn á að reyna að ná samkomulagi um nýtingu makrílstofnsins á fundi, sem hefst í Osló í dag. Himinn og haf ber í milli krafna Íslendinga annarsvegar, og hugmynda Norðmanna og Evrópusambandsins hinsvegar, um hlutdeild Íslendinga í honum. Við viljum 16 til 17 prósent af heildarkvótanum, en Norðmenn og Evrópusambandið hafa boðið okkur liðlega þrjú prósent. Síðast þegar fundað var um málið í nóvember í fyrra, slitnaði upp úr viðræðunum.

Vilja Vaðlaheiðargöng

Stofnfundur nýs félags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði verður haldinn á Akureyri fyrir hádegi. Með tilkomu ganganna myndi leiðin á milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um 14 kílómetra og verða liðlega 80 kílómetrar og ekki þyrfti lengur að fara um Víkurskarð, sem oft er farartálmi að vetrarlagi.

SÞ taki ákvörðun um flugbann

Flugbanni verðu ekki komið á yfir Líbíu nema ríki heimsins sameinist um það og ákveði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi og bætti við að allar ákvarðanir um hernaðaríhlutun í landinu yrðu að vera fyrir beiðni Líbísku þjóðarinnar.

Snarpur skjálfti í Japan

Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á richter skók Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum landsins og kom hann af stað lágri flóðbylgju sem litlum eða engum skemmdum olli. Annar minni skjálfti sem þó mældist 6,3 á richter reið yfir skömmu síðar og fleiri smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftar eru algengir í Japan og er landið vel í stakk búið til þess að takast á við slíkar hræringar. Enda þótt byggingar í Tókýó hafi skolfið hressilega hafa engar fregnir borist af skemmdum eða manntjóni og rafkerfi borgarinnar stóðu skjálftann af sér.

Þyrlan fann draugaprammann

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann aftur draugaprammann, sem er á reki vestur af Snæfellsnesi, þegar þyrlan flaug þar yfir síðdegis í gær. Varðskip kom nokkru síðar á vettvang, en vegna ölduhæðar var ekki hægt að senda menn yfir á prammann, til þess að koma böndum á hann. Það verður reynt í birtingu. Pramminn er úr stáli og stafar skipum og bátum hætta af honum þar sem hann sést ekki í ratsjá. Ekkert er vitað um uppruna prammans.

Prestar grunaðir um barnaníð leystir frá störfum

Rúmlega tuttugu prestar í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum voru leystir frá störfum í gær eftir að nöfn þeirra komu upp í víðtækri rannsókn á barnaníði innan kirkjunnar. Erkibiskupinn yfir Fíladelfíu segir að prestarnir, sem eru kaþólskir, hafi verið sendir í leyfi uns mál þeirra hafa verið rannsökuð.

Vatnsleki á Akureyri og hjá Hjálpræðishernum

Miklar skemmdir urðu í íbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri þegar heitavatnskrani gaf sig og heitt vatn flæddi um alla íbúðina í nótt. Íbúarnir voru fjarverandi og þar sem íbúðin er á jarðhæð varð þessa ekki vart fyrr en mikið vatn hafði lekið út.

Skotið á mótmælendur í Jemen

Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í nótt. Að minnsta kosti fimmtíu slösuðust að sögn BBC þar af fimm alvarlega. Mótmælendur hafa verið á háskólalóðinni síðustu daga og var lögreglan að reyna að koma í veg fyrir að þúsundir manna bættust í hópinn, sem krefst þess að forseti landsins segi af sér. Lögreglan er einnig sögð hafa beitt rafbyssum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum.

Úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna

Bjartmar Guðlaugsson, Jónsi, Jónas Sigurðson og Ólöf Arnalds voru á meðal þeirra sem hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.

Forseti fær minna en handhafar halda sínu

Launalækkun sem forseti Íslands fór fram á í árslok 2008 nær ekki til staðgengla hans. Forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar þáðu um 1,6 milljónir króna hver á síðasta ári fyrir að gegna starfi handhafa forsetavalds þegar forsetinn var erlendis.

Gunnar í Krossinum fagnar aðkomu lögreglu

Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, segist fagna því að mál hans sé komið í lögformlegan farveg. Gunnar sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar um að konurnar sex sem saka hann um kynferðislega áreitni hafi tilkynnt málin til lögreglu.

Segja grasrótarstarfi stefnt í hættu

Leikskólastjórnendur í Reykjavík eru efins um að víðtækar sameiningar stofnana muni koma til með að skila fjárhagslegum ávinningi og segja meiri möguleika felast í samráði við fagfólk.

Kaupa heldur dýrara bensínið

Þjóðverjar hafa upp til hópa heldur keypt venjulegt bensín á bílana sína en svonefnt E10-bensín, sem er helmingi ódýrara en blandað lífrænu eldsneyti.

Stálu 243 milljónum frá nunnum

Spænska lögreglan leitar nú að þjófum sem stálu um 243 milljónum króna í seðlum af nunnum í bænum Zaragoza á dögunum. Nunnurnar geymdu peninga í plastpokum í nunnuklaustri sínu en þær höfðu safnað þeim í fjölda ára.

Þekkir þú þessa styttu?

Lögreglan á Akureyri óskar eftir upplýsingum um eiganda styttu sem að er í óskilum hjá lögreglunni á Akureyri.

Móðir fórnarlambs eineltis: Þetta hefur haft mikil áhrif á hann

"Þetta byrjaði sumarið eftir 2. bekk og hann hefur verið mjög einangraður alltaf,“ segir Berglind Þorvaldsdóttir, móðir ellefu ára gamals drengs í Hveragerði sem hefur ekki treyst sér til að mæta í skólann í heilan mánuð vegna eineltis. Hún segir í viðtali við Ísland í dag að hún sé búin að fá nóg og ætlar að flytja frá bænum.

Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu.

Nítján starfsmenn handteknir í húsleitunum

Nítján starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í samhliða húsleit ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitsins í dag. Lagt var hald á gögn og muni í þágu rannsóknarinnar.

Hætt að slá köttinn úr tunnunni

Nú er svo komið að undanfarin ár hefur þeim krökkum sem mæta á Ráðhústorgið til þess að slá köttinn úr tunnunni fækkað mjög og virðist sem þessi viðburður eigi undir högg að sækja í samkeppninni. Af þessum sökum hefur Norðurorka hf. ákveðið að hætta að slá köttinn úr tunnunni á Ráðhústorgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku.

Bíll Sunnu klár - útrýmum einelti

Nú er bíllinn hennar Sunnu Bjarkar tilbúinn, stífbónaður og fínn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en Sunna varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær fyrir rúmri viku síðan því skemmdarvargar höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins. Unga fólkið sem gerði þetta gaf sig fram tveimur dögum síðar og baðst afsökunar. Bíllinn var í góðum höndum hjá Ingvari Helgasyni en þar hafa starfsmenn í samvinnu við starfsmenn Vöku og fleiri góðhjartaða menn tekið að sér að laga bílinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Þór Marteinsson deildarstjóri sýnir endanlegt útlit bílsins. Sunna og fjölskylda hennar hafa gáfu andvirði viðgerðar á bílnum, sem skemmdarvargarnir samþykktu að greiða, óskert til samtaka Regnbogabarna sem hafa það að markmiði að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis.

Bjarni leggst gegn hugmyndum um hátekjuskatt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki koma til greina af sinni hálfu að samþykkja 70% skatt á hálaunafólk. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á bloggsíðu sinni í dag að hún treysti því að lagt verði fram frumvarp um 70-80% skatt á þá sem eru með yfir 1200 þúsund krónur í laun á mánuði. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Steingrímur J. Sigfússon ekki útiloka hátekjuskatt á ofurlaunamenn.

Íbúar í 105 og 108 hvattir til að moka frá sorptunnum

Íbúar í Teigunum, Sundunum, Leitunum og Gerðunum í Reykjavík eru beðnir um að moka snjó frá sorptunnum við heimili sín í kvöld ef þeir eiga þess kost. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

KK og Erpur þukla á sér punginn

Mottumars er nú í fullum gangi og safna karlmenn nú yfirskeggi eins og enginn sé morgundagurinn. Á dögunum var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem nokkrir valinkunnir karlmenn sýna á sér mottuna.

Gleri rigndi yfir háskólafólk

Betur fór en á horfðist þegar glerveggur sprakk á Háskólatorgi í Háskóla Íslands eftir hádegi í dag. Þótt glerinu hafi rignt yfir nærstatt fólk sluppu allir ómeiddir. "Það sat náttúrlega fólk við borð þarna við rúðuna og fékk gler yfir sig en það meiddist enginn," segir Vilhjálmur Pálmason, umsjónarmaður fasteigna, í samtali við Vísi.

Kynin í tölum: Konur í körfubolta en karlar í knattspyrnu

Fleiri konur eru félagar í Sambandi íslenskra listamanna en fleiri karlar eiga verk á Listasafni Reykjavíkur. Laugardalslaug og Árbæjarlaug eru vinsælustu sundlaugarnar í Reykjavík og eru karlmenn í meirihluta meðal sundgesta.

Á annað hundrað lífrænir neytendur á stofnfundi

Vel á annað hundrað manns sóttu stofnfund Samtaka lífrænna neytenda í Norræna húsinu í gærkveldi. Undibúningur að stofnun samtakanna hefur staðið yfir í nokkra mánuði en mikill áhugi vaknaði á stofnun formlegra samtaka eftir að óformleg samtök lífrænna neytenda fengu góðar undirtektir á Facebook.

Vill stríðsskatt á tekjuháa

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur.

Tekinn tvisvar í annarlegu ástandi undir stýri

Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í miðborginni um miðnætti á föstudagskvöld og reyndist þá vera í annarlegu ástandi við stýrið. Aðfaranótt sunnudags var maðurinn aftur kominn á stjá og ökuferð hans var stöðvuð í miðborginni vegna þess að hann var ekki í ökuhæfu ástandi. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Fyrsta frávísun í landsdómi

Hvorki verjandi Geirs Haarde né saksóknari Alþingis gera athugasemdir við hæfi þeirra dómara sem skipaðir eru í landsdóm. Landsdómur kom saman í dag vegna deilu um aðgang að upplýsingum úr Þjóðskjalasafni. Í tengslum við það deilumál hafði Héraðsdómur synjað Andra Árnasyni, lögmanni Geirs, um aðild að málinu á rannsóknarstigi.

Hafna ásökunum um verðsamráð

Byggingavöruverslanirnar BYKO og Húsasmiðjan hafna báðar ásökunum um brot á samkeppnislögum. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir hjá báðum þessum aðilum í morgun. Auk þess var húsleit gerð hjá byggingavöruversluninni Úlfurinn. Til skoðunar er meint verðsamráð milli aðila á byggingavörumarkaði.

Ekki hægt að opna í Bláfjöllum

Ekki verður hægt að opna í Bláfjöllum klukkan tvö eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þrátt fyrir að nýfallinn snjór sé yfir svæðinu öllu er veðrið ekki hagstætt. Bætt hefur í vind með meiri snjókomu þannig að ekkert verður af opnun í dag.

Sjá næstu 50 fréttir