Erlent

SÞ taki ákvörðun um flugbann

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.
Flugbanni verðu ekki komið á yfir Líbíu nema ríki heimsins sameinist um það og ákveði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi og bætti við að allar ákvarðanir um hernaðaríhlutun í landinu yrðu að vera fyrir beiðni Líbísku þjóðarinnar.

Áköll um hernaðaríhlutun  verða æ háværari eftir því sem átökin á milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna í Líbíu fara vaxandi, en talið er að þúsund hafi fallið.  Gaddafi einræðisherra hélt hinsvegar sjónvarpsræðu í gærkvöldi þar hann kallaði uppreisnarmenn svikara við föðurlandið sem væru heilaþvegnir af Al Kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×