Fleiri fréttir

Heildarfjárþörfin allt að 48 milljarðar

Það skýrist ekki fyrr en síðar á árinu hve mikið fé ríkið mun að leggja fram til að auka við eigið fé Íbúðalánasjóðs, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Alþingi í gær.

11 milljónir ná í nýjan Firefox

Tæplega ellefu milljónir manna hafa náð sér í nýjustu útgáfuna af Firefox vafranum frá því hann kom á markað á dögunum. Firefox er næst vinsælasti vafrinn í dag og á heimasíðu Mozilla sem gerir vafrann má sjá kort af því í rauntíma hvaðan verið er að ná í nýja vafrann.

Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð

Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið.

Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín

Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið.

Tók myndir af nöktum ungliða í hægriflokki

Einn af forsvarsmönnum Framfaraflokksins í Noregi er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa með falinni myndavél á baðherbergi tekið nektarmyndir af ungum manni sem er í ungliðahreyfingu flokksins, sem er yst til hægri í norskum stjórnmálum.

Vörubílstjóri lyfti lóðum undir stýri

Hann fór heldur óhefðbundnar leiðir til að stækka vöðvana vörubílstjórinn sem var stöðvaður á hraðbraut í Þýskalandi á dögunum. Lögreglumenn sem keyrðu fram hjá vörubílnum hans sáu að hann var að lyfta lóðum á sama tíma og hann var að keyra risastóran vörubíl.

Strúturinn snéri heim

Strútur sem strauk frá bóndabýli í Rúmeníu snéri aftur heim til sín nokkrum dögum síðar.

Gaddafi lofar sögulegu stríði

Loftárásir voru gerðar á liðsmenn Gaddafís í nótt þar sem þeir þjörmuðu að uppreisnarmönnum í og við borgina Misrata. Flugbann hefur ekki náð að koma í veg fyrir blóðsúthellingar almennra borgara.

Vélsleðamaðurinn fer með sjúkraflugvél til Akureyrar eða Reykjavíkur

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheiði í kvöld er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og er á leið til Egilsstaða. Þaðan fer hann í sjúkraflugvél annað hvort til Akureyrar eða til Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi.

Vopnfirðingar fá malbikið í sumar

Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir.

Slasaður vélsleðamaður á Fjarðarheiði

Björgunarsveitn Hérað frá Egilsstöðum og Ísólfur frá Seyðisfirði voru kallaðar út á sjötta tímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slasaðan vélsleðamann fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheiði.

Jóhanna: Ég er með hreina samvisku

Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu.

Lögreglumenn fengu kleinur

Lögreglan var kölluð að húsi í Kópavogi um hádegisbil í gær en þar hafði reykskynjari farið í gang og nágranni gert viðvart. Þegar á vettvang var komið reyndist enginn eldur í húsinu en hinsvegar voru húsráðendur í óða önn að steikja kleinur.

Fundu 700 grömm af grasi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Norðlingaholti í Reykjavík í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 70 kannabisplöntur og 700 grömm af marijúana.

Tuttugu þúsund miðar seldir í Hörpuna

Tuttugu þúsund manns hafa nú þegar tryggt sér miða á listviðburði í Hörpu. Miðar á suma viðburði seldust upp á innan við klukkutíma. Aðeins sex vikur eru þar til að húsið opnar.

Jafnréttisstofa: Óskandi að forsætisráðherra lúti úrskurðinum

"Það er auðvitað slæmt að svona gerist,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sem annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stofan heyrir undir félagsmálaráðherra.

Þrif á glerhjúp Hörpunnar: 8 milljónir

Áætlaður kostnaður við árleg þrif á glerhjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu er um 8 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hjúpurinn verði hreinsaður nokkrum sinnum á ári, og að sú hlið sem snýr að umferðargötum verði þrifin oftar en aðrar. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. "Reynslan af vinnubúðum á lóðinni sem standa sjávarmegin við umferðargötur er sú að salt festist ekki á glugga og óhreinindi frá umferð eru engin á þeirri hlið sem snýr að sjó og varla merkjanleg á öðrum hliðum. Virðist rigna af jafnharðan. Á glerhjúp hússins sjálfs hefur fallið gosaska í vissum veðrum og óhreinindi frá ófrágenginni lóð eru áberandi svo ekki er unnt að dæma þetta með sama hætti," segir í svarinu. Mörður lagði fram ítarlega fyrirspurn á Alþingi um miðjan febrúarmánuð þar sem hann vildi fá svör við fjölda spurninga um Hörpuna, þar á meðal um kostnað við þrif á glerhjúpnum.

Múslí innkallað - inniheldur heslihnetur

Yggdrasill heildsala hefur ákveðið að innkalla úr verslunum matvöruna Múslí frá Yggdrasil sem framleitt er í Þýskalandi, þar sem ófnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á einstaka umbúðunum. Um er að ræða heslihnetur sem tilgreindar eru á umbúðunum en strikað hefur verið yfir heslihneturnar vegna rangra innihaldsupplýsinga frá framleiðanda. Innkölluð vara er í 750 gramma pakkningu í glærum plastpoka merkt "Múslí" og hefur fengist í verslunum Yggdrasils, Maður Lifandi, Fjarðarkaupum, Samkaupum, Nettó, Nóatúni og Krónunni. Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að skila þeim til Yggdrasils heildsölu, Suðurhrauni 12b í Garðabæ, gegn endurgreiðslu. Vakin er athygli á því að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir heslihnetum.

Sextán ára dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum

Piltur á tvítugsaldri var dæmdur í dag fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem voru sjö og átta ára gamlar þegar brotin voru framin. Pilturinn játaði brot sín skýlaust fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann káfaði meðal annars á stúlkunum og bað þær um að snerta kynfæri sín.

Sprengjuárás í Jerúsalem

Að minnsta kosti 20 manns slösuðust í sprengingu í strætisvagni í Jerúsalem í dag. Sprengja hafði verið skilin eftir í í poka eða tösku í vegarkanti nálægt aðal strætisvagnastöð borgarinnar. Vitni segja að sprengjan hafi verið afar öflug og að byggingar í nágrenninu hafi skolfið þegar hún sprakk. Hryðjuverkaárásir hafa verið fátíðar í borginni síðustu ár en árið 2000 gerðu herskáir Palestínumenn ítrekaðar árásir í borginni. Síðasta sprengjuárásin þar til nú var gerð árið 2004.

Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing

„Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus

Elizabeth Taylor er látin

Ein stærsta kvikmyndastjarna allra tíma, Elizabeth Taylor er látin, 79 ára að aldri. Taylor hafði lengi barist við veikindi og var í meðferð við hjartsláttartruflunum. Á meðal frægra mynda sem Taylor lék í má nefna Cleopatra og Who's afraid of Virgina Woolf?

Reynir Traustason: Ekki sérstaklega undir það búinn að verja gögnin

DV ætlar ekki að fallast á kröfu sýslumanns um að skila gögnum um dótturfélag Landsbankans. Ritstjóri blaðsins segir að um svívirðilega aðför að heimildarmönnum sé að ræða og ekki sé hægt að sjá að Landsbankinn ætli að iðka gegnsærri vinnubrögðum en fyrir hrun.

Fjármögnun RÚV brýtur gegn EES samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að opinber fjármögnun RÚV brjóti gegn EES samningnum. Þá er íslenskum stjórnvöldum gert að tilkynna EFTA um nýtt rekstrarfyrirkomulag eigi síðar en í dag.

Svartsýnin er enn ríkjandi

Áttatíu prósent stjórnenda fyrirtækja telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar, samkvæmt niðurstöðu könnunar Capacent. Könnunin náði til fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins.

Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög

Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna.

Landlæknir varar við fegrunaraðgerðum í heimahúsum

Landlæknir hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart einstaklingum sem bjóða þjónustu sem augljóst má vera að stenst ekki þær lágmarkskröfur sem fólk að öllu jöfnu gerir til heilbrigðiskerfisins og starfsfólks hennar í frétt sem birtist á heimasíðu Landlæknaembættisins um fegrunaraðgerðir á heimili konu í Kópavogi.

Draugaborgin Detroit

Íbúum bílaborgarinnar Detroit hefur snarfækkað á síðustu tíu árum. Nýjar tölur um íbúafjölda í borginni, sem má muna sinn fífil fegurri þegar bílaiðnaðurinn var í blóma, sýna að íbúum í borginni hefur fækkað um 25 prósent á síðusta áratug. Nú búa rúmlega 700 þúsund manns í borginni og hafa íbúarnir ekki verið færri í heil hundrað ár.

Valtýr svarar Jóhönnu og sakar hana um árásir

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari hefur á vefsíðu embættisins svarað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem sagði hann fara með rakalausar dylgjur í sinn garð og hvatti hann til að skýra mál sitt. Forsaga málsins er sú að Valtýr gaf í skyn á dögunum í ræðu að forsætisráðherra hefði skipt sér með óeðlilegum hætti af störfum ákæruvaldsins með ýmsum ummælum sem hann taldi óábyrg. Að hans mati réðst Jóhanna á hann með óviðeigandi og tilefnislausum hætti.

Fjölskylduhjálp biður um fisk

Fjölskylduhjálp Íslands biðlar til sjávarútvegs og fiskverkunarfyrirtækja í landinu um að gefa sér fisk. Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp kemur fram að stöðugt fjölgi þeim sem sækja sér mataraðstoð til Fjölskylduhjálpar Íslands í viku hverri.

Innkalla hrásalat og kartöflusalat

Bónus varar við hrásalati og kartöflusalati sem verslunin selur en í ljós hefur komið að hráefnalýsing á umbúðum var ekki fullnægjandi. Þannig innihalda vörurnar afurð úr eggjum.

Lögmaður segir rökin afar veik

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, lagði Ólaf Melsted, fyrrverandi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs bæjarins, ítrekað í einelti á meðan hann starfaði hjá bænum. Er þetta niðurstaða dómskvaddrar matsnefndar sem birti bæjarstjórn Seltjarnarness skýrslu sína fyrir helgi.

Katsav dæmdur í sjö ára fangelsi

Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun. Málaferlin hafa tekið fimm ár, en Katsav sagði af sér vegna málsins árið 2007, hálfum mánuði áður en kjörtímabil hans rann út.

Ein leiksýning á mann

Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var 416 þúsund á síðasta leikári. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu.

Eyjafjarðarsveit hættir viðskiptum við Arion vegna ofurlauna

Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti í gær að hætta í bankaviðskiptum við Arion banka. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnarinnar þá hefur sveitin átt í bankaviðskiptum við Arion banka allt frá upphafi, en fregnir af launakjörum bankastjóra hafa orðið til þess að sveitastjórnin vill ekki skipta við bankann.

Höfum ekki fengið að framleiða orkuna

„Vissulega snýst þetta um að við náum að semja við Norðurál en samningur knýr ekki álver. Ef við fáum ekki að virkja þá skiptir engu máli hvort fyrir liggur samningur eða ekki.“

Þarf ekki að endurgreiða lóð

Reykjavíkurborg var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum lóðarhafa í Úlfarsfelli sem vildu að borgin tæki við umræddri lóð og endurgreiddi allt að 22 milljónum króna.

Harpan: Ólafur Elíasson neitar að upplýsa hvað hann fær greitt

Listamaðurinn Ólafur Elíasson neitar að gefa upp hversu mikið hann fær greitt fyrir hönnun glerhjúps tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann vísar til þess að algengt sé að greiðslur sem þessar séu trúnaðarmál. Í bréfi sem starfsmaður hans sendi fréttastofu segir að Ólafur hafi ekkert frekar um málið að segja.

Gaddafí: Ég er skapari morgundagsins

Múammar Gaddafí leiðtofi Líbíu segist handviss um að hann og hans menn beri sigur úr býtum í því stríði sem nú stendur yfir. Gaddafi kom út á meðal almennings þegar hann hélt ræðu sem sýnd var í sjónvarpi á stað sem nýlega varð fyrir sprengjum bandamanna sem hafa látið loftskeytum og sprengjum rigna á höfuðborginni Trípólí síðustu fjórar nætur.

Sjá næstu 50 fréttir