Fleiri fréttir

Hætt að kaupa upp netalagnir

Stangaveiðifélag Reykjavíkur segist að óbreyttu ekki halda áfram að taka þátt í uppkaupum netalagna á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu eftir árið 2011.

Vilja breikka samstarfið

Talsverðar líkur eru á að ríkisstjórnin taki breytingum innan ekki langs tíma. Vilji er innan beggja stjórnarflokka til að breikka stjórnarsamstarfið með því að taka þriðja flokkinn til samstarfs. Sá vilji er ríkari meðal þingmanna Samfylkingarinnar, en innan VG heyrast einnig raddir þess efnis.

Geislavirkni mælist á Íslandi

Geislavirkni frá kjarnorkuverinu í Fukushima hefur nú mælst í andrúmsloftinu hér á landi. Er Ísland fyrsta Evrópuríkið þar sem geislavirknin hefur mælst eftir jarðskjálftann í Japan.

Ráðuneytið skilar umsögn síðar í vikunni

Menntamálaráðuneytið mun skila umsögn um sameiningaraðgerðir í skólum Reykjavíkurborgar síðar í þessari viku. „Þar leggjum við faglegt mat á tillögurnar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í gær.

Samþykkt öryggisráðs misnotuð

"Friði verður ekki komið á eða viðhaldið með loftárásum,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtökin vara íslensk stjórnvöld við að styðja loftárásir vestrænna ríkja í Líbíu.

AdAge lofar auglýsingu VÍB

Íslandsbanka hefur tekist að framleiða afar áhrifamikla auglýsingaherferð sem á að uppfylla það sem bandarískum bönkum hefur aldrei tekist: Að upplýsa neytendur um áhættur skyndilausna í fjármálum. Þetta er mat Rance Crain, ritstjóra AdvertisingAge (AdAge).

Ummæli í frétt RÚV sett fram í góðri trú

Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins þegar tveir fréttamenn og útvarpsstjóri voru sýknaðir af meiðyrðakröfu í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Óvíst hvað póstarnir eru margir

"Hvort þetta eru tíu þúsund tölvupóstar eða hundrað veit ég ekki,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis.

Steingrímur: Þrotlaust strit og púl

Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla.

Bæjarfulltrúar verða að geta tjáð sig

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi, gerir enga athugasemd við að fólk leiti álits innanríkisráðuneytisins á því að Kópavogsbær greiði kostnað hennar og tveggja annara bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim.

Gögnum verður eytt í Guam

Landspítalinn hyggst eyða tíu til tólf tonnum af röntgenfilmum hjá Film Tech Corporation í Tamuning, sem er landsvæði Bandaríkjanna í Guam.

Hýrir vilja heitbindast á Íslandi

Samkynhneigðir ferðamenn eru áfjáðir í að ganga í hjónaband hérlendis. Þetta segja forsvarsmenn fyrstu sérhæfðu ferðaskrifstofunnar fyrir samkynhneigða á Íslandi.

Danmörk dýrasti áfangastaðurinn

Danmörk er dýrasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat. Miðað við verð á hótelgistingu, veitingastöðum, menningaruppákomum og í verslunum og skáka Danir grönnum sínum Norðmönnum naumlega.

Gera sér óraunhæfar væntingar

Færri fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina svokölluðu en vonir stóðu til. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fjallaði um framganginn á fundi í gær. Beina brautin er samkomulag opinberra aðila og hagsmunaaðila í atvinnulífinu sem kynnt var um miðjan desember um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Ljósin stjórnast af viðburðum

Umferðarljósin við Hörpuna stýrast af því hvort viðburðir standa yfir í tónlistarhúsinu. Vinna við nýjan stýribúnað umferðarljósanna hefst í dag.

Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán

"Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands.

Áfengissjúklingar ná tökum á lífinu með bættu mataræði

Það getur hjálpað fólki sem er í bata eftir áfengis- eða fíkniefnaneyslu að ná tökum á mataræði sínu. „Ég trúi að það geti gert það," segir Sólveig Eiríksdóttir á veitingastaðnum Gló. Sólveig hefur veitt ráðgjöf um mataræði í um árabil. Hún ætlar að lýsa sjónarmiðum sínum varðandi samspil áfengis- og vímuefnafíknar og mataræðis á fundi hjá SÁÁ annað kvöld.

Vilja að Atli víki sæti á Alþingi

Stjórn svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Mið- Suðurlandi vill að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri Grænna, víki sæti á Alþingi og lýsi jafnframt yfir vonbrigðum með úrsögn hans úr þingflokki VG.

Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf

Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin.

Ritlist í HÍ kennd á meistarastigi

Frá og með haustinu 2011 verður ritlist kennd á meistarastigi við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Um er að ræða tveggja ára nám sem lýkur með MA-gráðu. Öllum sem hafa lokið einhvers konar grunnnámi frá háskóla gefst kostur á að sækja um inngöngu, líka þeim sem ekki hafa próf af Hugvísindasviði.

Knútur var veikur í heila

Dánarorsök ísbjarnarins Knúts er nú kunn. Upplýst hefur verið um hana í krufningaskýrslu. Margar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna björnin drapst en nú er búið að taka af öll tvímæli með krufningaskýrslunni. Björninn drapst vegna sjúkdóms í heila, segir í blaðinu News aus Berlin sem greinir frá krufningaskýrslunni. .

Stjórnvöld í Líbíu: Fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið

Bandarísk herþota brotlenti nærri Benghazi í Líbíu í gærkvöldi en loftárásir héldu áfram í höfuðborg landsins í nótt. Líbísk stjórnvöld fullyrða að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum. Deilur hafa risið í röðum bandamanna.

Forystusauðir á stall í Þistilfirði

Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum.

Ásmundur Einar: Ætla að vera áfram í VG

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki hafa íhugað að segja sig úr þingflokknum. Hann tekur þó að sumu leyti undir gagnrýni Atla og Lilju.

Segist gríðarlega bjartsýn um Bakka

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Alþingi í dag gríðarlega bjartsýn á að senn drægi til góðra tíðinda í atvinnumálum Þingeyinga. Undirbúa þyrfti samfélagið þar fyrir stórfellda atvinnuuppbyggingu.

Hvarf Atla og Lilju hefur ekki skaðað ríkisstjórnina

Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar telja að ríkisstjórnin hafi ekki skaðast við brotthvarf Lilju og Atla úr þingflokki VG. Össur Skarphéðinsson telur að þvert á móti að þetta hafi styrkt ríkisstjórnina.

Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun.

Játuðu íkveikju í húsi við Bústaðaveg

Þrír unglingspiltar hafa viðurkennt að hafa kveikt í húsi við Bústaðaveg í Reykjavík á sunnudagskvöld. Húsið var mannlaust þegar kveikt var í því en það er á svokölluðum Bústaðablett, skammt frá Bústaðakirkju.

Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur"

"Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum.

Siðareglur ráðherra: Lesið þær hér

Forsætisráðherra gaf í dag út siðareglur fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Í reglunum er meðal annars fjallað um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, fjármál og launagreiðslur, háttsemi og framgöngu, samskipti ráðherra við starfslið ráðuneytis og upplýsingagjöf til almennings.

Litlir krakkar eiga ekki að þurfa að þvælast milli hverfa

„Það er ekki í samræmi við þarfir lítilla krakka að þurfa að þvælast á milli hverfa til að komast í skólann," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er afar ósáttur við sameiningartillögur leik- og grunnskóla, og frístundaheimila í Reykjavík. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag óskaði hann eftir skoðun Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, á þeim tillögum sem fyrir liggja. Katrín sagði tillögurnar hafa verið sendar ráðuneytinu til umsagnar og býst hún við að umsögn verði skilað í lok vikunnar. Hún sagðist almennt telja æskilegt að skera sem minnst niður í menntakerfinu, og að í niðurskurði eigi að hlífa börnum og ungmennum. Í þessu sambandi þyrfti hins vegar að taka mið af því að Reykjavíkurborg býr við þröngan fjárhagslegan stakk. Katrín benti á að sveitarfélög hafi rúmar heimildir, lögum samkvæmt, til að sameina rekstur grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Meðal þess sem ráðuneytið hefur nú til skoðunar vegna þeirra hugmynda sem fram hafa komið eru ferðir skólabarna milli hverfa, ólíkar stefnur í leikskólum sem rætt er um að sameina, og samþætting sjónarmiða hjá ólíkum skólastigum.

Lögðu hald á 140 kannabisplöntur og tuttugu betur

Lögreglan lagði hald á 140 kannabisplöntur auk neysluskammta af hassi og kannabisefnum í íbúð í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í gærkvöldi. Þá handtók lögreglan þrjár karlmenn á þrítugsaldri.

Hátt í tólf tonnum af röntgenfilmum eytt í Guam

Landspítalinn hyggst eyða tíu til tólf tonnum af röntgenfilmum. Spítalinn óskaði eftir umsögn Persónuverndar vegna málsins. Fyrirhugað er að senda filmurnar til fyrirtækisins Film Tech Corporation í Tamuning, sem er landsvæði Bandaríkjanna í Guam.

Viðburðastýrð umferðarljós við Hörpuna

Vinna við að koma upp nýjum stýribúnaði umferðarljósa við Hörpuna hefst á morgun. Umferðarljósin verða búin skynjurum sem mæla umferðarþunga frá húsinu inn á gatnamót Sæbrautar, Kalkofnsvegar og Faxagötu, og lengja þau tímann sem græna ljósið logar þegar umferðin þyngist. Það má því segja að hér séu fyrstu viðburðastýrðu umferðarljósin í Reykjavík, en búist er við miklum sveiflum í umferðarþunga við Hörpuna sem opnar í maí. Framkvæmdir hefjast eftir að þungi morgunumferðar er hjá miðvikudaginn 23. mars og er gert ráð fyrir að verkið taki um 2 daga. Ljósin verða óvirk meðan unnið er við tengingar og til að gæta umferðaröryggis á gatnamótunum verða vinstri beygjur bannaðar tímabundið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát meðan á framkvæmdum stendur og virða hraðatakmarkanir. Undirbúningur að breytingu umferðarljósanna hefur staðið yfir síðustu vikur og hafa gatnamótin verið endurgerð, bæði með tilliti til bílaumferðar, en einnig hefur sérstaklega verið hugað að öryggi gangandi vegfarenda.

Varaþingmaður Atla tilbúin að taka sæti - krafist afsagnar Atla

Arndís Soffía Sigurðardóttur, varaþingmaður Atla Gíslasonar, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að hún vildi að svo stöddu ekki taka afstöðu til máls Atla, þar sem ekki yrði fjallað um það í sínu svæðisfélagi fyrr en síðar í dag, en hún væri vissulega tilbúin til að taka þingsæti Atla og vinna að stefnu Vinstri grænna í kjördæminu.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir snýr aftur á þing

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir formaður þingflokkks Vinstri grænna snýr aftur á þing í byrjun apríl. Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir þingflokk Vinstri grænna og sitja ekki lengur í nefndum í umboði flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir