Erlent

Katsav dæmdur í sjö ára fangelsi

moshe Katsav
moshe Katsav
Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun. Málaferlin hafa tekið fimm ár, en Katsav sagði af sér vegna málsins árið 2007, hálfum mánuði áður en kjörtímabil hans rann út.

„Þið gerðuð mistök. Þetta er lygi. Stelpurnar vita að þetta er lygi,“ hrópaði Katsav til dómaranna og brotnaði niður þegar úrskurðurinn var kveðinn upp.

Katsav er 65 ára. Dómstóllinn taldi sannað að hann hefði nauðgað konu sem þá starfaði hjá honum auk þess sem hann hefði sýnt tveimur öðrum konum, sem unnu hjá honum, kynferðislega áreitni. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×