Fleiri fréttir

Dæmdur í Noregi, kærir á Íslandi

Leif Ivar Kristiansen, forsprakki Vítisengla í Noregi, var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og rán. Hann stendur nú í skaðabótamáli við íslensk stjórnvöld vegna frávísunar úr landi í fyrra.

6,5 milljónir í söfnun

Alls hafa 6,5 milljónir króna verið greiddar til Hjálparstarfs kirkjunnar með valgreiðsluseðlum í heimabanka frá því að átakið um breytingar á innlendri mataraðstoð hófst fyrir um viku. Breytingunum er beint gegn biðröðunum sem tíðkast hafa við matarúthlutanir.

Hef aldrei fengið né sóst eftir ofurlaunum

„Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fram á haust.

Herjólfur í Landeyjahöfn um helgina

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun áfram sigla í Landeyjahöfn fram yfir helgi. Farnar verða þrjár ferðir á dag og búið er að opna fyrir bókanir í þessar ferðir að því er fram kemur í tilkynningu frá. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína.

Enn tekist á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Ríkisstjórninni tókst ekki að afgreiða frumvörp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í dag. Málið hefur tafist í marga mánuði vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um hversu langt eigi að ganga í breytingum á kvótakerfinu.

Mikil átök í Sýrlandi - ESB samþykkir viðskiptaþvinganir

Óróinn í Sýrlandi heldur áfram en fjölmenn mótmæli voru víðsvegar um landið að loknum föstudagsbænum í dag. Óljóst er hve margir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita ríkisstjórnarinnar en mannréttindasamtök segja að um tuttugu manns hafi fallið í dag. Rúmlega 500 hafa verið drepnir frá því mótmælin hófust fyrir sjö vikum.

Flestir vilja að forsetinn sé sameiningartákn

48 prósent svarenda í nýrri könnun um meginhlutverk forsetaembættisins eru á því að hlutverk hans sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Miðlun stóð að könnuninni sem ætlað er að bregða upp mynd af viðhorfum almennings til embættisins. 31 prósent vilja að í embættinu sitji einstaklingur sem sé talsmaður menningar og viðskipta á erlendri grundu og 21 prósent er á því að forsetinn sé kjölfesta í íslensku stjórnkerfi og beiti stjórnskipulegu valdi sínu þjóðinni til farsældar.

Krefjast svara vegna flugumanns

Náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland hafa hefur ríkislögreglustjóra ítrekun vegna seinagangs embættisins á að upplýsa um ferðir flugumannsins Marks Kennedys hér á landi. Hann starfaði fyrir bresku lögregluna og kom sér fyrir í röðum aðgerðarsinna hér á landi þegar þeir mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Forsprakki Hells Angels dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán

Leif Kristiansen, forsprakki Hells Angels í Noregi, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði. Leif var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán. Aftenposten greinir frá því í dag að Leif hafi neitað sök við réttarhöldin. Hann sagðist þar vera sjálfstætt starfandi húðflúrari og hefði engin tengsl við glæpastarfsemi. Kærði íslensk yfirvöld Leif Ivar kom til Íslands, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi. Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári og heitir nú Hells Angels MC Iceland.

Grunaður um langvarandi kynferðisofbeldi

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi misnotað dreng, sem nú er fjórtán ára gamall, um árabil.

Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt

"Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum.

Dreifðu fíkniefnum í Fjallabyggð - dópinu smyglað frá Reykjavík

Síðastliðinn miðvikudag handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn á Siglufirði. Handtökurnar voru framkvæmdar í kjölfar rannsóknar sem snýr að dreifingu fíkniefna í Fjallabyggð. Á sama tíma var einn maður til viðbótar, búsettur í Reykjavík, færður til skýrslutöku þar. Tveir Siglfirðinganna voru grunaðir um að hafa í febrúar og mars á þessu ári tvisvar fengið fíknefni afhent af manninum sem búsettur er í Reykjavík. Þriðji Siglfirðingurinn var grunaður um að hafa flutt aðra sendinguna frá Reykjavík til Siglufjarðar. Samtals er talið að um hafi verið um að ræða 400 grömm af marijuana og að stærstur hluti efnanna hafi farið í dreifingu í Fjallabyggð. Á rannsóknartímanum hafði lögreglan á Akureyri tvisvar afskipti af öðrum Siglfirðingnum og haldlagði þá samtals um 25 grömm af marijuana hjá honum. Við rannsókn málsins naut lögreglan á Akureyri aðstoðar fíkniefnadeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Í aðgerð sem framkvæmd var í Reykjavík þann 14. apríl síðastliðin voru svo tveir mannana handteknir, Reykvíkingurinn og einn Siglfirðinganna sem hafði gert sér ferð suður. Í fórum mannanna fundust um 200 grömm af kannabisefnum auk smáræðis af kókaíni. Við húsleitir sem framkvæmdar voru í Reykjavík í framhaldinu voru haldlagðir peningar, hundruðir þúsunda, sem talið er fullvíst að sé greiðsla fyrir þau fíkniefni sem Siglfirðingarnir fengu afhent í mars og apríl. Auk þess fundust um 100 grömm af kannabisefnum til viðbótar við húsleitirnar. Játningar liggja fyrir hjá þremur mannanna og telst málið upplýst. Samtals er því talið að Siglfirðingarnir hafa fengið um 600 grömm af marijuana afhent hjá manninum sem búsettur er í Reykjavík. Lögregla haldlagði sem fyrr segir rúm 200 grömm af efnunum og peninga sem taldir eru greiðsla fyrir hinn hlutann. Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 og netfangið info@rls.is þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamisferli, nafnlaust.

Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur

„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi.

Nauðgunum fjölgar ekki þó Aflið sé til staðar

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að samtökin hafi í áraraðir átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ, forsvarsmenn Bíladaga og þá sem hafa séð um skipulag liðinna Verslunarmannahelga. „Vilja Aflskonur vekja athygli á þessu, þar sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóhátíðarnefndar vill meina að með aðkomu Stígamóta á þjóðhátíð ýti undir vandamál tengt kynferðisofbeldi á svæðinu,“ segir í tilkynningunni, en Aflið eru einskonar systursamtök Stígamóta með aðsetur á Akureyri. Aflskonur hafa verið með gangandi vaktir auk þess að vera með meiri viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á þessar stóru helgar. Þær segja að gest og gangandi hafi alltaf tekið því vel að Aflskonur séu á svæðinu, og að fólk hafi almennt viljað spjalla og fræðast um starf þeirra. „Ekki hægt að merkja að það sé neitt meira um nauðganir né árásir þrátt fyrir að Aflið hafi verið sýninlegt og auglýst,“ segja þær.

Fleiri horfa á kýrnar sletta úr klaufunum en mæta á Hróarskeldu

Sú hefð hefur skapast hjá samtökum lífrænna bænda í Danmörku að bjóða gestum í heimsókn þegar kúnum er hleypt út á vorin. Á pálmasunnudag, 17. apríl, voru 65 kúabú þar með opið hús og 110 þúsund manns alls fylgdust með því þegar kýrnar slettu úr klaufunum. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda. Gestum við þennan viðburð fjölgaði um 30 þúsund frá síðasta ári. Þetta því orðin stærri hátíð en tónlistarhátíðin á Hróarskeldu ef miðað er við gestafjölda, en þarna dreifast gestirnir vitanlega á 65 bú.

Starfsfólk Rauða krossins í bráðahættu - Myndband

Arnar Þór Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir starfsfólk hjá Rauða Krossinum hafa verið í bráðahættu þegar hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í morgun.

Þór Saari: Óraunhæfir kjarasamningar

Þingmaður Hreyfingarinnar segir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga vera óraunhæfa og ríkið geti ekki staðið undir henni. Hann telur að launþegar muni fella samningana í atkvæðagreiðslu og sækja sér meiri launahækkanir. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar gagnrýnir harðlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga. Hann segir yfirlýsinguna óljósa og erfitt sé að sjá í hvernig eigi að ráðstafa 60 milljarða fjárfestingu sem lofað er sem og hvaðan peningarnir eigi að koma. "Ríkissjóður á ekki fyrir þessum útgjöldum og þeir munu þá koma eingöngu úr frekari skattahækkunum eða niðurskurði annars staðar. Þannig þetta hljómar eins og einhver þykjustu dúsa upp í aðila vinnumarkaðarins til að skrifa undir, en ég fæ ekki séð að ríkið muni bara geta staðið undir það sem það lofaði," segir hann. Þá segir Þór kjarasamningana byggja á verðbólguspám Seðlabankans og Alþýðusambandsins sem hafi aldrei staðist hingað til. "Ég er svolítið hræddur um að launafólk komi með skarðan hlut frá þessum samningum, þeir verði til málamynda til að skapa frið á vinnumarkaði sem að mun ekki halda," segir Þór. Hann segir launahækkanir í samningunum vera of lágar. Hann telur að samningarnir verði felldir í atkvæðagreiðslu. "Ég held að launafólk þurfi að snúa betur bökum saman og sækja sér ríflegri launahækkanir og vera öflugra í andstöðu sinni við þá aðför sem búið er að fara gegn almenningi hérna undanfarin þrjú ár. Samtök launafólks eiga að gæta hagsmuna þeirra og ég tel að þau hafi ekki staðið sig nægilega vel í þessum kjarasamningum og tel því að launafólk eigi að rísa upp og fella þessa samninga,“ segir Þór.

Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni

Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka.

Skutlurnar standa fyrir hópakstri mótorhjólakvenna

Mótorhjólaklúbburinn Skutlurnar stendur fyrir hópakstri kvenna í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Tilefnið er alþjóðlegur mótorhjóladagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur í dag, fimmta árið í röð. Allar konur eru því „hvattar til að stíga á fáka sína og hjóla eins og enginn sé morgundagurinn,“ eins og segir á vefnum Mótorsport.is „Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á auknum fjölda kvenna sem hjólar sér til skemmtunar og að hjólasportið sé ekki eingöngu bundið við karlmenn. Til gamans má geta þess að mestu aukning í motocrossi á Íslandi var einmitt í hópi kvenna árið 2007 og 2008 þó svo að þar hafi aðeins dregið úr, að þá má rekja það frekar til efnahags en áhugaleysis. Nú má áætla að um fimmtungur keppenda í hverju motocrossmóti sé konur. Einnig hafa sprottið upp félög hér og þar á Íslandi sem eingöngu eru skipaðar konum og má þar nefna hópinn Skutlurnar,“ segir þar ennfremur.

Fundu dóp, vopn og þýfi í Köge

Viðamikilli aðgerð dönsku lögreglunnar í bænum Köge á Sjálandi er lokið. Í aðgerðinni fannst töluvert af dópi, vopnum og þýfi og einn tvítugur karlmaður var handtekinn.

Siglt frá Þorlákshöfn í dag

Vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn verða allar ferðir Herjólfs í dag farnar til og frá Þorlákshöfn.

Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint

Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við.

Þúsundir íbúa Memphis flýja vegna flóða

Þúsundir af íbúum í miðborg Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mississippi fljótinu.Vatn úr fljótinu flæðir nú um götur borgarinnar.

Dularfullur fornleifafundur á Grundarfirði

Grundfriðingar velta nú fyrir sér dularfullum fornleifafundi þar í bæ í vikunni. Að sögn Skessuhorns komu verkamenn óvænt niður á vörubílshræ, þegar þeir voru að grafa fyrir vatnslögn við sundlaugina.

Hreyfingin vill fella kjarasamningana

Opinn fundur Hreyfingarinnar, sem haldinn var á Kornhlöðuloftinu í gærkvöldi, hvetur launþega til þess að láta ekki blekkjast af því auma tilboði, sem felst í ný gerðum kjarasamningum, eins og það er orðað í tilkynningu frá fundinum, og mælir með að samningurinn verði felldur.

Stöðva 9 milljarða til íþrótta

Með samþykkt borgarráðs á viðaukasamningi við Knattspyrnufélagið Fram hefur borgin nú samið um frestun á alls 9.390 milljóna virði af framkvæmdum sem hún hafði lofað að greiða fyrir fimm íþróttafélög.

Kallaði sjálfstæðismenn "grátkonur“

Forseti Alþingis bað Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, að gæta orða sinna í gær þegar hann kallaði þingmenn Sjálfstæðisflokksins grátkonur í umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm.

Krókódíl lógað eftir árás á bíl

Þriggja metra langur krókódíll olli miklum skemmdum á lögreglubíl í Flórídaríki um síðustu helgi. Lögregla var kölluð á vettvang eftir að krókódíllinn birtist á golfvelli við Gainesville. Á meðan lögregluþjónn beið í bíl sínum eftir aðstoð réðst dýrið á bílinn. Krókódílabani kom

Karpað um hornklofa og sérfræðiþekkingu

Kafli um mannréttindi verður fremstur í stjórnarskránni og í honum verður tekið fyrir möguleikann á herskyldu hér á landi, verði tillögur stjórnlagaráðs að veruleika. Fyrstu tillögurnar frá nefndum Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni voru teknar til umræðu og afgreiðslu á 7. ráðsfundi í gær.

Hafa ekkert greitt í 22 ár

Eigendur flugskýla við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri hafa ekki þurft að greiða gatnagerðargjöld síðan árið 1989. Samkvæmt samþykkt frá Borgarráði Reykjavíkur frá 1. ágúst það ár skulu eigendur hins vegar þess í stað greiða kostnað við lagfæringar eldri lagna og eftir atvikum lagningu nýrra holræsa og brunna.

Vefur Alþingis er ekki bloggsíða

Beiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns um að fá að birta athugasemdir við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vefsvæði þingsins hefur verið hafnað. „Heimasíða Alþingis er ekki bloggsíða heldur upplýsingasíða fyrir þjóðþingið," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.

Gæti svipað til Central Park

„Okkur finnst náttúruperlan Öskjuhlíð lítið kynnt þótt hún sé nálægt Nauthólsvík, frábærum gönguleiðum og stríðsminjum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.

Olían á svipuðu róli og í mars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll, þegar mest var, um 8,2 prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær í kjölfar gengisstyrkingar Bandaríkjadals.

Sjá næstu 50 fréttir