Fleiri fréttir

Erum bara á degi þrjú

Íbúar á Kirkjubæjarklaustri taka flestir ástandinu í bænum með ró en segjast þó margir hverjir engan veginn geta gert sér grein fyrir því hvernig framhaldið muni verða. Þetta segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri. Staðan sé mun betri en fólk þorði að vona í fyrstu.

Veiðiár litaðar af ösku

Veiðimálastofnun mælist til þess að þeir hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart.

Vegurinn opnaður á ný

Vegna breyttra aðstæðna verður þjóðvegurinn milli Víkur og Freysnes opnaður klukkan sjö í kvöld. Verið er að senda tæki á staðinn til að hreinsa sandskafla sem hafa myndast á veginum. Opnunin er með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst þannig að loka þurfi veginum aftur, segir í tilkynningu frá Samhæfingamiðstöðinni í Skógarhlíð. Skyggni á leiðinni getu víða verið lélegt og vegfarendur eru beðnir að sýna varkárni og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Réðust á ljósmyndara fyrir utan heimili Giggs

Grímuklæddir menn réðust á æsifréttaljósmyndara sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan heimili Ryan Giggs, knattspyrnumanns í Manchester, segja heimldamenn við Sky fréttastofuna. Fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðist hafi verið á bíla sem tilheyrðu ljósmyndurunum, skorið á dekk og eggjum hent í bílana.

Neysluvatn metið á fimmtudaginn

Næsta fimmtudag mun heilbrigðisfulltrúi vera í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og meta neysluvatn. Hægt er að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið á morgun og fyrripart fimmtudags. Mælt verður fyrir leiðni og sýrustigi í vatninu og út frá þeim mælingum metið hvort gera þurfi frekari aðkallandi mælingar.

Engin merki um vatnavexti

Ekki hafa sést nein ummerki um vatnavexti í Gígju eða Núpsvötnum vegna gossins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans vegna eldgossins.

A twister made of volcanic ash!

A strange sight met a captain of an amphibious vehicle used to sail on the Jokulsarlon Glacier Lagoon in Iceland on his way from work yesterday. A large twister, that seemed to be made of volcanic ash, was in the middle of the road. „I just stopped the car, otherwise I would have driven right into it and I didn't want to take that chance,“ says Runolfur Hauksson. Twisters of this kind are rare in Iceland, though not unheard of.

Mubarak feðgar ákærðir fyrir morð

Hosni Mubarak fyrrverandi forseti Egyptalans og tveir synir hans verða ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði, að sögn dómsyfirvalda landsins. Morðákærurnar tengjast uppreisninni gegn Mubarak sem varð til þess að hann hrökklaðist frá völdum í febrúar síðastliðinum.

Bóndi á Kirkjubæjarklaustri: Þetta er alls ekki auðvelt

Agnar Davíðsson, bóndi á bóndabænum Fossum, sem er 15 kílómetra sunnan af Kirkjubæjarklaustri, segir að ástandið á svæðinu sé miklu betra í dag en í gær. Mikið öskufjúk hefur verið í allan morgun og í dag en ekkert öskufall hefur verið frá því í gær, segir hann.

The eruption in Grimsvotn seems to be dwindling

The eruption in Grimsvotn has steadily grown smaller since yesterday. The volcanic column currently reaches an altitude of three to five kilometres, and the output of ash is considerably smaller. There are still very strong northerly winds in the area blowing the ash to the south. The winds will go down later today, according to the Icelandic Meteorological Office.

Jarðeðlisfræðingur: Það stefnir í dauðaslitrurnar

„Það er nú ekki búið en það hefur dregið stórlega úr því,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, aðspurður um stöðuna á eldgosinu í Grímsvötnum. Verulega dró úr gosinu í nótt og í morgun en gosmökkurinn er í kringum 3 til 5 kílómetra upp í loftið þessa stundina.

The No-Fly zone criticized by scientists

After ash from the eruption in Grimsvotn halted all air traffic through Icelandic airports last Sunday some people have demanded that the risk assessment be changed. As of now the Icelandic civil aviation authorities, Isavia, use the ash dispersion forecasts from the Volcanic Advisory Centre (VAAC), made by the British Met Office.

Vildi selja meydóm 13 ára dóttur sinnar

Þrjátíu og tveggja ára gömul kona í Salt Lake City í Bandaríkjunum hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja meydóm 13 ára gamallar dóttur sinnar fyrir rúmlega eina milljón króna. Hún hafði áður selt myndir af henni í ögrandi nærfötum.

Hengja blöðrur á tré fyrir börnin á gossvæðinu

Rauðar blöðrur verða í forgrunni á uppákomum sem efnt hefur verið til á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Að dagskránni standa Barnaheill í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk fjölda annarra aðila. Börn á leikskólanum Furuborg ætla að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem geta ekki leika sér úti. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf. Auk þess verður ratleikur í miðborg Reykjavíkur, þar sem grunnskólabörnum gefst tækifæri til að kynna sér réttindi sín samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, auk fjölda annarra viðburða. Barnaheill - Save the Children á Íslandi efna til uppákoma á morgun í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, SÍF og Sérsveitina, Stúdentaráð Háskóla Íslands, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins í tengslum við dag barnsins. Þessum uppákomum er ætlað minna á stöðu barna hér á landi og erlendis með myndrænum hætti. Sama dag verður árlegu heillavinaátaki samtakanna ýtt úr vör en heillavinir styðja starf samtakanna með föstum mánaðarlegum framlögum. Rauðar blöðrur verða í forgrunni á miðvikudaginn. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur t.a.m. að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Börn eru ávallt viðkvæmust fyrir í slíkum hamförum og mikilvægt að hlusta eftir þörfum þeirra. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða á höfuðborgarsvæðinu og víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf auk þess sem Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, mun heimsækja börn á Barnaspítala Hringsins og lesa fyrir þau. Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi frá klukkan. 9.30-16.00 á miðvikudaginn. Klukkan 14.00 ætla SÍF, Samband íslenskra framhaldsskólanema, og Sérsveit Hins hússins að minnast með áhrifaríkum hætti þeirra barna sem aldrei ná að fagna fimm ára afmæli sínu. Þingmenn á Alþingi Íslendinga munu gera hlé á störfum sínum og stíga út á Austurvöll til að fylgjast með uppákomunni en í lok hennar verða þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið S.þ. númer fjögur um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í oktober árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.

Vertu viss um að þú sért að drepast

Þegar Breski eftirlaunaþeginn Tony Wakeford hélt að hann væri að deyja fyrir fimm árum játaði hann fyrir eiginkonu sinni Patriciu að hann hefði haldið framhjá henni með Penny, bestu vinkonu hennar. Eftir játninguna hresstist svo Tony og fór heim til Patriciu í von um fyrirgefningu.

Grimsvotn eruption unlikely to trigger a big flood

A big flood resulting from the eruption in Grimsvotn is not expected in the near future. There was a flood from Grimsvotn in the Skafta river last year, so little water has accumulated there, and the icecap over the caldera was thin. Therefore, less ice has melted and less water has been added to the subglacial lake.

The fifth eruptin in Grímsvötn since 1983

Grímsvötn is a basaltic volcano, located near the centre of the Vatnajökull ice cap, the largest ice cap in Europe. It is the most active volcano in Iceland. There have been approx. 70 eruptions in the Grímsvötn volcanic system in historical times. This is the fifth eruption since 1983, the last eruptions through glacier occurred in 2004, 1998, 1996, 1983 and 1934. These eruptions occurred in the Grímsvötn depression with the exception of the eruption in 1996 known as Gjálp.

Everything at a standstill due to the ash storm

Since Sunday, daily life in the Skaftarhreppur district has come to a standstill because of an enormous ash storm turning day into the blackest of night. There was a heavy storm in the area last night, with roofing sheets and loose material being blown away. There are no reports of accidents to people but some domestic animals have perished in the ash fall from the Grimsvotn volcano.

Akureyringur vann 9 milljónir á skafmiða

Hann var heppinn Akureyringurinn sem keypti sér „7,9,13“ skafmiða á dögunum í Hagkaup á Akureyri. Því á miðanum leyndist 9 milljón króna vinningur.

Unglingalandsmót á Egilsstöðum: Snjómokstur á dagskránni

Vegna snjóþyngsla hefur verið sett saman ný dagskrá Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum í sumar. Samkvæmt henni verður keppt í skíðagöngu og skautadansi í stað hefðbundnari keppnisgreina á borð við knattspyrnu og sund. Þá er gert ráð fyrir að keppendur hjálpist að við að moka snjó af helstu götum bæjarins og fái, að móti loknu, fylgd björgunarsveitarmanna í snjóstorminum.

Spennti bílbeltið yfir sig og barnið

Lögreglan stöðvaði fólk sem var á ferð í bíl í austurborginni um helgina. Við stýrið var karl á fimmtudagsaldri og við hlið hans var kona, litlu yngri, sem hélt á barni á leikskólaladri í fanginu en sama bílbelti var spennt yfir þau bæði.

Ekkert bólar á Orkuveiturannsókn

Rannsókn á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur er enn ekki hafin en borgarstjóri lofaði henni þegar tilkynnt var um milljarðalán Reykjavíkurborgar til Orkuveitunnar fyrir um tveimur mánuðum síðan. Ekki hefur enn tekist að skipa í nefndina, að sögn Dags B. Eggertsson.

Eldgosið í rénun

Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar.

Jóhanna og Ögmundur á hamfarasvæðunum

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra funduðu í morgun með aðgerðastjórn og almannavarnanefnd á Hellu og fóru yfir stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fram kom að gosið virðist í rénun og allar aðgerðir á hamfarasvæðinu virðast ganga vel. Ekki er vitað um nein slys á fólki og vel er fylgst með aðstæðum bænda og búfénaðar. Matsáætlun sem ríkisstjórnin bíður eftir gengur samkvæmt áætlun og verður rædd á næsta ríkisstjórnarfundi. Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og meðal annars funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri.

Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag

Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag, 29. maí. Eins og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða yfir sumartímann í samræmi við minni eftirspurn og felst breytingin í að fella niður 15 mínútna tíðni sem verið hefur á níu strætóleiðum yfir veturinn. Vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu því aka á 30 mínútna tíðni í sumar í stað 15 mínútna. „Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðlilega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja. Sumaráætlun Strætó tekur mið af þessu með því að fækka ferðum yfir hásumarið. Þeim verður svo að sjálfsögðu fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur," segir Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Nýjar leiðabækur eru fáanlegar á öllum sölustöðum.

A major eruption in Grimsvotn - bigger than Eyjafjallajokull

The eruption that started in Grimsvotn under the Vatnajokull glacier last Saturday evening is categorized as a major eruption at this very active eruption site. It is many times bigger than the last eruption in Grimsvotn or the eruption in Eyjafjallajokull last year.

Ökumenn til fyrirmyndar á Háaleitisbrautinni

Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í vesturátt, við innkeyrslu að húsum nr. 15-17. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 271 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði.

Norðmenn vantar 6000 bílstjóra

Norðmenn eiga í verulegum vanda í atvinnumálum. Þar er slíkur skortur á vinnuafli að eitt af hverjum tíu fyrirtækjum á í verulegum vandræðum. Norska blaðið Aftenposten segir að yfir 60 þúsund manns vanti inn á vinnumarkaðinn. Aftenposten segir að einna mestur skortur sé á bílstjórum en af þeim vantar um 6000.

Gæsluvélin að komast í gagnið

Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins.

Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi

Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda

Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag.

Iceland Express seinkar flugferðum

Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Fjórðungur með háskólapróf

Árið 2010 hafa rúmlega 56 þúsund manns á aldrinum 16-74 lokið háskólanámi, eða um fjórðungur íbúa á Íslandi á sama aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 22% íbúa. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun, það er lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þetta kemur fram í göngum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Þeir sem eingöngu hafa lokið styttra námi, það er grunnmenntun, eru tæplega 86 þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003. Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. Að sama skapi hafa færri yngri konur en karlar eingöngu lokið grunnmenntun. Í elstu aldursflokkunum snýst dæmið hins vegar við og þar er hlutfall kvenna sem hefur aðeins lokið grunnmenntun mun hærra en hlutfall karla.

Vel hægt að fara út með hundinn

Vel er hægt að fara út að ganga með hundinn og hleypa útiköttum út á flestum stöðum á landinu, utan þeirra svæða sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sif Traustadóttir dýralæknir sem var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Sifjar þarf að meta aðstæður á hverjum stað og þá mögulega hleypa gæludýrunum út í styttri tíma en ella. Þá þurfi að veita sérstaka athygli dýrum með öndunarfærasjúkdóma. Við Kirkjubæjarklaustur og á svæðinu þar um kring er hins vegar víða bókstaflega varla hundi út sigandi. Sif segir það víða tíðkast að hundar og kettir séu þá í útihúsum á bæjum, og fái þar skjól fyrir öskufallinu. Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir Í Bítinu ræddu einnig við Sif um þá mýtu að dýr finni á sér þegar náttúruhamfarir eru vændum. Viðtalið hjá hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Seinkar dómsdegi - fylgismenn sitja eftir með sárt ennið

Dómsdegi var spáð síðustu helgi. Hann kom aldrei eins og flestir tóku eftir. Predikarinn, sem spáði því að 200 milljónir sannkristinna manna myndu fara til himnaríkis með eldhnetti, er þó hvergi af baki dottin.

Vegasprengja drap tíu

10 vegavinnumenn eru látnir og 28 særðir eftir að þeir óku yfir vegasprengju í Kandahar héraðinu í Afganistan í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir