Erlent

Norðmenn vantar 6000 bílstjóra

Óli Tynes skrifar
Frá Osló
Frá Osló
Norðmenn eiga í verulegum vanda í atvinnumálum. Þar er slíkur skortur á vinnuafli að eitt af hverjum tíu fyrirtækjum á í verulegum vandræðum. Norska blaðið Aftenposten segir að yfir 60 þúsund manns vanti inn á vinnumarkaðinn. Aftenposten segir að einna mestur skortur sé á bílstjórum en af þeim vantar um 6000.

 

Þá er einnig mikill skortur á verkfræðingum, handverksmönnum og heilbrigðisstarfsmönnum. Norðmenn leita því starfsmanna utan eigin landamæra. Í íslenskum fjölmiðlum má til dæmis nánast daglega sjá auglýsingar eftir starfsmönnum í ýmsum greinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×