Fleiri fréttir

Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar

Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.

Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016.

Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum

Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan.

Reynt að smygla heróíni til landsins

Sex einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á jafn mörgum málum er varða innflutning á fíkniefnum.

Slökktu í alelda bíl á Bústaðavegi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna bíls sem var alelda á frárein Bústaðavegar yfir á Kringlumýrarbraut.

Almenningssamgöngur fötluðum vart valkostur

Svo virðist sem almenningssamgöngur hér séu ónothæfar fyrir fatlað fólk vegna skorts á aðgengi, þrátt fyrir lagaákvæði um jafnan rétt þessa hóps til að nýta sér þennan kost.

Allt að 23 stiga hiti í dag

Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna.

Reknir fyrir rasískar þakkir

Tveir þáttastjórnendur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Telemundo hafa verið reknir eftir rasísk fagnaðarlæti.

Vonbrigði með synjun Alþingis

Sýrlenskt flóttafólk á Akureyri er vonsvikið eftir að hafa ekki fengið ríkisborgararétt í vor og furðar sig á ógegnsæi ferlisins. Alþingismaður segir ástæður fyrir því að ferlið er jafn ógegnsætt og raun ber vitni.

Fimmtíu bílar fuðruðu upp

Níu létust er olíuflutningabíll sprakk í loft upp í stærstu borg Nígeríu, Lagos, í gærkvöld.

Zika-veiran mynduð í návígi

Vísindamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hafa fangað einstakar myndir af Zika-veirunni, sem olli faraldri í Suður-Ameríku árið 2015 og meiriháttar fæðingargöllum hjá þúsundum barna.

Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana

Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns.

Dvalarheimili í góðum plús

Rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli skilaði 45 milljóna króna hagnaði í fyrra.

Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni

Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn.

Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“

Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi.

Margverðlaunaðir lífeyrissjóðir ekki með bestu ávöxtunina

Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðaráætlun hefur verið virkjuð á Landspítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem taka gildi um helgina. Þær sögðu eftir enn ein árangurslausa samningafundinn í dag að ríkið bæri ábyrgð á stöðunni.

Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps

Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag.

Sjá næstu 50 fréttir