Fleiri fréttir

Krísufundir vegna Kavanaughs

Ásakanir um kynferðis­ofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu.

Hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn einkarekstri

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð heilbrigðisráðherra þegar kemur að einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Ný heilbrigðisstefna ráðherrans mun koma til kasta þingsins í marsmánuði.

Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar

Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórn, eru jákvæð út í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjárframlög með grunnskólanemum verði jafn há í einkareknum og opinberum skólum.

Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað

Utanríkisráðuneytið seldi sendiherrabústaðinn í New York árið 2009 vegna niðurskurðar og hefur verið á leigumarkaði síðan. Gamli bústaðurinn var seldur á 470 milljónir en leigan í fyrra nam 1,8 milljónum á mánuði.

Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús

Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík

Ungt fólk fær síður niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að bjóða eigi ungu fólki fría sálfræðitíma til að aðstoða þau og hjálpa þeim að fóta sig. Þetta sé oft erfitt tímabil í lífi fólks og flókið geti verið að finna tilgang í tilverunni.

Kvikmyndir frá öllum heimshornum

Boðið verður upp á hátt í sjötíu kvikmyndir frá rúmlega þrjátíu löndum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næstu viku. Meðal gesta hátíðarinnar í ár er danski stórleikarinn Mads Mikkelsen.

Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla

Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna.

Mannskæðar aurskriður á Filippseyjum eftir Mangkhut

Talið er að 100 manns séu látnir á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Mangkhut gekk þar yfir um helgina. Flest þeirra létust í aurskriðum en björgunaraðilar keppast við að finna eftirlifendur.

Þingmenn fá núvitundarþjálfun

Breskir þingmenn og starfsfólk hafa fengið þjálfun í núvitund á síðastliðnum árum. Í framhaldinu hefur hugleiðsluaðferðin verið innleidd í breska mennta-heilbrigðis-og réttarvörslukerfinu með góðum árangri að sögn formanns nefndar í breska þinginu um núvitund. Þingmenn og borgarráð fengu kynningu um aðferðina í dag.

Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar

Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins.

Velferðarráðuneytinu verður skipt upp

Velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti hljóti þingsályktunartillaga þess efnis náð fyrir Alþingi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fráfarandi forstöðumaður Orku náttúrunnar telur að brottvikning sín úr starfi hjá fyrirtækinu sé ólögmæt og ætlar að leita réttar síns af fullum þunga. Stjórnarkona í Orkuveitunni vill láta rannsaka málið og endurráða viðkomandi ef brottvikningin reynist tilhæfulaus.

Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur.

Mæla með að koma búfénaði í skjól

Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verst verður veðrið, gangi spár eftir, á föstudag þegar útlit er fyrir hvassa norðvestanátt eins og segir í spá Veðurstofu Íslands.

Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB

Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári.

Bjarni ætlar ekki að tjá sig

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar.

Sjá næstu 50 fréttir