Fleiri fréttir

Lamborghini takmarkar framleiðsluna

Afskaplega vel gengur hjá Lamborghini og í fyrra varð 51% söluaukning hjá fyrirtækinu og vart dæmi um annað eins hjá bílaframleiðanda, nema helst þá í tilfelli Tesla.

Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig

Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda.

Apple Watch sagt hafa bjargað lífi eldri manns í Noregi

Þegar Torlav fór á klósettið aðfaranótt laugardags leið yfir hann og skall höfuð hans í gólfið. Apple Watch er hannað til að greina föll sem þessi og þegar Torlav hafði ekki hreyft sig í eina mínútu sendi snjallúrið neyðarskilaboð frá sér.

Telur að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikið áhyggjuefni að vinnuslysum fari fjölgandi meðal starfsmanna hins opinbera. Grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða, álag sé of mikið og það sé upplifun starfsfólks að störfin sem hurfu í hruninu hafi ekki skilað sér til baka.

Reynsluakstur: Gerbreyttur flottari RAV4

Með fimmtu kynslóð bílsins sem bjó til jepplingaflokkinn er kominn gerbreyttur bíll með mun öflugri drifrás, mun betri aksturseiginleikum, meira plássi, flottari innréttingu og með hærra undir lægsta punkt.

Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku

Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið

Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð.

Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum

Færanlegir vaskar sem ekki uppfylla skilyrði gamallar reglugerðar tefja útgáfu starfsleyfis til grunnskóla Framsýnar í nýju húsnæði í Hafnarfirði. Voru með undanþágu en heilbrigðiseftirlitið vill nú álit Umhverfisstofnunar á vöskunu

Hjúkrunarfræðingurinn neitar að hafa nauðgað konunni

Hjúkrunarfræðingur sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað alvarlega þroskaskertri konu á hjúkrunarheimili í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að hún ól barn í desember, neitaði sök í málinu í gær.

Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hrint af stað herferð þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra.

Hlaupari kyrkti fjallaljón

Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns.

Tengsl sæðis og kannabiss

Karlmenn sem reykt hafa kannabis á einhverjum tímapunkti á ævi sinni virðast – nokkuð óvænt – státa af mun meira magni af sáðfrumum en þeir karlar sem aldrei hafa reykt kannabis.

Stefnir í val milli Jóns og Hönnu

Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku.

Sjá næstu 50 fréttir